Pólitískur ófriður skapar óróa á markaði Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júní 2016 11:00 Eftir miklar sveiflur í kjölfar úrslita Brexit-kosninganna á fimmtudaginn, kom ró á ný yfir hlutabréfamarkaðinn í Bretlandi og gengi sterlingspundsins styrktist gagnvart Bandaríkjadal í gær. Sögulegar lækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í kjölfar kosninganna. Á föstudaginn þurrkaðist 2,1 trilljón dollara út af alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem er meira en í alþjóðlega efnahagshruninu árið 2008. Um eftirmiðdaginn í gær hafði FTSE 100 vísitalan, sem nær til stærstu hundrað fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum í London, hækkað í fyrsta sinn frá því á fimmtudaginn og hækkaði um samtals 2,6 prósent. Frá föstudeginum fram til lokunar markaða á mánudaginn hafði vísitalan lækkað um 5,6 prósent. Fjórða stærsta bankakerfi í heimi er í Bretlandi og fundu bankarnir strax fyrir áhrifum Brexit-kosninganna þegar gengi hlutabréfa í þeim lækkaði um allt að þrjátíu prósent á tveimur viðskiptadögum. Við lokun markaða á mánudag hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði lækkað um tíu prósent og í Citigroup um 13,5 prósent. Viðsnúningur varð hins vegar á hlutabréfamarkaði. Í gær hækkuðu bréf í HSBC um tæp tvö prósent, í Lloyds um 7,4 prósent. RBS hækkaði yfir daginn en við lokun markaða höfðu bréfin lækkað um 0,20 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði um eftirmiðdaginn í gær hækkað um tvö prósent. Gengi hlutabréfa í flugfélaginu easyJet lækkaði um tæplega 25 prósent á mánudag. Bréfin hækkuðu svo á hlutabréfamarkaði í gær um fimm prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nam um eftirmiðdaginn gær 1,33. Gengið var 1,32 á mánudag og hafði þá ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hafði lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur fylgt þróuninni erlendis, rétt eins og Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að yrði líklegt. Miklar lækkanir voru á markaðnum á föstudag og mánudag og lækkaði úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Gengi hlutabréfa fór þó hækkandi á ný í gær. Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 2,61 prósent og gengi bréfa í öllum fyrirtækjum nema HB Granda hækkaði. Lækkunin hjá HB Granda nam 0,34 prósentum. Erfitt er að spá í framhaldið. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með ráðamönnum í Brussel í gær. Ljóst er að gengi pundsins mun velta á því hvernig Bretland nær að semja sig út úr Evrópusambandinu. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, sagðist í samtali við Vísi í gær búast við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram. Brexit Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira
Eftir miklar sveiflur í kjölfar úrslita Brexit-kosninganna á fimmtudaginn, kom ró á ný yfir hlutabréfamarkaðinn í Bretlandi og gengi sterlingspundsins styrktist gagnvart Bandaríkjadal í gær. Sögulegar lækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í kjölfar kosninganna. Á föstudaginn þurrkaðist 2,1 trilljón dollara út af alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem er meira en í alþjóðlega efnahagshruninu árið 2008. Um eftirmiðdaginn í gær hafði FTSE 100 vísitalan, sem nær til stærstu hundrað fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum í London, hækkað í fyrsta sinn frá því á fimmtudaginn og hækkaði um samtals 2,6 prósent. Frá föstudeginum fram til lokunar markaða á mánudaginn hafði vísitalan lækkað um 5,6 prósent. Fjórða stærsta bankakerfi í heimi er í Bretlandi og fundu bankarnir strax fyrir áhrifum Brexit-kosninganna þegar gengi hlutabréfa í þeim lækkaði um allt að þrjátíu prósent á tveimur viðskiptadögum. Við lokun markaða á mánudag hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði lækkað um tíu prósent og í Citigroup um 13,5 prósent. Viðsnúningur varð hins vegar á hlutabréfamarkaði. Í gær hækkuðu bréf í HSBC um tæp tvö prósent, í Lloyds um 7,4 prósent. RBS hækkaði yfir daginn en við lokun markaða höfðu bréfin lækkað um 0,20 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði um eftirmiðdaginn í gær hækkað um tvö prósent. Gengi hlutabréfa í flugfélaginu easyJet lækkaði um tæplega 25 prósent á mánudag. Bréfin hækkuðu svo á hlutabréfamarkaði í gær um fimm prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nam um eftirmiðdaginn gær 1,33. Gengið var 1,32 á mánudag og hafði þá ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hafði lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur fylgt þróuninni erlendis, rétt eins og Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að yrði líklegt. Miklar lækkanir voru á markaðnum á föstudag og mánudag og lækkaði úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Gengi hlutabréfa fór þó hækkandi á ný í gær. Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 2,61 prósent og gengi bréfa í öllum fyrirtækjum nema HB Granda hækkaði. Lækkunin hjá HB Granda nam 0,34 prósentum. Erfitt er að spá í framhaldið. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með ráðamönnum í Brussel í gær. Ljóst er að gengi pundsins mun velta á því hvernig Bretland nær að semja sig út úr Evrópusambandinu. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, sagðist í samtali við Vísi í gær búast við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram.
Brexit Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira