Strákarnir okkar æfa í dag í þriðja skiptið á æfingavellinum í Annecy í austurhluta Frakklands þar sem íslenska landsliðið dvelur á milli leikja á EM í Frakklandi.
Í dag verður opin æfing fyrir almenning og fjölmiðla og er búist við um 400 manns á æfinguna, samkvæmt upplýsingum heimamanna.
Fulltrúar Vísis eru komnir á svæðið og munu fylgja íslenska liðinu náið eftir og flytja fréttir af því í öllum okkar miðlum.
Meðfylgjandi eru myndir sem voru teknar af æfingasvæðinu í morgun.
Hér æfa strákarnir okkar í Annecy | Myndir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
