Erlent

Söngkona skotin til bana á tónleikum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GEtty
Bandarísk söngkona, Christina Grimmie, var skotin til bana í Flórída ríki í gær. Grimmie hafði öðlast nokkra frægð eftir að hún lenti í þriðja sæti í hinum geysivinsælu þáttum The Voice árið 2014, en hún byrjaði feril sinn á Youtube.

Grimmie, sem var 22 ára gömul, hafði nýlokið við tónleika í borginni Orlando í gær þegar maður einn gekk upp að henni þar sem hún var að gefa eiginhandaráritanir og skaut hana. Hún lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Bróðir söngkonunnar reyndi að yfirbuga árásarmanninn en áður en tókst að afvopna hann náði hann að skjóta sjálfan sig til bana. Ekki er ljóst hvað manninum gekk til en bróðir söngkonunnar er sagður hafa komið í veg fyrir að hann næði að skjóta fleiri, en hann var vopnaður tveimur hálf-sjálfvirkum skammbyssum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×