Óslökkvandi þörf 13. júní 2016 11:15 María er í fríi á Íslandi um þessar mundir. Hún ætlar að nota tækifærið og halda tónleika á Café Rosenberg í júní. ANTON BRINK María Magnúsdóttir tónlistarkona hefur búið í London frá síðastliðnu hausti þegar hún byrjaði í tónlistarmastersnámi í Goldsmiths University. Námið er til eins árs og útskrifast hún því í haust. María segist í léttum dúr vera alveg að verða sprenglærð í tónlist en hún lærði klassískan söng og að spila á píanó sem barn. Hún lauk prófi í rytmískum söng og frá kennaradeild Tónlistarskóla FÍH vorið 2008. „Eftir það tók ég smá pásu frá námi, samt ekki langa, og starfaði sem söngkona og kórstýra og alls konar og gaf út fyrstu poppplötuna mína árið 2009 sem heitir Not your housewife. Eftir það lá leið mín út til Hollands í djassnám sem ég lauk vorið 2015 með láði,“ lýsir María og bætir við að námið sem hún sé í núna sé algjör draumur. „Alveg síðan ég byrjaði að semja lög hefur ástríða mín legið mestmegnis í sköpun tónlistar, jafnvel meira en að vera flytjandi sjálf, svo það að komast með puttana í hljóðvinnslu var eðlilegt framhald fyrir mig. Námið snýst um tónsmíðar, hljóðvinnslu popptónlistar sem og tónsmíðar fyrir miðla. En auðvitað elska ég að syngja líka.“MIMRA verður til MIMRA er listamannsnafn söngkonunnar og tónskáldsins Maríu. Hún segir að tónlist MIMRU mætti kalla „electro-acoustic folk pop“ en á þriðjudaginn 28. júní gefst íslenskum tónlistarunnendum kostur að sjá MIMRU á sviði þegar hún verður með sólótónleika á Café Rosenberg. „Tónleikarnir á þriðjudag verða nokkurs konar veisla fyrir bæði augu og eyru. Ég ætla í fyrsta skipti á Íslandi að flytja sólóprógrammið mitt sem ég hef verið að spila í London. Efni sem ég hef verið að semja og vinna síðustu ár og með mér verður vídeólistamaðurinn Owen Hindley. Við ætlum að leggja undir okkur Café Rosenberg með elektrópoppi í bland við píanóballöður ásamt litríkum sjóntöfrum og hlökkum mikið til,“ segir María sem finnst einmitt það skemmtilegasta við tónlistina að standa á sviði og flytja tónlist fyrir fólk sem nýtur þess að hlusta. Tónsköpun Maríu er í stöðugri þróun og segist hún vera sífellt leitandi. „MIMRA varð til í Hollandi 2014 þegar mér fannst ég hafa fundið rétta nálgun. Þar var ég að útsetja tónlistina mína fyrir sextán manna stórhljómsveit og flutti tónleikaseríu á lifandi upptöku. En eins mikið og ég elskaði það „sánd“ þá er erfitt að halda ein utan um og skipuleggja tíma svona margra fyrir gigg sem gefa lítið sem ekkert. Þegar ég flutti til London vissi ég að ég yrði að geta flutt tónlistina mína ein ef ég ætlaði að spila oft og reglulega. Þá tók elektrónálgunin og sóló-MIMRA við. Þörfin fyrir að flytja eigin tónlist er óslökkvandi. Það er bara þannig,“ segir María og brosir.Forskot að vera íslensk María segir að ekki sé komin mikil reynsla á það hvort tækifærin leynist við hvert fótmál í London en hún finnur fyrir því að hlutirnir séu byrjaðir að vinda upp á sig. Fólk er farið að hafa samband til að fá hana til að spila meira eftir að hún byrjaði að spila efnið sitt í apríl. „Það að vera Íslendingur í músík gefur alltaf gott „first impression“ og fólk verður forvitið því það hefur heyrt svo mikið af góðri tónlist frá landinu okkar. Við Íslendingar erum ofvirk, ofurkreatíf og alltaf að, það er bara svoleiðis þegar maður getur ekki flatmagað í sól og hita alla daga,“ segir hún og hlær.Er lífið ekki tónlist? Það er óhætt að segja að María lifi og hrærist í tónlist því þegar hún er spurð hvað hún geri í lífinu fyrir utan tónlistina er svarið „ekkert“. Í gríni. „Ég elska og finnst það forréttindi að eiga góð samtöl og geta ræktað samböndin við alþjóðlega vini, og við vini og fjölskyldu þegar ég er heima á Íslandi. Annars snýst yfirleitt flest um tónlist, tónlist í eyrunum í ræktinni, maður fer út að dansa við tónlist, maður fer á tónleika – er ekki lífið bara tónlist? Ég vil að mín tónlist nái eyrum sem flestra og ég vil geta lifað af því sem ég elska, hvort sem það er að flytja, útsetja eða semja tónlist.“ Lög af væntanlegri fyrstu breiðskífu MIMRU munu koma út á næstu misserum og tónlist hennar má finna á mimramusic.com. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
María Magnúsdóttir tónlistarkona hefur búið í London frá síðastliðnu hausti þegar hún byrjaði í tónlistarmastersnámi í Goldsmiths University. Námið er til eins árs og útskrifast hún því í haust. María segist í léttum dúr vera alveg að verða sprenglærð í tónlist en hún lærði klassískan söng og að spila á píanó sem barn. Hún lauk prófi í rytmískum söng og frá kennaradeild Tónlistarskóla FÍH vorið 2008. „Eftir það tók ég smá pásu frá námi, samt ekki langa, og starfaði sem söngkona og kórstýra og alls konar og gaf út fyrstu poppplötuna mína árið 2009 sem heitir Not your housewife. Eftir það lá leið mín út til Hollands í djassnám sem ég lauk vorið 2015 með láði,“ lýsir María og bætir við að námið sem hún sé í núna sé algjör draumur. „Alveg síðan ég byrjaði að semja lög hefur ástríða mín legið mestmegnis í sköpun tónlistar, jafnvel meira en að vera flytjandi sjálf, svo það að komast með puttana í hljóðvinnslu var eðlilegt framhald fyrir mig. Námið snýst um tónsmíðar, hljóðvinnslu popptónlistar sem og tónsmíðar fyrir miðla. En auðvitað elska ég að syngja líka.“MIMRA verður til MIMRA er listamannsnafn söngkonunnar og tónskáldsins Maríu. Hún segir að tónlist MIMRU mætti kalla „electro-acoustic folk pop“ en á þriðjudaginn 28. júní gefst íslenskum tónlistarunnendum kostur að sjá MIMRU á sviði þegar hún verður með sólótónleika á Café Rosenberg. „Tónleikarnir á þriðjudag verða nokkurs konar veisla fyrir bæði augu og eyru. Ég ætla í fyrsta skipti á Íslandi að flytja sólóprógrammið mitt sem ég hef verið að spila í London. Efni sem ég hef verið að semja og vinna síðustu ár og með mér verður vídeólistamaðurinn Owen Hindley. Við ætlum að leggja undir okkur Café Rosenberg með elektrópoppi í bland við píanóballöður ásamt litríkum sjóntöfrum og hlökkum mikið til,“ segir María sem finnst einmitt það skemmtilegasta við tónlistina að standa á sviði og flytja tónlist fyrir fólk sem nýtur þess að hlusta. Tónsköpun Maríu er í stöðugri þróun og segist hún vera sífellt leitandi. „MIMRA varð til í Hollandi 2014 þegar mér fannst ég hafa fundið rétta nálgun. Þar var ég að útsetja tónlistina mína fyrir sextán manna stórhljómsveit og flutti tónleikaseríu á lifandi upptöku. En eins mikið og ég elskaði það „sánd“ þá er erfitt að halda ein utan um og skipuleggja tíma svona margra fyrir gigg sem gefa lítið sem ekkert. Þegar ég flutti til London vissi ég að ég yrði að geta flutt tónlistina mína ein ef ég ætlaði að spila oft og reglulega. Þá tók elektrónálgunin og sóló-MIMRA við. Þörfin fyrir að flytja eigin tónlist er óslökkvandi. Það er bara þannig,“ segir María og brosir.Forskot að vera íslensk María segir að ekki sé komin mikil reynsla á það hvort tækifærin leynist við hvert fótmál í London en hún finnur fyrir því að hlutirnir séu byrjaðir að vinda upp á sig. Fólk er farið að hafa samband til að fá hana til að spila meira eftir að hún byrjaði að spila efnið sitt í apríl. „Það að vera Íslendingur í músík gefur alltaf gott „first impression“ og fólk verður forvitið því það hefur heyrt svo mikið af góðri tónlist frá landinu okkar. Við Íslendingar erum ofvirk, ofurkreatíf og alltaf að, það er bara svoleiðis þegar maður getur ekki flatmagað í sól og hita alla daga,“ segir hún og hlær.Er lífið ekki tónlist? Það er óhætt að segja að María lifi og hrærist í tónlist því þegar hún er spurð hvað hún geri í lífinu fyrir utan tónlistina er svarið „ekkert“. Í gríni. „Ég elska og finnst það forréttindi að eiga góð samtöl og geta ræktað samböndin við alþjóðlega vini, og við vini og fjölskyldu þegar ég er heima á Íslandi. Annars snýst yfirleitt flest um tónlist, tónlist í eyrunum í ræktinni, maður fer út að dansa við tónlist, maður fer á tónleika – er ekki lífið bara tónlist? Ég vil að mín tónlist nái eyrum sem flestra og ég vil geta lifað af því sem ég elska, hvort sem það er að flytja, útsetja eða semja tónlist.“ Lög af væntanlegri fyrstu breiðskífu MIMRU munu koma út á næstu misserum og tónlist hennar má finna á mimramusic.com.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira