Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2016 22:30 Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. Vísir/EPA Óttast er að fimmtíu hafi látist í sjálfsmorðsprengjuárásum á Ataturk-flugvellinum í Istanbul eftir að þrír árásarmenn gerðu samhæfða árás í brottfararhluta flugvallarins. Hátt í 200 hundruð eru slasaðir.Fréttastofa AP greinir frá, samkvæmt upplýsingum, frá háttsettum tyrkneskum embættismanni. Segir hann að nær öruggt sé að ISIS standi að baki árásinni. Fréttastofa The Guardian hefur það eftir sínum heimildarmönnum að 31 hafi látist í árásanum en óttast sé að tala látinna muni hækka. 147 eru slasaðir, þar af 5 lögreglumenn samkvæmt tyrkneska ríkisfjölmiðliðnum RRT.Þrjár sprengjur voru sprengdar rétt fyrir sjö að íslenskum tíma í kvöld. Á vef BBC segir að svo líti út sem að árásin hafi verið skipulögð og samhæfð en talið er að árásarmennirnir séu þrír og þeir hafi allir sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Eyðileggingin er talsverð.Vísir/AFPFréttastofa Sky greindi frá því skömmu eftir að fyrstu fregnir brutust út um árásina að tíu hafi látist og 40 slasast í sprengingunum. Samkvæmt frétt Reuters voru leigubílar kallaðir til þess að ferja slasaða á sjúkrahús.AP greinir frá því að dómsmálaráðherra Tyrklands hafi sagt að árásarmennirnir hafi hafið skothríð með AK-47 hríðskotabyssum áður en að þeir sprengdu sig í loft upp. Sjá einnig: Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“Allt flug til og frá Istanbúl hefur verið stöðvað en Ataturk-flugvöllur eru stærsti flugvöllur Tyrklands og einn af mest sóttu flugvöllum Evrópu en aðeins Heathrow-flugvöllurinn í London og Charles de Gaulle-flugvöllurinn í París voru meira umferðarmeiri á síðasta ári.Tyrkir hafa á undanförnum mánuðum þurft að glíma við hryðjuverkaárásir. Fjórir létust í sprengju árás á helstu verslunargötu Istanbul í mars auk þess sem að tvær bílsprengjur voru sprengdar í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Tyrkir hafa að undanförnu barist gegn ISIS í Sýrlandi og Tyrklandi en hryðjuverkasamtökun eru ábyrg fyrir hryðjuverkaárásum víðsvegar um heiminn, þar á meðal hryðjuverkaárásunum í Brussel í apríl þar sem einn vettvangur árásanna var flugvöllur, líkt og nú.Helstu upplýsingarUm 50 eru taldir látnir og minnst sextíu eru slasaðirDómsmálaráðherra Tyrklands segir að minnst einn þeirra hafi hafið skothríð áður en hann sprengdi sig í loft uppÞrír árásarmenn sprengdu sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Árásarmennirnir sprengdu sig í loft upp áður en að komið var að öryggisgæslu flugvallarinsHér að neðan má sjá myndband sem sagt er sýna það augnablik er ein sprengjan er sprengd. Varað er við myndbandinu.Footage shows the moment an armed man detonates himself at #Turkey's Ataturk airport. pic.twitter.com/CGi7MDmhbd— Rudaw English (@RudawEnglish) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af efri hæð flugvallarins þegar ein af sprengjunum var sprengd.This video appears to show the Ataturk explosion as it happened, from a second floor. (via @AmichaiStein1) pic.twitter.com/DY2PXLeSL6— reported.ly (@reportedly) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband þar sjá má hvar örvæntingarfullir gestir flugvallarsins koma sér í burtu skömmu eftir sprengingarnar þrjár.Atatürk Havalimanı'nda gerçekleşleşen saldırının ardından yaşananlar kameraya böyle yansıdıhttps://t.co/VDAui3wLQE pic.twitter.com/UBVAqPk7rQ— İleri Haber (@ilerihaber) June 28, 2016 Fjölmargir sjúkrabílar hafa verið kallaðir á vettvang en fregnir herma einnig að leigubílar hafi verið nýttir til þess að flytja slasaða á brott.It´s a hard night at the ER tonight in some of the hospitals of Istanbul, https://t.co/J57xRFvAVP#Ataturkairport #bombattack #medical— Jan Holmberg (@holmberg_j) June 28, 2016 Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Óttast er að fimmtíu hafi látist í sjálfsmorðsprengjuárásum á Ataturk-flugvellinum í Istanbul eftir að þrír árásarmenn gerðu samhæfða árás í brottfararhluta flugvallarins. Hátt í 200 hundruð eru slasaðir.Fréttastofa AP greinir frá, samkvæmt upplýsingum, frá háttsettum tyrkneskum embættismanni. Segir hann að nær öruggt sé að ISIS standi að baki árásinni. Fréttastofa The Guardian hefur það eftir sínum heimildarmönnum að 31 hafi látist í árásanum en óttast sé að tala látinna muni hækka. 147 eru slasaðir, þar af 5 lögreglumenn samkvæmt tyrkneska ríkisfjölmiðliðnum RRT.Þrjár sprengjur voru sprengdar rétt fyrir sjö að íslenskum tíma í kvöld. Á vef BBC segir að svo líti út sem að árásin hafi verið skipulögð og samhæfð en talið er að árásarmennirnir séu þrír og þeir hafi allir sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Eyðileggingin er talsverð.Vísir/AFPFréttastofa Sky greindi frá því skömmu eftir að fyrstu fregnir brutust út um árásina að tíu hafi látist og 40 slasast í sprengingunum. Samkvæmt frétt Reuters voru leigubílar kallaðir til þess að ferja slasaða á sjúkrahús.AP greinir frá því að dómsmálaráðherra Tyrklands hafi sagt að árásarmennirnir hafi hafið skothríð með AK-47 hríðskotabyssum áður en að þeir sprengdu sig í loft upp. Sjá einnig: Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“Allt flug til og frá Istanbúl hefur verið stöðvað en Ataturk-flugvöllur eru stærsti flugvöllur Tyrklands og einn af mest sóttu flugvöllum Evrópu en aðeins Heathrow-flugvöllurinn í London og Charles de Gaulle-flugvöllurinn í París voru meira umferðarmeiri á síðasta ári.Tyrkir hafa á undanförnum mánuðum þurft að glíma við hryðjuverkaárásir. Fjórir létust í sprengju árás á helstu verslunargötu Istanbul í mars auk þess sem að tvær bílsprengjur voru sprengdar í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Tyrkir hafa að undanförnu barist gegn ISIS í Sýrlandi og Tyrklandi en hryðjuverkasamtökun eru ábyrg fyrir hryðjuverkaárásum víðsvegar um heiminn, þar á meðal hryðjuverkaárásunum í Brussel í apríl þar sem einn vettvangur árásanna var flugvöllur, líkt og nú.Helstu upplýsingarUm 50 eru taldir látnir og minnst sextíu eru slasaðirDómsmálaráðherra Tyrklands segir að minnst einn þeirra hafi hafið skothríð áður en hann sprengdi sig í loft uppÞrír árásarmenn sprengdu sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Árásarmennirnir sprengdu sig í loft upp áður en að komið var að öryggisgæslu flugvallarinsHér að neðan má sjá myndband sem sagt er sýna það augnablik er ein sprengjan er sprengd. Varað er við myndbandinu.Footage shows the moment an armed man detonates himself at #Turkey's Ataturk airport. pic.twitter.com/CGi7MDmhbd— Rudaw English (@RudawEnglish) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af efri hæð flugvallarins þegar ein af sprengjunum var sprengd.This video appears to show the Ataturk explosion as it happened, from a second floor. (via @AmichaiStein1) pic.twitter.com/DY2PXLeSL6— reported.ly (@reportedly) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband þar sjá má hvar örvæntingarfullir gestir flugvallarsins koma sér í burtu skömmu eftir sprengingarnar þrjár.Atatürk Havalimanı'nda gerçekleşleşen saldırının ardından yaşananlar kameraya böyle yansıdıhttps://t.co/VDAui3wLQE pic.twitter.com/UBVAqPk7rQ— İleri Haber (@ilerihaber) June 28, 2016 Fjölmargir sjúkrabílar hafa verið kallaðir á vettvang en fregnir herma einnig að leigubílar hafi verið nýttir til þess að flytja slasaða á brott.It´s a hard night at the ER tonight in some of the hospitals of Istanbul, https://t.co/J57xRFvAVP#Ataturkairport #bombattack #medical— Jan Holmberg (@holmberg_j) June 28, 2016
Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35