150 vel þjálfaðar rússneskar fótboltabullur komu gagngert til Marseille til að slást við Englendinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 13:06 Að minnsta kosti 35 manns slösuðust í óeirðunum um helgina. vísir/getty Samkvæmt saksóknurum í Frakklandi voru 150 rússneskar fótboltabullur á bak við óeirðirnar í Marseille um helgina þegar Rússland mætti Englandi á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. Að sögn Brice Robin, sem er saksóknari í Marseille, voru bullurnar vel þjálfaðar í því að beita miklu ofbeldi. „Þetta fólk var vel undirbúið fyrir það að beita miklu ofbeldi. Þetta voru rosalega vel þjálfaðir einstaklingar,“ er haft eftir Robin á vef BBC. Stuðningsmenn Rússa réðust meðal annars á ensku stuðningsmennina á leikvanginum í Marseille eftir að flautað var til leiksloka.Alls tuttugu manns verið handteknir Þá hafa sex Bretar, þrír Frakkar og einn Austurríkismaður verið ákærðir vegna óeirðanna auk þess sem tveir Rússar eru í haldi lögreglu fyrir að ráðast inn á leikvanginn í Marseille. Þá hefur tveimur Rússum verið vísað úr landi vegna þáttöku í óeirðunum. Alls hafa tuttugu manns verið handteknir. Að minnsta kosti 35 manns særðust í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Flestir þeirra eru Englendingar samkvæmt saksóknaranum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á óeirðunum. Þá hefur bæði Rússlandi og Englandi verið hótað því að þeim verði vísað úr keppninni fari stuðningsmenn þeirra ekki að haga sér.„Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur“Á vef Telegraph er vitnað í viðtal AFP við einn af rússnesku bullunum, Vladimir að nafni. Hann segir að Rússarnir hafi farið til Marseille til að sýna Englendingum að þeir væru stelpur. „Englendingar segja alltaf að þeir séu aðalbullurnar. Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur.“ Hann segir að rússnesku bullunum sé alveg sama þó að Rússlandi verði hent úr keppninni. Margir þeirra hafi engan áhuga á fótbolta heldur vilji þeir bara slást og sýna þannig styrk sinn. Ekki markmið að drepa eða meiða neinnAð sögn Vladimir eru ensku bullurnar aðallega gamlir karlar sem drekka mikið af bjór. Rússarnir séu hins vegar yngri. „Þeir eru á milli tvítugs og þrítugs og æfa margir hverjir box eða ýmsar bardagalistir. Markmið okkar er að koma og sýna að Englendingarnir eru ekki bullur. Þeir kunna ekkert að slást,“ segir Vladimir og bætir við að Englendingar noti stóla og flöskur til að slást með en Rússarnir láti hnefana tala. „Það að nota vopn getur valdið miklum óþarfa meiðslum. Við lítum á þetta sem íþrótt og viljum ekki drepa eða meiða neinn. Við viljum sýna styrk okkar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Samkvæmt saksóknurum í Frakklandi voru 150 rússneskar fótboltabullur á bak við óeirðirnar í Marseille um helgina þegar Rússland mætti Englandi á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. Að sögn Brice Robin, sem er saksóknari í Marseille, voru bullurnar vel þjálfaðar í því að beita miklu ofbeldi. „Þetta fólk var vel undirbúið fyrir það að beita miklu ofbeldi. Þetta voru rosalega vel þjálfaðir einstaklingar,“ er haft eftir Robin á vef BBC. Stuðningsmenn Rússa réðust meðal annars á ensku stuðningsmennina á leikvanginum í Marseille eftir að flautað var til leiksloka.Alls tuttugu manns verið handteknir Þá hafa sex Bretar, þrír Frakkar og einn Austurríkismaður verið ákærðir vegna óeirðanna auk þess sem tveir Rússar eru í haldi lögreglu fyrir að ráðast inn á leikvanginn í Marseille. Þá hefur tveimur Rússum verið vísað úr landi vegna þáttöku í óeirðunum. Alls hafa tuttugu manns verið handteknir. Að minnsta kosti 35 manns særðust í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Flestir þeirra eru Englendingar samkvæmt saksóknaranum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á óeirðunum. Þá hefur bæði Rússlandi og Englandi verið hótað því að þeim verði vísað úr keppninni fari stuðningsmenn þeirra ekki að haga sér.„Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur“Á vef Telegraph er vitnað í viðtal AFP við einn af rússnesku bullunum, Vladimir að nafni. Hann segir að Rússarnir hafi farið til Marseille til að sýna Englendingum að þeir væru stelpur. „Englendingar segja alltaf að þeir séu aðalbullurnar. Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur.“ Hann segir að rússnesku bullunum sé alveg sama þó að Rússlandi verði hent úr keppninni. Margir þeirra hafi engan áhuga á fótbolta heldur vilji þeir bara slást og sýna þannig styrk sinn. Ekki markmið að drepa eða meiða neinnAð sögn Vladimir eru ensku bullurnar aðallega gamlir karlar sem drekka mikið af bjór. Rússarnir séu hins vegar yngri. „Þeir eru á milli tvítugs og þrítugs og æfa margir hverjir box eða ýmsar bardagalistir. Markmið okkar er að koma og sýna að Englendingarnir eru ekki bullur. Þeir kunna ekkert að slást,“ segir Vladimir og bætir við að Englendingar noti stóla og flöskur til að slást með en Rússarnir láti hnefana tala. „Það að nota vopn getur valdið miklum óþarfa meiðslum. Við lítum á þetta sem íþrótt og viljum ekki drepa eða meiða neinn. Við viljum sýna styrk okkar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03