Hagsmunum ógnað? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 14. júní 2016 06:00 Alþingi var kallað saman fyrir helgi til að setja lög á kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia. Það er auðvitað óþolandi að stjórnvöld gangi með þessum hætti þvert gegn rétti launafólks til að semja beint við sína viðsemjendur um kaup og kjör. BSRB hefur mótmælt þessum vinnubrögðum harðlega. Bandalagið telur að heppilegra hefði verið að gefa deiluaðilum svigrúm til að ná samningum án hótana eða tímamarka. Verkfallsrétturinn er varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu en stjórnvöld telja að yfirvinnubann flugumferðarstjóra hafi ógnað almannahagsmunum, sem vegi þyngra. Það er einkennilegt ef ástandið er orðið þannig að vinni flugumferðarstjórar ekki yfirvinnu sé almannahagsmunum stefnt í voða. Það er auðvitað grafalvarlegt, telji stjórnvöld að það sé staðan. Þá hlýtur næsta skrefið í þeirra viðleitni til að tryggja almannahagsmuni að vera að komast að því hverjir bera ábyrgð á því að ástandið er orðið svona og bæta úr því hið snarasta. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að stjórnvöld grípi til þess óyndisráðs að setja lög á þessa kjaradeilu, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um víðtæka sátt á vinnumarkaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á kjörtímabilinu hafa verið sett lög á skipverja um borð í Herjólfi, flugmenn, BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Og nú er röðin komin að flugumferðarstjórum. Harðnandi kjaradeilur og fjöldi lagasetninga á undanförnum árum sýna að það er full ástæða til að endurskoða kerfið frá grunni. SALEK-hópurinn hefur meðal annars unnið að breytingu á kjarasamningslíkaninu með það að markmiði að færa það nær því besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Enginn veit enn hvað kemur út úr þeirri vinnu. Við vitum ekki hvort niðurstaðan verður ásættanleg fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB, önnur samtök launafólks eða viðsemjendur okkar. En við hljótum öll að sjá að núverandi ástand er ekki ásættanlegt. Við verðum að leggja okkur fram við að koma með nýja sýn og nýja aðferðafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Alþingi var kallað saman fyrir helgi til að setja lög á kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia. Það er auðvitað óþolandi að stjórnvöld gangi með þessum hætti þvert gegn rétti launafólks til að semja beint við sína viðsemjendur um kaup og kjör. BSRB hefur mótmælt þessum vinnubrögðum harðlega. Bandalagið telur að heppilegra hefði verið að gefa deiluaðilum svigrúm til að ná samningum án hótana eða tímamarka. Verkfallsrétturinn er varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu en stjórnvöld telja að yfirvinnubann flugumferðarstjóra hafi ógnað almannahagsmunum, sem vegi þyngra. Það er einkennilegt ef ástandið er orðið þannig að vinni flugumferðarstjórar ekki yfirvinnu sé almannahagsmunum stefnt í voða. Það er auðvitað grafalvarlegt, telji stjórnvöld að það sé staðan. Þá hlýtur næsta skrefið í þeirra viðleitni til að tryggja almannahagsmuni að vera að komast að því hverjir bera ábyrgð á því að ástandið er orðið svona og bæta úr því hið snarasta. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að stjórnvöld grípi til þess óyndisráðs að setja lög á þessa kjaradeilu, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um víðtæka sátt á vinnumarkaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á kjörtímabilinu hafa verið sett lög á skipverja um borð í Herjólfi, flugmenn, BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Og nú er röðin komin að flugumferðarstjórum. Harðnandi kjaradeilur og fjöldi lagasetninga á undanförnum árum sýna að það er full ástæða til að endurskoða kerfið frá grunni. SALEK-hópurinn hefur meðal annars unnið að breytingu á kjarasamningslíkaninu með það að markmiði að færa það nær því besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Enginn veit enn hvað kemur út úr þeirri vinnu. Við vitum ekki hvort niðurstaðan verður ásættanleg fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB, önnur samtök launafólks eða viðsemjendur okkar. En við hljótum öll að sjá að núverandi ástand er ekki ásættanlegt. Við verðum að leggja okkur fram við að koma með nýja sýn og nýja aðferðafræði.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar