Túristar einatt frá siðaðari þjóðum en við getum talist Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2016 11:09 Vöxturinn hefur verið lyginni líkastur. Fyrir fimm árum byrjaði Steinarr Lár með einn notaðan bíl og heimasíðu. Nú eru bílarnir um 200 og viðskiptavinirnir fimm þúsund. Steinarr Lár hjá KúKú Campers segir ýmsa stimpla sig inn sem rasista með því að halda því fram á grundvelli þjóðernis að fólk sé skítandi um allar koppagrundir. Ferðaþjónustufyrirtækið Kúkú Campers hefur verið nokkuð í deiglunni vegna djarfrar markaðssetningar og svo frjálslegrar framgöngu ferðamanna á húsbílum sem fyrirtækið leigir. Steinarr gefur ekki mikið fyrir kvartanir sem að þeim beinast. Hann telur þær einfaldlega ekki standast. Vísir hefur fjallað ítarlega um stöðu mála í ferðageiranum. Sú mynd sem blasir við er ekki fögur. Ófremdarástand myndi kallast að orða það mildilega. Svo virðist sem villta vesturs-ástand ríki, gullæði og úti á landsbyggðinni kvarta menn undan því að þar séu túristar með allt niðrum sig bak við hverja þúfu, hvert barð og menn þurfi að vaða mannaskít hvar sem farið er um. Þegar hins vegar er farið yfir þessi mál með Steinarri Lár kemst maður ekki hjá því að telja þessar umkvartanir draga athyglina frá aðalatriði máls sem er að ferðamannastraumurinn dró Ísland upp úr djúpstæðri kreppu.Skafti Örn segir því ekki að leyna að í uppgangsgrein sem ferðaþjónustan er og hefur verið sé að finna ýmsa kúreka sem hugsa eingöngu um skjótfenginn gróða.Spjótin hafa beinst mjög að Kúkú Campers, sem er ferðaþjónusta sem byggir á því að leigja ferðamönnum misstóra húsbíla. Einkum er tvennt sem þeir eru sakaðir um, sem er að ferðalangar á vegum ferðaþjónustunnar nýti sér þjónustu annarra og þá hafa Kúkú Campers verið sakaðir um glannalega og ábyrgðarlausa markaðssetningu.SAF boðar til fundarSamtök ferðaþjónustunnar (SAF) tóku þessi atriði til sérstakrar athugunar og voru aðilar sem leigja húsbíla kallaðir sérstaklega á fund. Skafti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF segir því ekki að leyna að gríðarlegur uppgangur hafi verið í greininni og það fari ekki hjá því að þar innan um séu einhverjir „kúrekar“ – menn sem líta eingöngu til arðsemissjónarmiða og tjalda til einnar nætur. Og skeyta hvorki um fagmennsku eða gæði. En, hann segir þetta síður en svo eiga við Kúkú Campers.Í vor blossaði upp veruleg kergja vegna markaðssetningar Kúkú Campers; en Karl Lúðvíksson leiðsögumaður í Langá greindi frá því að hann hafi þurft að vísa ferðamönnum frá ánni, en þeir ætluðu þá að veiða sér í soðið.„Það kom frétt fyrr í sumar um að þar væri verið að fara aðeins fram úr sér í markaðssetningu. Við áttum fund með þeim ásamt Íslandsstofu, fyrir nokkrum vikum. Þar kom í ljós að þetta er gríðarlega flott fyrirtæki sem vill gera hlutina vel. Þeir fóru yfir sín mál hvað markaðssetninguna varðar, og sáu að þeir höfðu farið aðeins fram úr sér, en þeir vilja stunda ábyrga markaðssetningu. í kjölfar þess fundar buðum við fleiri fyrirtækjum í húsbílabransa á fund. Frá litlum kamperum og uppí húsbíla,“ segir Skafti Örn. Um er að ræða um 30 fyrirtæki, misstór – sum með allt uppí 200 bíla, sem starfa á þessum grunni. Þá er vert að hafa í huga að stóru bílaleigurnar eru líka með húsbíla þannig að um er að ræða umfangsmikla starfsemi. Skafti Örn leggur á það áherslu að SAF hafi ekkert boðvald yfir þessum fyrirtækjum en mikilvægt sé að aðilar séu á sömu blaðsíðunni. Metið er svo að í íslenskri ferðaþjónustu séu starfandi um 2.500 fyrirtæki. Kamperarnir eru því aðeins brot af heildarmyndinni. Um starfsemi þeirra þarf þó ramma. Og ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Þannig má sem dæmi nefna að tjaldstæði um land allt eru ekki opin allan ársins hring. Þetta eru bílar sem þurfa að leggja á skipulögðum svæðum, þannig að sveitarfélögin þyrftu að bjóða uppá meiri þjónustu en á móti kemur að sveitarfélögin þurfa að sjá sér hag í því; þau þurfa fjármuni til uppbyggingar.Kúkú Campers með brotabrot af kökunniEn, það breytir ekki því að salernisaðstöðu er ábótavant og landsbyggðarfólk kvartar sáran undan menn sem ganga örna sinna um víðan völl.Steinarr Lár segir fyrirtæki sitt haft fyrir rangri sök, og hann færir sannfærandi rök fyrir máli sínu.Steinarr Lár segir óhjákvæmilegt að miklar og örar breytingar verði á samfélagi þegar ein og hálf milljón manns kemur til landsins; fjöldi ferðamanna hefur margfaldast nú á stuttum tíma – líkt og flestir þekkja. „Við erum að þjónusta svona um það bil fimm þúsund manns. Á ársgrundvelli. Við erum að leigja út svona 190 bifreiðar, í landinu eru um 20 þúsund bílaleigubílar. Við erum með innan við eitt prósent af þessum bílaleigubílum. Sá vandi sem við getum skapað hlýtur að vera takmarkaður.“Þaægilegt að trúa hinu versta uppá Kúkú CampersEn, af hverju hefur KúKú Campers þá verið í brennidepli þessarar umræðu? „Við erum erum áberandi og fólki þykir þægilegt að trúa hinu versta uppá okkar viðskiptavini því þeir eru ... frísklegri. En það sem við gerðum til að átta okkur á því hvort fótur væri fyrir þessu var að við höfðum samband við lögregluna. Í ljós kom, þegar þeir flettu í sínum bókum, að okkar viðskiptavinir eru þvert á móti afar löghlýðnir, ekki oftar teknir í hraðakstri en aðrir, í handahófskennd eiturlyfjaleit lögreglu hafa aldrei komið upp mál tengd okkar fólki, aldrei neitt slíkt verið fært til bókar hjá lögreglunni ... Við verðum að halda að þetta séu einhvers konar sögusagnir.“Gagnrýnendur sumir að stimpla sig inn sem rasistaSteinarr Lár segir þá einstaklinga sem skipta við Kúkú Campers mennta fólk sem býr yfir ríkulegri ævintýraþrá.Meðeigandi Steinarrs er Lárus Guðbjartsson. Þeir hafa sannarlega náð að gera sig sýnilega í ferðaþjónustunni með djarfri og skemmtilegri markaðssetningu.„Þetta er fólk sem vill fara út í náttúruna, sannir náttúruunnendur og ljósmyndarar. Þetta fólk kemur í flestum tilfellum frá siðaðari þjóðfélögum en við Íslendingar getum talið okkur. Það sem vottar fyrir í allri þessari umræðu, og undir niðri í allri þessari umræðu, vottar fyrir útlendingahatri. Ef þú ert farinn að trúa því að einhver á grundvelli þjóðernis sé tilbúinn að girða niðrum sig buxurnar úti í vegkanti og létta þar á sér, ertu kominn á hálan ís og jafnvel farinn að lýsa því yfir að þú sért rasisti. Þú þarft að vera í ansi mikilli neyð sem einstaklingur til að setja niður um þig buxurnar í íslenskri náttúru, sem oft er ekki boðlegt sökum veðráttu. Ekki mikill fótur fyrir þessu.“Undirbúa sína ferðamenn af kostgæfniKúkú campers hefur einnig mátt sitja undir ásökunum þess efnis að vera óábyrgir í markaðssetningu og jafnvel stuðla að óæskilegri hegðun. Steinarr Lár segir að fólk kunni upp til hópa að greina á milli þess hvað má heita markaðssetning og hvað raunveruleiki. „Við erum ólík flestum öðrum fyrirtækjum með það að við tökum á móti okkar gestum og veitum fræðslu, klukkutíma að lágmarki. Þar skipuleggjum við ferðirnar þeirra af mikilli nákvæmni. Við erum með mikið af bifreiðum, það er okkar fjárfesting, og okkur ber að vernda þá eign okkar,“ segir Steinarr og heldur áfram:Viðskiptavinir Kúkú campers eru að koma í frí, og þegar fólk er í fríi, þá á að vera gaman, segir Steinarr Lár. Og erfitt að mæla því í mót.„Útlendingar hafa að einhverju leyti brenglaðar hugmyndir um að er hægt að gera á íslandi; sumir vilja fara á litlum bíl uppí Þórsmörk, aðrir vilja fara á bönnuð svæði, eldfjöll áhugaverð og svo framvegis. Við skoðum veðurspá, hvaða hugmyndir þeir hafa og væntingar og út frá því búum við til sérhannaða ferðaáætlun fyrir hvern viðskiptavin. Og í gegnum þennan feril þá þjálfum við og kennum viðskiptavininum hvað er leyfilegt, hvað má gera, hvert má keyra. Við erum í samstarfi við Olís, okkar viðskiptavinir fá frítt kaffi þar, internet og fá að nota þar salerni. Við erum með fleiri sambærilega samninga við önnur fyrirtæki.“Verður að finna leið til sáttar við landsbyggðina Steinarr Lár segir að Kúkú campers sé bílaleiga. Og þeir, sem og aðrar bílaleigur, séu lífæði ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Einhvern veginn þarf að finna leiðir svo þjónusta megi þá sem eru að ferðast úti á landi. „Vandinn er að þeir skattpeningar sem við skilum til ríkisins, sem er í formi virðisauka, tryggingagjalds og svo framvegis, þeir skila sér ekki til sveitafélaganna sem eiga svo að standa undir aukinni þjónustu við ferðamenn. Þar er kerfislegur galli. Við sannarlega viljum láta gott af okkur leiða til samfélagsins og búa svo í haginn að viðskiptavinir okkar megi vel við una sem sækja okkar samfélag heim,“ segir Steinarr Lár. Og þar koma brotalamir í ljós. Sé Djúpivogur nefndur sem dæmi, er hundrað kílómetra leið til Hafnar og hundrað kílómetra leið til Egilsstaða. Djúpivogur er þannig ekki í alfaraleið. „Ferðalangar einhverjir þurfa að létta á sér og þar er bensínstöð en þar er engin þjónusta. Þetta er bara sjálfsafgreiðsla. Sveitarfélagið var að missa vinnsluna og útsvarstekjur hafa lækkað verulega en þeir þurfa að standa undir þjónustu við sitt fólk en á sama tíma rignir yfir þá ferðamönnum. Sem skapast af starfsemi eins og minni, en hagnaðurinn er ekki að skila sér þangað. Þetta þarf að bæta svo ferðaþjónustan geti verið í sátt við landsbyggðina.“Mikilvægt þjóðarbúinuSteinarr Lár kannast alveg aðspurður við það að ýmsir séu og hafi verið að argaþrasast í sér vegna þeirra atriða sem hér eru til umræðu; umgengni ferðamanna og djörf markaðssetning. „En þeir eru miklu fleiri sem eru ánægðir með okkur og viðskiptavinir okkar sannarlega. Við erum ungt fyrirtæki, við erum að læra og þróast og við erum í geira sem er að vaxa. Og fögnum gagnrýni. Við ætlum ekkert að hætta að vera skemmtilegir. Við erum að bjóða uppá lausn fyrir fólk sem er í fríi og frí á að vera skemmtilegt, en við hvetjum fólk ekki til að gera eitthvað af sér, það er af og frá. Ferðalangar okkar vita alveg hvað þeir mega.“ Og eigandi Kúkú Campers bendir á að á fimm ára tímabili hafi fyrirtækið sótt nokkra milljarða í hreinum gjaldeyri til landsins. Á tíma sem slíkt var lífsnauðsyn fyrir Ísland. „Við erum stolt af því, við höfum hjálpað Íslandi mikið sem og fyrirtæki sem eru í sama geira og við.“Lygilegur vöxtur Kúkú CampersVöxtur Kúkú Campers er lyginni líkastur. Þetta byrjaði allt fyrir fimm árum. Steinarr Lár fékk þá aðstöðu í gamla Sirkus, skemmtistaðnum sem var á mótum Laugavegs og Klapparstígs. „Þetta byrjaði allt með einum notuðum bíl á Sirkusreitnum. Og heimasíðu. Við þurftum að nýta notaðar bifreiðar til að sækja gjaldeyri sem við þurfum. Ég fékk að vera inni á gömlu klósettunum á Sirkus. Ásamt Macland. Án rennandi vatns og við vorum þar í tvö ár. Þannig að þetta hefur gengið vel,“ segir Steinarr Lár. Hann bendir á að starfsemi sem sinni fylgi mikið af afleiddum störfum. Spurður um vaxtarverki segir hann þá til staðar, þetta byggi á stöðugri breytingastjórnun. Að sjá hvað virkar.Steinarr Lár fer bókstaflega á kostum í kynningarmyndbandi fyrirtækis síns. Sjón er sögu ríkari:„Við viljum eiga ánægða viðskiptavini. Og það sést á umsögnum á internetinu að það hefur tekist, við hugsum ofboðslega vel um okkar fólk.“Djörf auglýsingEins og Steinarr Lár bendir á þá stendur ekki til hjá fyrirtækinu að hætta að vera skemmtilegir og djarfir í sinni markaðssetningu, þó þeir þar vilji vera ábyrgir. Nýlega sendi fyrirtæki frá sér kynningarmyndband sem Árni Sveinsson leikstýrir og þar getur að líta býsna djarft áhættuatriði þar sem Steinarr Lár, sem er ævintýramaður að upplagi; brimbrettakappi með meiru, stendur á þaki bíls sem ekur eftir strönd og Steinarr stýrir með beisli. Mega þetta ekki heita vafasöm skilaboð? „Þetta er auglýsing og auglýsingar eiga að vera skemmtilegar. Við erum með „disclaimer“; að þetta sé auglýsing og þetta eigi ekki að leika eftir,“ segir Steinarr Lár og bendir á í auglýsingunni sé einnig að finna mikilvæg og uppbyggileg skilaboð til ferðamanna.Ekki bara sólskin og sleikipinnarÞó sagan af Kúkú Campers sé ævintýri líkust, þá er staðan í ferðaþjónustunni ekki bara sólskin og sleikipinnar. Það þurfi víða að taka til hendinni. Þó ýmsir aðilar starfi með ábyrgum hætti á það ekki við um alla. Og ýmsir ferðamenn sem hér fara um eru óupplýstir. Fjöldi ferðamanna sem fara um á húsbílum koma með Norrænu til landsins. Sá fjöldi er algerlega óupplýstur. Mörg fleiri dæmi má nefna. Og, Steinarr segir hreinskilinn spurður að lykilatriði þess að hingað streyma nú ferðamenn sé hrun íslensku krónunnar á sínum tíma. „Við þurftum á þessum ferðamönnum að halda til að koma okkur uppúr erfiðri stöðu. Það er virðingarvert að vinna við þessa ferðaþjónustu en ég tel að það þurfi að vinna að einhverri aðgangsstýringu til landsins. Halda Íslandi sem háklassa ferðamannaáfangastað,“ segir Steinarr. Einhvern tíma er nógu mikið nógu mikið. Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Steinarr Lár hjá KúKú Campers segir ýmsa stimpla sig inn sem rasista með því að halda því fram á grundvelli þjóðernis að fólk sé skítandi um allar koppagrundir. Ferðaþjónustufyrirtækið Kúkú Campers hefur verið nokkuð í deiglunni vegna djarfrar markaðssetningar og svo frjálslegrar framgöngu ferðamanna á húsbílum sem fyrirtækið leigir. Steinarr gefur ekki mikið fyrir kvartanir sem að þeim beinast. Hann telur þær einfaldlega ekki standast. Vísir hefur fjallað ítarlega um stöðu mála í ferðageiranum. Sú mynd sem blasir við er ekki fögur. Ófremdarástand myndi kallast að orða það mildilega. Svo virðist sem villta vesturs-ástand ríki, gullæði og úti á landsbyggðinni kvarta menn undan því að þar séu túristar með allt niðrum sig bak við hverja þúfu, hvert barð og menn þurfi að vaða mannaskít hvar sem farið er um. Þegar hins vegar er farið yfir þessi mál með Steinarri Lár kemst maður ekki hjá því að telja þessar umkvartanir draga athyglina frá aðalatriði máls sem er að ferðamannastraumurinn dró Ísland upp úr djúpstæðri kreppu.Skafti Örn segir því ekki að leyna að í uppgangsgrein sem ferðaþjónustan er og hefur verið sé að finna ýmsa kúreka sem hugsa eingöngu um skjótfenginn gróða.Spjótin hafa beinst mjög að Kúkú Campers, sem er ferðaþjónusta sem byggir á því að leigja ferðamönnum misstóra húsbíla. Einkum er tvennt sem þeir eru sakaðir um, sem er að ferðalangar á vegum ferðaþjónustunnar nýti sér þjónustu annarra og þá hafa Kúkú Campers verið sakaðir um glannalega og ábyrgðarlausa markaðssetningu.SAF boðar til fundarSamtök ferðaþjónustunnar (SAF) tóku þessi atriði til sérstakrar athugunar og voru aðilar sem leigja húsbíla kallaðir sérstaklega á fund. Skafti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF segir því ekki að leyna að gríðarlegur uppgangur hafi verið í greininni og það fari ekki hjá því að þar innan um séu einhverjir „kúrekar“ – menn sem líta eingöngu til arðsemissjónarmiða og tjalda til einnar nætur. Og skeyta hvorki um fagmennsku eða gæði. En, hann segir þetta síður en svo eiga við Kúkú Campers.Í vor blossaði upp veruleg kergja vegna markaðssetningar Kúkú Campers; en Karl Lúðvíksson leiðsögumaður í Langá greindi frá því að hann hafi þurft að vísa ferðamönnum frá ánni, en þeir ætluðu þá að veiða sér í soðið.„Það kom frétt fyrr í sumar um að þar væri verið að fara aðeins fram úr sér í markaðssetningu. Við áttum fund með þeim ásamt Íslandsstofu, fyrir nokkrum vikum. Þar kom í ljós að þetta er gríðarlega flott fyrirtæki sem vill gera hlutina vel. Þeir fóru yfir sín mál hvað markaðssetninguna varðar, og sáu að þeir höfðu farið aðeins fram úr sér, en þeir vilja stunda ábyrga markaðssetningu. í kjölfar þess fundar buðum við fleiri fyrirtækjum í húsbílabransa á fund. Frá litlum kamperum og uppí húsbíla,“ segir Skafti Örn. Um er að ræða um 30 fyrirtæki, misstór – sum með allt uppí 200 bíla, sem starfa á þessum grunni. Þá er vert að hafa í huga að stóru bílaleigurnar eru líka með húsbíla þannig að um er að ræða umfangsmikla starfsemi. Skafti Örn leggur á það áherslu að SAF hafi ekkert boðvald yfir þessum fyrirtækjum en mikilvægt sé að aðilar séu á sömu blaðsíðunni. Metið er svo að í íslenskri ferðaþjónustu séu starfandi um 2.500 fyrirtæki. Kamperarnir eru því aðeins brot af heildarmyndinni. Um starfsemi þeirra þarf þó ramma. Og ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Þannig má sem dæmi nefna að tjaldstæði um land allt eru ekki opin allan ársins hring. Þetta eru bílar sem þurfa að leggja á skipulögðum svæðum, þannig að sveitarfélögin þyrftu að bjóða uppá meiri þjónustu en á móti kemur að sveitarfélögin þurfa að sjá sér hag í því; þau þurfa fjármuni til uppbyggingar.Kúkú Campers með brotabrot af kökunniEn, það breytir ekki því að salernisaðstöðu er ábótavant og landsbyggðarfólk kvartar sáran undan menn sem ganga örna sinna um víðan völl.Steinarr Lár segir fyrirtæki sitt haft fyrir rangri sök, og hann færir sannfærandi rök fyrir máli sínu.Steinarr Lár segir óhjákvæmilegt að miklar og örar breytingar verði á samfélagi þegar ein og hálf milljón manns kemur til landsins; fjöldi ferðamanna hefur margfaldast nú á stuttum tíma – líkt og flestir þekkja. „Við erum að þjónusta svona um það bil fimm þúsund manns. Á ársgrundvelli. Við erum að leigja út svona 190 bifreiðar, í landinu eru um 20 þúsund bílaleigubílar. Við erum með innan við eitt prósent af þessum bílaleigubílum. Sá vandi sem við getum skapað hlýtur að vera takmarkaður.“Þaægilegt að trúa hinu versta uppá Kúkú CampersEn, af hverju hefur KúKú Campers þá verið í brennidepli þessarar umræðu? „Við erum erum áberandi og fólki þykir þægilegt að trúa hinu versta uppá okkar viðskiptavini því þeir eru ... frísklegri. En það sem við gerðum til að átta okkur á því hvort fótur væri fyrir þessu var að við höfðum samband við lögregluna. Í ljós kom, þegar þeir flettu í sínum bókum, að okkar viðskiptavinir eru þvert á móti afar löghlýðnir, ekki oftar teknir í hraðakstri en aðrir, í handahófskennd eiturlyfjaleit lögreglu hafa aldrei komið upp mál tengd okkar fólki, aldrei neitt slíkt verið fært til bókar hjá lögreglunni ... Við verðum að halda að þetta séu einhvers konar sögusagnir.“Gagnrýnendur sumir að stimpla sig inn sem rasistaSteinarr Lár segir þá einstaklinga sem skipta við Kúkú Campers mennta fólk sem býr yfir ríkulegri ævintýraþrá.Meðeigandi Steinarrs er Lárus Guðbjartsson. Þeir hafa sannarlega náð að gera sig sýnilega í ferðaþjónustunni með djarfri og skemmtilegri markaðssetningu.„Þetta er fólk sem vill fara út í náttúruna, sannir náttúruunnendur og ljósmyndarar. Þetta fólk kemur í flestum tilfellum frá siðaðari þjóðfélögum en við Íslendingar getum talið okkur. Það sem vottar fyrir í allri þessari umræðu, og undir niðri í allri þessari umræðu, vottar fyrir útlendingahatri. Ef þú ert farinn að trúa því að einhver á grundvelli þjóðernis sé tilbúinn að girða niðrum sig buxurnar úti í vegkanti og létta þar á sér, ertu kominn á hálan ís og jafnvel farinn að lýsa því yfir að þú sért rasisti. Þú þarft að vera í ansi mikilli neyð sem einstaklingur til að setja niður um þig buxurnar í íslenskri náttúru, sem oft er ekki boðlegt sökum veðráttu. Ekki mikill fótur fyrir þessu.“Undirbúa sína ferðamenn af kostgæfniKúkú campers hefur einnig mátt sitja undir ásökunum þess efnis að vera óábyrgir í markaðssetningu og jafnvel stuðla að óæskilegri hegðun. Steinarr Lár segir að fólk kunni upp til hópa að greina á milli þess hvað má heita markaðssetning og hvað raunveruleiki. „Við erum ólík flestum öðrum fyrirtækjum með það að við tökum á móti okkar gestum og veitum fræðslu, klukkutíma að lágmarki. Þar skipuleggjum við ferðirnar þeirra af mikilli nákvæmni. Við erum með mikið af bifreiðum, það er okkar fjárfesting, og okkur ber að vernda þá eign okkar,“ segir Steinarr og heldur áfram:Viðskiptavinir Kúkú campers eru að koma í frí, og þegar fólk er í fríi, þá á að vera gaman, segir Steinarr Lár. Og erfitt að mæla því í mót.„Útlendingar hafa að einhverju leyti brenglaðar hugmyndir um að er hægt að gera á íslandi; sumir vilja fara á litlum bíl uppí Þórsmörk, aðrir vilja fara á bönnuð svæði, eldfjöll áhugaverð og svo framvegis. Við skoðum veðurspá, hvaða hugmyndir þeir hafa og væntingar og út frá því búum við til sérhannaða ferðaáætlun fyrir hvern viðskiptavin. Og í gegnum þennan feril þá þjálfum við og kennum viðskiptavininum hvað er leyfilegt, hvað má gera, hvert má keyra. Við erum í samstarfi við Olís, okkar viðskiptavinir fá frítt kaffi þar, internet og fá að nota þar salerni. Við erum með fleiri sambærilega samninga við önnur fyrirtæki.“Verður að finna leið til sáttar við landsbyggðina Steinarr Lár segir að Kúkú campers sé bílaleiga. Og þeir, sem og aðrar bílaleigur, séu lífæði ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Einhvern veginn þarf að finna leiðir svo þjónusta megi þá sem eru að ferðast úti á landi. „Vandinn er að þeir skattpeningar sem við skilum til ríkisins, sem er í formi virðisauka, tryggingagjalds og svo framvegis, þeir skila sér ekki til sveitafélaganna sem eiga svo að standa undir aukinni þjónustu við ferðamenn. Þar er kerfislegur galli. Við sannarlega viljum láta gott af okkur leiða til samfélagsins og búa svo í haginn að viðskiptavinir okkar megi vel við una sem sækja okkar samfélag heim,“ segir Steinarr Lár. Og þar koma brotalamir í ljós. Sé Djúpivogur nefndur sem dæmi, er hundrað kílómetra leið til Hafnar og hundrað kílómetra leið til Egilsstaða. Djúpivogur er þannig ekki í alfaraleið. „Ferðalangar einhverjir þurfa að létta á sér og þar er bensínstöð en þar er engin þjónusta. Þetta er bara sjálfsafgreiðsla. Sveitarfélagið var að missa vinnsluna og útsvarstekjur hafa lækkað verulega en þeir þurfa að standa undir þjónustu við sitt fólk en á sama tíma rignir yfir þá ferðamönnum. Sem skapast af starfsemi eins og minni, en hagnaðurinn er ekki að skila sér þangað. Þetta þarf að bæta svo ferðaþjónustan geti verið í sátt við landsbyggðina.“Mikilvægt þjóðarbúinuSteinarr Lár kannast alveg aðspurður við það að ýmsir séu og hafi verið að argaþrasast í sér vegna þeirra atriða sem hér eru til umræðu; umgengni ferðamanna og djörf markaðssetning. „En þeir eru miklu fleiri sem eru ánægðir með okkur og viðskiptavinir okkar sannarlega. Við erum ungt fyrirtæki, við erum að læra og þróast og við erum í geira sem er að vaxa. Og fögnum gagnrýni. Við ætlum ekkert að hætta að vera skemmtilegir. Við erum að bjóða uppá lausn fyrir fólk sem er í fríi og frí á að vera skemmtilegt, en við hvetjum fólk ekki til að gera eitthvað af sér, það er af og frá. Ferðalangar okkar vita alveg hvað þeir mega.“ Og eigandi Kúkú Campers bendir á að á fimm ára tímabili hafi fyrirtækið sótt nokkra milljarða í hreinum gjaldeyri til landsins. Á tíma sem slíkt var lífsnauðsyn fyrir Ísland. „Við erum stolt af því, við höfum hjálpað Íslandi mikið sem og fyrirtæki sem eru í sama geira og við.“Lygilegur vöxtur Kúkú CampersVöxtur Kúkú Campers er lyginni líkastur. Þetta byrjaði allt fyrir fimm árum. Steinarr Lár fékk þá aðstöðu í gamla Sirkus, skemmtistaðnum sem var á mótum Laugavegs og Klapparstígs. „Þetta byrjaði allt með einum notuðum bíl á Sirkusreitnum. Og heimasíðu. Við þurftum að nýta notaðar bifreiðar til að sækja gjaldeyri sem við þurfum. Ég fékk að vera inni á gömlu klósettunum á Sirkus. Ásamt Macland. Án rennandi vatns og við vorum þar í tvö ár. Þannig að þetta hefur gengið vel,“ segir Steinarr Lár. Hann bendir á að starfsemi sem sinni fylgi mikið af afleiddum störfum. Spurður um vaxtarverki segir hann þá til staðar, þetta byggi á stöðugri breytingastjórnun. Að sjá hvað virkar.Steinarr Lár fer bókstaflega á kostum í kynningarmyndbandi fyrirtækis síns. Sjón er sögu ríkari:„Við viljum eiga ánægða viðskiptavini. Og það sést á umsögnum á internetinu að það hefur tekist, við hugsum ofboðslega vel um okkar fólk.“Djörf auglýsingEins og Steinarr Lár bendir á þá stendur ekki til hjá fyrirtækinu að hætta að vera skemmtilegir og djarfir í sinni markaðssetningu, þó þeir þar vilji vera ábyrgir. Nýlega sendi fyrirtæki frá sér kynningarmyndband sem Árni Sveinsson leikstýrir og þar getur að líta býsna djarft áhættuatriði þar sem Steinarr Lár, sem er ævintýramaður að upplagi; brimbrettakappi með meiru, stendur á þaki bíls sem ekur eftir strönd og Steinarr stýrir með beisli. Mega þetta ekki heita vafasöm skilaboð? „Þetta er auglýsing og auglýsingar eiga að vera skemmtilegar. Við erum með „disclaimer“; að þetta sé auglýsing og þetta eigi ekki að leika eftir,“ segir Steinarr Lár og bendir á í auglýsingunni sé einnig að finna mikilvæg og uppbyggileg skilaboð til ferðamanna.Ekki bara sólskin og sleikipinnarÞó sagan af Kúkú Campers sé ævintýri líkust, þá er staðan í ferðaþjónustunni ekki bara sólskin og sleikipinnar. Það þurfi víða að taka til hendinni. Þó ýmsir aðilar starfi með ábyrgum hætti á það ekki við um alla. Og ýmsir ferðamenn sem hér fara um eru óupplýstir. Fjöldi ferðamanna sem fara um á húsbílum koma með Norrænu til landsins. Sá fjöldi er algerlega óupplýstur. Mörg fleiri dæmi má nefna. Og, Steinarr segir hreinskilinn spurður að lykilatriði þess að hingað streyma nú ferðamenn sé hrun íslensku krónunnar á sínum tíma. „Við þurftum á þessum ferðamönnum að halda til að koma okkur uppúr erfiðri stöðu. Það er virðingarvert að vinna við þessa ferðaþjónustu en ég tel að það þurfi að vinna að einhverri aðgangsstýringu til landsins. Halda Íslandi sem háklassa ferðamannaáfangastað,“ segir Steinarr. Einhvern tíma er nógu mikið nógu mikið.
Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40
Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34
Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48
Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08
Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent