Englendingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og sóttu mun meira, en náðu ekki að skora. Þeir höfðu algjörar tögl og haldir á leiknum, en Wayne Rooney lék á miðjunni. Harry Kane byrjaði frammi á meðan Jamie Vardy gerði sér það til góðs að sitja á bekknum.
Liðsfélagi Kane skoraði fyrsta mark leiksins, en miðjumaðurinn Eric Dier skoraði á 73. mínútu. Dele Alli fiskaði þá aukaspyrnu og það ráku margir upp stór augu þegar Dier spyrnti boltanum, en hann söng í netinu. Myndband af markinu má sjá hér neðar í fréttinni.
Rússar reyndu því að setja meira púður í sóknarleikinn og það skilaði árangri í uppbótartíma þegar Denis Glushakov skoraði eftir undirbúning Vasli Bereztuski. Grátlegt fyrir Englendinga sem höfðu spilað fínasta leik.
Þrautarganga Englendinga heldur því áfram í fyrsta leik á Evrópumóti, því England hefur aldrei unnið fyrsta leik á EM. Sturluð tölfræði.
Liðin eru því með eitt stig hvort, en Wales er á toppi riðilsins með þrjú stig. Slóvakía er án stiga. England og Wales mætast á fimmtudaginn, en á miðvikudaginn mætast Rússland og Slóvakía.
1-1 Denis:Eric Dier! 1-0 fyrir #ENG gegn #RUS #EMÍSLAND pic.twitter.com/DKWQSAw3x6
— Síminn (@siminn) June 11, 2016
— Síminn (@siminn) June 11, 2016
1-1#ENG #RUS #EMÍSLAND pic.twitter.com/X8GWY9oo5v