Fótbolti

Sjáðu ótrúlegt mark Payet gegn Rúmeníu | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dimitri Payet fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Dimitri Payet fagnar sigurmarkinu í kvöld. vísir/getty
Frakkland vann Rúmeníu, 2-1, í opnunarleik EM 2016 í fótbolta en það var Dimitri Payet, leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni, sem skoraði sigurmarkið með mögnuðu skoti í samskeytin á 89. mínútu.

Frakkar komust yfir í leiknum en Rúmenar jöfnuðu úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Þegar allt virtist stefna í jafntefli í fyrsta leik mótsins skoraði Payet þetta ótrúlega mark.

Payet lagði einnig upp fyrsta markið í leiknum fyrir Oliver Giroud og önnur sjö færi fyrir félaga sína en hann var besti maður vallarins.

Payet sló í gegn með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skoraði meðal annars eftirminnilegt mark í bikarnum gegn Manchester United. Mark mótsins gæti verið komið nú þegar.

Mörkin þrjú í réttri röð má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Gestgjafarnir með söguna með sér í liði

Frakkar eru taldir líklegir til afreka á EM á heimavelli. Liðið er sterkt og svo er sagan þeim hagstæð. Frakkar eru með frábæra blöndu leikmanna í sínu liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×