Fölsun á íslenskri ull og framleiðslu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2016 07:00 Guðjón Kristinsson framkvæmdastjóri Ístex með íslenska ull sem er orðin verðmæt útflutningsvara enn á ný. Fréttablaðið/Anton Brink „Við höfum orðið vör við fölsun og vörusvik. Þeir eru fáir sem merkja vöru sína sem 100% íslenska ull,“ segir Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, um framleiðslu og sölu á varningi úr ull á íslenskum markaði. „Þá þekkist einnig að fluttar eru inn vörur frá Kína og seldar með íslensku yfirbragði.“ Guðjón segir að auki að þegar ullarfatnaður og vörur séu framleiddar erlendis úr íslenskri ull fari mismikið af íslenska hráefninu í flíkina. „Saman við íslensku ullina blandast iðnaðarband sem fer í vélprjón. Þannig eru flíkurnar stundum aðeins 60 prósent úr íslenskri ull,“ segir Guðjón og segir auðvelt fyrir vana að sjá hversu mikið af íslensku ullinni sé í raun notað í flíkur með því einfaldlega að strjúka yfir þær. „En svo er hægt að taka sýni úr flíkunum til þess að ganga úr skugga um hráefnið.“Ístex, sem safnar nærri allri ull frá íslenskum bændum, annar vart eftirspurn. Starfsfólk vinnur nú á kvöldvöktum. Fréttablaðið/Anton BrinkKeyra á kvöldvöktum Útflutningur íslenskrar ullar til framleiðslu í Kína, Bangladess, Litháen og víðar um heim hefur aukist síðustu tvö ár. Svo mikil eftirspurn er eftir íslenskum lopa að Ístex hefur þurft að fjölga starfsfólki og keyrir nú á kvöldvöktum. Ístex gerir árlega samning við Bændasamtökin um að safna saman og kaupa ull af bændum um allt land. Þetta er nærri öll ull sem til fellur af íslensku sauðfé. Guðjón reiknar með að Ístex kaupi um eitt þúsund tonn af óhreinsaðri ull á ári. Tonnin verða um 750 eftir þvott og innan við helmingur er af nægilega miklum gæðum til að nýta í ullarflíkur. „Vöxturinn er alls staðar í iðnaðinum. Bæði hjá þeim sem framleiða handprjónapeysur á Íslandi og hjá fyrirtækjum sem kaupa lopa og senda til dæmis til Kína. Lakari ullin er seld á markaði til dæmis í Bretlandi þar sem hún fer í framleiðslu á gólfteppum til notkunar í flugvélar og hótel og fleira.“ Guðjón segir bjart fram undan í iðnaðinum ef brugðist verður við vörusvikum og fölsunum. „Við eigum að byggja á þeirri hefð sem við eigum. Það er enginn annar í heiminum sem framleiðir óspunninn lopa. Nú er verkefnið fram undan að halda áfram að bæta við gæðin, vernda upprunann og vanda til verka.“Aðkeyptar sagðar íslenskar Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir tækifæri felast í auknum gæðum. „Við bændur eigum fyrst og fremst að grípa tækifærin og framleiða betri ull, auka verðmætin,“ segir hann. „Á markaði eru aðilar sem kaupa peysur erlendis sem eru seldar sem íslenskar peysur. Það þarf að taka á þessu og við höfum barist fyrir því að notað sé upprunamerki sem staðfestir að varan sér úr íslenskri ull og að vara framleidd erlendis sé merkt þannig,“ segir Þórarinn frá.Ábyrgð stjórnvalda rík Þuríður Einarsdóttir, hjá Handprjónasambandinu, segir ábyrgð stjórnvalda ríka þegar kemur að því að vernda íslenska ull og ullariðnað fyrir fölsunum og vörusvikum. „Það er á ábyrgð stjórnvalda að gera kröfu um vottorð og merkingar. Hér á landi er mikið af flíkum sem líta út eins og íslenskar ullarpeysur en eru aðkeyptar að utan. Við getum lítið gert. Það þarf að fylgja því eftir að þeir sem framleiða vörur í Kína þurfi að merkja þær þannig. Þá þarf að fylgja því eftir að vörur sem eru sannanlega úr íslenskri ull séu vottaðar sem slíkar. Það eru reglur um upprunavottorð um ýmsa vöru en það virðist ganga hægt þegar kemur að fatnaði,“ segir Þuríður og minnist ullarpeysunnar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, afhenti borgarstjóra Chicago í vor en hún var prjónuð í Kína. „Þegar viðhorf stjórnvalda er með þessum hætti, þá er nú ekki mikil von.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Við höfum orðið vör við fölsun og vörusvik. Þeir eru fáir sem merkja vöru sína sem 100% íslenska ull,“ segir Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, um framleiðslu og sölu á varningi úr ull á íslenskum markaði. „Þá þekkist einnig að fluttar eru inn vörur frá Kína og seldar með íslensku yfirbragði.“ Guðjón segir að auki að þegar ullarfatnaður og vörur séu framleiddar erlendis úr íslenskri ull fari mismikið af íslenska hráefninu í flíkina. „Saman við íslensku ullina blandast iðnaðarband sem fer í vélprjón. Þannig eru flíkurnar stundum aðeins 60 prósent úr íslenskri ull,“ segir Guðjón og segir auðvelt fyrir vana að sjá hversu mikið af íslensku ullinni sé í raun notað í flíkur með því einfaldlega að strjúka yfir þær. „En svo er hægt að taka sýni úr flíkunum til þess að ganga úr skugga um hráefnið.“Ístex, sem safnar nærri allri ull frá íslenskum bændum, annar vart eftirspurn. Starfsfólk vinnur nú á kvöldvöktum. Fréttablaðið/Anton BrinkKeyra á kvöldvöktum Útflutningur íslenskrar ullar til framleiðslu í Kína, Bangladess, Litháen og víðar um heim hefur aukist síðustu tvö ár. Svo mikil eftirspurn er eftir íslenskum lopa að Ístex hefur þurft að fjölga starfsfólki og keyrir nú á kvöldvöktum. Ístex gerir árlega samning við Bændasamtökin um að safna saman og kaupa ull af bændum um allt land. Þetta er nærri öll ull sem til fellur af íslensku sauðfé. Guðjón reiknar með að Ístex kaupi um eitt þúsund tonn af óhreinsaðri ull á ári. Tonnin verða um 750 eftir þvott og innan við helmingur er af nægilega miklum gæðum til að nýta í ullarflíkur. „Vöxturinn er alls staðar í iðnaðinum. Bæði hjá þeim sem framleiða handprjónapeysur á Íslandi og hjá fyrirtækjum sem kaupa lopa og senda til dæmis til Kína. Lakari ullin er seld á markaði til dæmis í Bretlandi þar sem hún fer í framleiðslu á gólfteppum til notkunar í flugvélar og hótel og fleira.“ Guðjón segir bjart fram undan í iðnaðinum ef brugðist verður við vörusvikum og fölsunum. „Við eigum að byggja á þeirri hefð sem við eigum. Það er enginn annar í heiminum sem framleiðir óspunninn lopa. Nú er verkefnið fram undan að halda áfram að bæta við gæðin, vernda upprunann og vanda til verka.“Aðkeyptar sagðar íslenskar Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir tækifæri felast í auknum gæðum. „Við bændur eigum fyrst og fremst að grípa tækifærin og framleiða betri ull, auka verðmætin,“ segir hann. „Á markaði eru aðilar sem kaupa peysur erlendis sem eru seldar sem íslenskar peysur. Það þarf að taka á þessu og við höfum barist fyrir því að notað sé upprunamerki sem staðfestir að varan sér úr íslenskri ull og að vara framleidd erlendis sé merkt þannig,“ segir Þórarinn frá.Ábyrgð stjórnvalda rík Þuríður Einarsdóttir, hjá Handprjónasambandinu, segir ábyrgð stjórnvalda ríka þegar kemur að því að vernda íslenska ull og ullariðnað fyrir fölsunum og vörusvikum. „Það er á ábyrgð stjórnvalda að gera kröfu um vottorð og merkingar. Hér á landi er mikið af flíkum sem líta út eins og íslenskar ullarpeysur en eru aðkeyptar að utan. Við getum lítið gert. Það þarf að fylgja því eftir að þeir sem framleiða vörur í Kína þurfi að merkja þær þannig. Þá þarf að fylgja því eftir að vörur sem eru sannanlega úr íslenskri ull séu vottaðar sem slíkar. Það eru reglur um upprunavottorð um ýmsa vöru en það virðist ganga hægt þegar kemur að fatnaði,“ segir Þuríður og minnist ullarpeysunnar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, afhenti borgarstjóra Chicago í vor en hún var prjónuð í Kína. „Þegar viðhorf stjórnvalda er með þessum hætti, þá er nú ekki mikil von.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira