Lífið

Fótboltabulla böstuð fyrir að reyna smygla 24 bjórum á völlinn

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Margur vill súpa ölið með fótboltaleiknum. Enda hefur það verið mál manna í áratugi að þessir tveir hlutir, bjór og fótbolti, fari sérstaklega vel saman. En í Tyrklandi eru svipaðar reglur og hér. Þar er ekki seldur bjór á vellinum og stranglega bannað að mæta með sinn eigin. Það þekkist því þar sem hér að einhverjir reyni að smygla nokkrum með sér.

En allt má nú ofgera og þessi hressi Tyrki var ekkert allt of hress eftir að hafa verið böstaður við hliðið með hvorki meira né minna en 24 stykki sem hann hafði falið inn á sér. Ekki mögulegt? Jú, með gífurlegum metnaði og útsjónasemi kannski. Hugmyndin var góð en verðirnir greinilega öllu vanir.

Sjáið myndbandið hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×