Skýrslur teknar hjá Móður jörð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Hjónin Eymundur Magnússon og Eygló Ólafsdóttir hvetja til þess að notkun sjálfboðaliðasamtaka á borð við WWOOF verði leyfð hér á landi. vísir/Valli AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. Í tilkynningu Afls kemur fram að forráðamenn Móður Jarðar hafi sagt sjálfboðaliðana á vegum samtaka sem sendi fólk víða um heim til að vinna sjálfboðastörf, svo sem við umhverfisvæna jarðrækt. Einnig kom fram í skýringum þeirra að um einhvers konar námssamninga væri að ræða. Lögregla tók skýrslu af sjálfboðaliðum. Lögð verður fram kæra vegna málsins vegna brota á reglum um atvinnu útlendinga. Austurfrétt fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en 11.júní sendu forsvarsmenn lífræna búsins í Vallanesi, Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, frá sér yfirlýsingu og saka AFL Starfsgreinafélag um dylgjur. Þau nýti sér starfsemi sjálfboðaliðasamtaka, WWOOF, sem séu viðurkennd í öðrum löndum. Samtökin veiti mikilvægan stuðning við lífrænan landbúnað. „Við teljum mikilvægt að þessari tegund sjálfboðaliðastarfs sé fundinn farvegur innan kerfisins,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þess má geta að Svíþjóð, Noregur og Danmörk taka þátt í WWOOF samstarfi. Sverrir Mar Albertsson hjá Afli segir sjálfboðaliðastörf í þjónustugreinum og landbúnaði eins og faraldur um þessar mundir og meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum samið um lágmarkskjör í landbúnaði sem á að virða,“ segir hann. Félagsleg undirboð verði ekki liðin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. Í tilkynningu Afls kemur fram að forráðamenn Móður Jarðar hafi sagt sjálfboðaliðana á vegum samtaka sem sendi fólk víða um heim til að vinna sjálfboðastörf, svo sem við umhverfisvæna jarðrækt. Einnig kom fram í skýringum þeirra að um einhvers konar námssamninga væri að ræða. Lögregla tók skýrslu af sjálfboðaliðum. Lögð verður fram kæra vegna málsins vegna brota á reglum um atvinnu útlendinga. Austurfrétt fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en 11.júní sendu forsvarsmenn lífræna búsins í Vallanesi, Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, frá sér yfirlýsingu og saka AFL Starfsgreinafélag um dylgjur. Þau nýti sér starfsemi sjálfboðaliðasamtaka, WWOOF, sem séu viðurkennd í öðrum löndum. Samtökin veiti mikilvægan stuðning við lífrænan landbúnað. „Við teljum mikilvægt að þessari tegund sjálfboðaliðastarfs sé fundinn farvegur innan kerfisins,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þess má geta að Svíþjóð, Noregur og Danmörk taka þátt í WWOOF samstarfi. Sverrir Mar Albertsson hjá Afli segir sjálfboðaliðastörf í þjónustugreinum og landbúnaði eins og faraldur um þessar mundir og meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum samið um lágmarkskjör í landbúnaði sem á að virða,“ segir hann. Félagsleg undirboð verði ekki liðin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira