Fótbolti

Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theodór Elmar Bjarnason í meðhöndlun á sjúkrabekknum.
Theodór Elmar Bjarnason í meðhöndlun á sjúkrabekknum. Vísir/E. Stefán
Það var rólegt yfir íslensa landsliðinu á opinni æfingu þess í Annecy í Frakklandi í morgun. Um 400 áhorfendur voru á æfingunni sem var einnig opin fyrir fjölmiðla.

Eftir æfinguna tóku strákarnir því rólega. Sumir fengu meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum en aðrir létu nægja að teygja. Þeir gáfu stuðningsmönnum svo bolta og gáfu sér einnig tíma til að gefa eiginhandaáritanir.

Sjá einnig: Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem voru teknar eftir æfinguna í dag.

Menn teygðu vel á því.
Lars Lägerback spáir í spilin.
Aron Einar Gunnarsson og Ari Freyr Skúlason fá sér að drekka á meðan Emil Hallfreðsson kælir hnéð.
Hlúð að Aroni Einari.
Sverrir Ingi Ingason og Haukur Heiðar Hauksson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×