Fótbolti

Rooney er ekki sami leikmaðurinn og hann var

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney á æfingu í Frakklandi.
Rooney á æfingu í Frakklandi. vísir/getty
Þjálfari rússneska landsliðsins, Leonid Slutsky, er að búa sig undir að mæta breyttum Wayne Rooney á EM.

Liðin mætast á EM á morgun en þau mættust síðast árið 2007 í Moskvu. Þá skoraði Rooney fyrir England en Rússland vann leikinn, 2-1.

„Rooney hefur breytt sínum leikstíl. Hann er ekki sami leikmaðurinn og hann var,“ sagði Slutsky.

„Þetta minnir mig á Vagner Love er hann kom til CSKA Moskva árið 2004. Þá var hann hreinræktaður framherji með mikinn hraða. Love er mikið breyttur í dag. Hann skipuleggur spilið og spilar boltanum vel. Það er ósanngjarnt að segja að Rooney sé lélegri en hann var en hann er annar leikmaður.“

Slutsky viðurkennir að hafa látið sig dreyma um að spila gegn Englandi á EM.

„Við töluðum um það fyrir dráttinn og þetta verður mjög skemmtilegt.“


Tengdar fréttir

Gengur Keegan-kenningin upp?

Goðsögnin Kevin Keegan segir að Ísland muni endurtaka leik Dana frá 1992 og Grikkja frá 2004 og vinna EM í Frakklandi. Tólf ár liðu á milli sigra Danmerkur og Grikklands og samkvæmt því munstri ættu næstu Evrópumeistarar að koma úr óvæntri átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×