Fríkirkjan hýsir Menningarsetur múslima yfir ramadan: „Þetta eru bræður okkar og systur“ Bjarki Ármannsson skrifar 10. júní 2016 16:31 Bænahald Menningarseturs múslima fór fram utandyra í síðustu viku þar sem félagsmenn komast ekki lengur inn í Ýmishúsið. Vísir/Stefán „Þetta er bara í anda þessa Jesú Krists sem gekk um forðum. Ekki kannski endilega trúarstofnana en það er í anda Jesú Krists.“ Þetta segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni, aðspurður hvernig það kom til að Fríkirkjan bauð Menningarsetri múslima afnot af safnaðarheimili sínu á meðan ramadan stendur yfir. Sem kunnugt er, var menningarsetrið borið út úr húsnæði sínu við Skógarhlíð í liðinni viku.RÚV greindi fyrst frá samkomulagi Fríkirkjunnar og menningarsetursins.Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni.Vísir/Stefán„Ég var bara, eins og aðrir, áhorfandi að þessum deilum innan íslamska samfélagsins og varð vitni að þessum átökum fyrir utan Ýmishúsið,“ segir Hjörtur. „En eftir stendur að það er hópur fólks hér sem, á sínum helgasta tíma, er húsnæðislaus og á götunni. Mér fannst það bara hluti af okkar kristilega náungakærleik að veita þeim húsaskjól og vettvang fyrir sitt helgihald.“Sjá einnig: Hnefar á lofti við Ýmishúsið Hjörtur bætir því við að honum þyki ánægjulegt að fá að bjóða upp á íslamskt bænahald í Fríkirkjunni. Kirkjan hafi áður hýst athafnir að hætti búddista, hindúa og gyðinga en aldrei múslima. „Þetta eru nú systurtrúarbrögð í raun, allar þessar þrjár stóru eingyðistrúarhefðir: Gyðingdómur, kristni og íslam,“ segir Hjörtur. „Þetta eru bræður okkar og systur, þó að áherslur okkar séu ólíkar. Og raunar eru þær gjörólíkar, því við í Fríkirkjunni höfum lagt áherslu á víðsýni, umburðarlyndi, frjálslyndi og mannréttindi. Þannig að við erum jafnvel tveir ólíkir pólar, við höfum varað við bókstafstrú. En þegar bræður okkar og systur eru illa sett og á hrakhólum viljum við vinna svona kærleiksverk.“Sjá einnig: Segir ummæli um samkynhneigð tekin úr samhengi Fríkirkjan hafði samband í gær til að bjóða menningarsetrinu afnot af safnaðarheimilinu um óráðinn tíma. Hjörtur segir sambúðina hafa gengið mjög vel í dag. Bænahald menningarsetursins hafi verið fagurt og friðsælt, þó að nokkuð fjölmennt hafi verið. Tengdar fréttir Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49 Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er bara í anda þessa Jesú Krists sem gekk um forðum. Ekki kannski endilega trúarstofnana en það er í anda Jesú Krists.“ Þetta segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni, aðspurður hvernig það kom til að Fríkirkjan bauð Menningarsetri múslima afnot af safnaðarheimili sínu á meðan ramadan stendur yfir. Sem kunnugt er, var menningarsetrið borið út úr húsnæði sínu við Skógarhlíð í liðinni viku.RÚV greindi fyrst frá samkomulagi Fríkirkjunnar og menningarsetursins.Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni.Vísir/Stefán„Ég var bara, eins og aðrir, áhorfandi að þessum deilum innan íslamska samfélagsins og varð vitni að þessum átökum fyrir utan Ýmishúsið,“ segir Hjörtur. „En eftir stendur að það er hópur fólks hér sem, á sínum helgasta tíma, er húsnæðislaus og á götunni. Mér fannst það bara hluti af okkar kristilega náungakærleik að veita þeim húsaskjól og vettvang fyrir sitt helgihald.“Sjá einnig: Hnefar á lofti við Ýmishúsið Hjörtur bætir því við að honum þyki ánægjulegt að fá að bjóða upp á íslamskt bænahald í Fríkirkjunni. Kirkjan hafi áður hýst athafnir að hætti búddista, hindúa og gyðinga en aldrei múslima. „Þetta eru nú systurtrúarbrögð í raun, allar þessar þrjár stóru eingyðistrúarhefðir: Gyðingdómur, kristni og íslam,“ segir Hjörtur. „Þetta eru bræður okkar og systur, þó að áherslur okkar séu ólíkar. Og raunar eru þær gjörólíkar, því við í Fríkirkjunni höfum lagt áherslu á víðsýni, umburðarlyndi, frjálslyndi og mannréttindi. Þannig að við erum jafnvel tveir ólíkir pólar, við höfum varað við bókstafstrú. En þegar bræður okkar og systur eru illa sett og á hrakhólum viljum við vinna svona kærleiksverk.“Sjá einnig: Segir ummæli um samkynhneigð tekin úr samhengi Fríkirkjan hafði samband í gær til að bjóða menningarsetrinu afnot af safnaðarheimilinu um óráðinn tíma. Hjörtur segir sambúðina hafa gengið mjög vel í dag. Bænahald menningarsetursins hafi verið fagurt og friðsælt, þó að nokkuð fjölmennt hafi verið.
Tengdar fréttir Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49 Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49
Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53
Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06