Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2016 18:31 Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. Vísir/Getty „Þetta fjöldamorð er enn frekari áminning um það hversu auðvelt það er fyrir hvern sem er að nálgast skotvopn sem gerir þeim kleyft að skjóta fólk í skólum, kvikmyndahúsum, kirkjum eða skemmtistöðum,“ sagði Barack Obama er hann ávarpaði þjóð sína eftir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna í Orlando í nótt. Þetta var í fimmtánda sinn á sjö ára forsetatíð sinni sem Obama ávarpaði þjóð sína eftir skotárás. Kallaði hann eftir því að Bandaríkjaþing myndi grípa til aðgerða til þess að draga úr aðgengi almennings að öflugum skotvopnum. Hefur Obama, reynt án árangurs, að herða skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og gagnrýndi hann þingið fyrir aðgerðarleysi sitt í ávarpi sínu í dag. „Að gera ekkert í þessu er ákvörðun,“ sagði Obama sem hefur fyrirskipað að bandaríska fánanum verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið, sem og við allar opinberar byggingar í Bandaríkjunum, til minnningar um fórnarlömb árásanna. 50 eru látnir og minnst 53 eru særðir eftir að hinn 29 ára gamli Omar Mateen hóf skotárás. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma, og hafið þar skothríð. Obama sagði árásina hafa verið meira en árás á skemmtistað heldur árás á „stað þar sem fólk kom til þess að dansa, syngja og lifa lífinu sínu. Þetta var staður samkenndar þar sem fólk kom saman til þess að krefjast réttar síns.“ Lofaði Obama því að FBI, bandaríska alríkislögreglan myndi njóta allra krafta bandarísku alríkisstjórnarinnar til þess að rannsaka skotárásina."This was an act of terror and act of hate." —@POTUS on the tragic shooting in #Orlando https://t.co/i7fOS38GzH— The White House (@WhiteHouse) June 12, 2016 Tengdar fréttir Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 50 myrtir í skotárásinni í Orlando Búið er að bera kennsl á árásarmanninn. 12. júní 2016 14:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Þetta fjöldamorð er enn frekari áminning um það hversu auðvelt það er fyrir hvern sem er að nálgast skotvopn sem gerir þeim kleyft að skjóta fólk í skólum, kvikmyndahúsum, kirkjum eða skemmtistöðum,“ sagði Barack Obama er hann ávarpaði þjóð sína eftir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna í Orlando í nótt. Þetta var í fimmtánda sinn á sjö ára forsetatíð sinni sem Obama ávarpaði þjóð sína eftir skotárás. Kallaði hann eftir því að Bandaríkjaþing myndi grípa til aðgerða til þess að draga úr aðgengi almennings að öflugum skotvopnum. Hefur Obama, reynt án árangurs, að herða skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og gagnrýndi hann þingið fyrir aðgerðarleysi sitt í ávarpi sínu í dag. „Að gera ekkert í þessu er ákvörðun,“ sagði Obama sem hefur fyrirskipað að bandaríska fánanum verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið, sem og við allar opinberar byggingar í Bandaríkjunum, til minnningar um fórnarlömb árásanna. 50 eru látnir og minnst 53 eru særðir eftir að hinn 29 ára gamli Omar Mateen hóf skotárás. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma, og hafið þar skothríð. Obama sagði árásina hafa verið meira en árás á skemmtistað heldur árás á „stað þar sem fólk kom til þess að dansa, syngja og lifa lífinu sínu. Þetta var staður samkenndar þar sem fólk kom saman til þess að krefjast réttar síns.“ Lofaði Obama því að FBI, bandaríska alríkislögreglan myndi njóta allra krafta bandarísku alríkisstjórnarinnar til þess að rannsaka skotárásina."This was an act of terror and act of hate." —@POTUS on the tragic shooting in #Orlando https://t.co/i7fOS38GzH— The White House (@WhiteHouse) June 12, 2016
Tengdar fréttir Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 50 myrtir í skotárásinni í Orlando Búið er að bera kennsl á árásarmanninn. 12. júní 2016 14:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11