Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2016 09:38 Vatnsnotkun var heldur minni en á venjulegum degi en greinilega má þó sjá að eitthvað sérstakt var á seyði. Vísir/OR Á venjulegu kvöldi nota Íslendingar um 280 lítra á sekúndu af köldu vatni. Í gærkvöldi, á meðan á leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu karla stóð, féll vatnsnotkun Íslendinga á Reykjavíkursvæðinu niður í minnst 210 lítra á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum frá Veitum en myndin hér að ofan er einkar áhugaverð. Það er alveg ljóst að langflestir Íslendingar voru límdir við sjónvarpsskjáinn og tímdu ekki að standa upp til að pissa, fara í sturtu, setja í vél eða fá sér vatnsglas. „Talsverðar sveiflur voru í notkun á köldu vatni meðan á landsleik Íslendinga og Portúgala stóð í gær. Knattspyrnufrótt fólk þykist geta lesið spennustig leiksins út frá sveiflunum sem líklega endurspegla klósettferðir Reykvíkinga meðan á leiknum stóð,“ segir í tilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag sýndi Birki Bjarnason fagna markinu sínu. Þvílíkur leikur! Vísir/VilhelmÞá mætti Ólöf Snæhólm Baldursdóttir í Bítið í morgun til að ræða vatnsnotkunina. Viðtalið má heyra hér að neðan. Ólöf gat ekki útskýrt hvers vegna vatnsnotkun var heldur minni í gær heldur en í síðustu viku. Hún nefndi gott veður. Á myndinni sést rennsli um æðar vatnsveitu Veitna í Reykjavík frá klukkan þrjú síðdegis 14. júní þar til leiknum lauk, rétt fyrir klukkan 21:00. Ljósari liturinn sýnir vatnsnotkunina þriðjudaginn fyrr, 7. júní, til samanburðar. Um hálftíma fyrir leik má sjá hvernig dregur úr vatnsnotkun þegar flautað er til leiks snarminnkar hún. „Eftir að Portúgalar skoruðu eftir um hálftíma leik kemur kippur í vatnsnotkunina sem bendir til þess að þá hafi nokkur fjöldi fólks þurft að létta á sér Þegar flautað var til hálfleiks og meðan á leikhléinu stóð er mikill kippur í notkuninni og nemur rennslisaukningin hátt í 50 sekúndulítrum. Það er heldur meiri gusa en sást á mælum stjórnstöðvar Veitna eftir að Greta Salome lauk söng í Júróvisjón-keppninni í vor,“ segir í tilkynningu Eiríks. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Á venjulegu kvöldi nota Íslendingar um 280 lítra á sekúndu af köldu vatni. Í gærkvöldi, á meðan á leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu karla stóð, féll vatnsnotkun Íslendinga á Reykjavíkursvæðinu niður í minnst 210 lítra á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum frá Veitum en myndin hér að ofan er einkar áhugaverð. Það er alveg ljóst að langflestir Íslendingar voru límdir við sjónvarpsskjáinn og tímdu ekki að standa upp til að pissa, fara í sturtu, setja í vél eða fá sér vatnsglas. „Talsverðar sveiflur voru í notkun á köldu vatni meðan á landsleik Íslendinga og Portúgala stóð í gær. Knattspyrnufrótt fólk þykist geta lesið spennustig leiksins út frá sveiflunum sem líklega endurspegla klósettferðir Reykvíkinga meðan á leiknum stóð,“ segir í tilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag sýndi Birki Bjarnason fagna markinu sínu. Þvílíkur leikur! Vísir/VilhelmÞá mætti Ólöf Snæhólm Baldursdóttir í Bítið í morgun til að ræða vatnsnotkunina. Viðtalið má heyra hér að neðan. Ólöf gat ekki útskýrt hvers vegna vatnsnotkun var heldur minni í gær heldur en í síðustu viku. Hún nefndi gott veður. Á myndinni sést rennsli um æðar vatnsveitu Veitna í Reykjavík frá klukkan þrjú síðdegis 14. júní þar til leiknum lauk, rétt fyrir klukkan 21:00. Ljósari liturinn sýnir vatnsnotkunina þriðjudaginn fyrr, 7. júní, til samanburðar. Um hálftíma fyrir leik má sjá hvernig dregur úr vatnsnotkun þegar flautað er til leiks snarminnkar hún. „Eftir að Portúgalar skoruðu eftir um hálftíma leik kemur kippur í vatnsnotkunina sem bendir til þess að þá hafi nokkur fjöldi fólks þurft að létta á sér Þegar flautað var til hálfleiks og meðan á leikhléinu stóð er mikill kippur í notkuninni og nemur rennslisaukningin hátt í 50 sekúndulítrum. Það er heldur meiri gusa en sást á mælum stjórnstöðvar Veitna eftir að Greta Salome lauk söng í Júróvisjón-keppninni í vor,“ segir í tilkynningu Eiríks.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira