Lífið

200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Þúsundir manna söfnuðust saman í Soho í miðborg London í gær til þess að votta fórnarlömbum árásarinnar á næturklúbbnum The Pulse virðingu sína. Þar á meðal var tvö hundruð manna kór samkynhneigðra karlmanna sem tók upp á því að flytja Simon & Garfunkel lagið Bridge over troubled water.

Myndband náðist af flutningnum sem þótti einstaklega hjartnæmur.

Old Compton stræti var troðfullt

Minningarathöfnin fór fram í Old Compton St. Í hjarta Soho sem er þekkt fyrir fjölda bara og skemmtistaða fyrir LGBT-samfélagið. Þar er meðal annars að finna hommabarinn fræga Admiral Duncan. Fyrir nokkrum árum síðan sprengdi nýnasisti naglasprengju þar inni með þeim afleiðingum að tveir létust.

Árásin á The Pulse var stærsta skotárás á almenna borgara sem gerð hefur verið í sögu Bandaríkjanna en 49 manns létu lífið. Í kjölfarið hafa verið haldnir fjölda viðburða sem þessir um allan heim.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.