Erlent

Banna sölu áfengis í grennd við leikvanga EM

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Áfenginu rignir yfir lögreglumenn sem reyna að stöðva stuðningsmenn í Frakklandi.
Áfenginu rignir yfir lögreglumenn sem reyna að stöðva stuðningsmenn í Frakklandi. Vísir/Getty
Yfirvöld í Frakklandi hafa bannað alla sölu áfengis í grennd við þá leikvanga þar sem leikir á Evrópumótinu fara fram. Bannið kemur í kjölfar grófra slagsmála á milli stuðningsmanna Englands og Frakklands fyrir og eftir viðureign þjóðanna á EM í gær.

Vonast ríkisstjórn Frakklands til þess að bannið á sölu áfengis muni draga úr líkunum á því að átök, líkt og þau sem blossað hafa upp í Marseille, muni breiðast um Frakkland.

Talið er að allt að þrjátíu hafi slasast eftir blóðug slagsmál á milli stuðningsmannahópa Englands, Frakklands og Rússlands. Hefur UEFA gefið út að ekki verði hikað við að reka England og Rússland úr keppni hagi stuðningsmenn þessara liða sér ekki sómasamlega.

Áfengissölubannið tekur til sölu á áfengi í og við þá tíu leikvanga sem hýsa munu leiki á EM. Bannað verður að selja áfengi á opnum svæðum í kringum vellina, svo og á veitingastöðum og börum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×