Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. júní 2016 16:14 Steven Avery hefur verið á bak við lás og slá í tíu ár og margir trúa því að hann sé saklaus. Vísir Heimildamyndaþættirnir Making A Murderer slógu í gegn á Netflix en þar er farið vandlega yfir mál þar sem Steven Avery var dæmdur fyrir morðið á Teresu Halbach. Einnig var frændi Avery, unglingspilturinn Brendan Dassey, dæmdur fyrir að hafa aðstoðað Avery við morðið. Margir þeirra sem hafa séð myndina hafa sannfærst um sakleysi þeirra beggja og var hitinn í kringum myndina slíkur að 500 þúsund undirskriftum var skilað til Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann var hvattur til þess að afturkalla dómana yfir þeim frændum. Obama svaraði að hann hefði ekkert vald til þess að náða þá sem hafa verið dæmdir fyrir morð. Nú heldur nýr lögfræðingur Avery því fram að nýjar sannanir séu komnar upp í málinu sem gætu orðið til þess að réttað yrði aftur yfir honum. Sú heitir Kathleen Zellner og hefur nú þegar tekist að sýkna 17 menn sem áður hafa verið dæmdir fyrir glæpi af rangri sök.Mynd af lyklinum umtalaða sem lögfræðingur Avery hefur sent í frekari rannsókn.VísirEru leifar af hreinsiefni á lyklinum?Zellner heldur því fram að hún hafi undir höndunum ný sönnunargögn sem ættu að duga til þess að mál Avery verði enduropnað og réttað yrði yfir honum að nýju. Hún heldur því fram að leysingarefni hafi verið notað til þess að hreinsa bíllykil fórnarlambsins áður en DNA af Avery hafi verið komið fyrir á honum. Eins og þeir muna sem hafa séð heimildaþættina þá fannst bíllykill hennar skyndilega á svefnherbergisgólfi Avery eftir að lögreglan hafði leitað þar í tvo daga. Finnist leifar af leysiefninu á lyklinum segir Zellner að þá séu komnar næg vísindaleg rök til þess að fá málið opnað á ný. Einnig segist hún vera að rannsaka blóðið sem fannst í bíl fórnarlambsins með tilliti til aldurs sýnissins en í heimildarmyndinni er það gefið í skyn að blóðið hafi komið úr eldra blóðsýni sem var í vörslu lögreglunnar. Það gæti því vel farið svo að máli Steven Avery sé ekki lokið en hann hefur nú verið á bak við lás og slá í um tíu ár.Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr heimildarþáttaröðinni vinsælu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59 Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Fellur undir valdsvið yfirvalda Wisconsin-ríkis. 8. janúar 2016 12:07 Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Sjá meira
Heimildamyndaþættirnir Making A Murderer slógu í gegn á Netflix en þar er farið vandlega yfir mál þar sem Steven Avery var dæmdur fyrir morðið á Teresu Halbach. Einnig var frændi Avery, unglingspilturinn Brendan Dassey, dæmdur fyrir að hafa aðstoðað Avery við morðið. Margir þeirra sem hafa séð myndina hafa sannfærst um sakleysi þeirra beggja og var hitinn í kringum myndina slíkur að 500 þúsund undirskriftum var skilað til Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann var hvattur til þess að afturkalla dómana yfir þeim frændum. Obama svaraði að hann hefði ekkert vald til þess að náða þá sem hafa verið dæmdir fyrir morð. Nú heldur nýr lögfræðingur Avery því fram að nýjar sannanir séu komnar upp í málinu sem gætu orðið til þess að réttað yrði aftur yfir honum. Sú heitir Kathleen Zellner og hefur nú þegar tekist að sýkna 17 menn sem áður hafa verið dæmdir fyrir glæpi af rangri sök.Mynd af lyklinum umtalaða sem lögfræðingur Avery hefur sent í frekari rannsókn.VísirEru leifar af hreinsiefni á lyklinum?Zellner heldur því fram að hún hafi undir höndunum ný sönnunargögn sem ættu að duga til þess að mál Avery verði enduropnað og réttað yrði yfir honum að nýju. Hún heldur því fram að leysingarefni hafi verið notað til þess að hreinsa bíllykil fórnarlambsins áður en DNA af Avery hafi verið komið fyrir á honum. Eins og þeir muna sem hafa séð heimildaþættina þá fannst bíllykill hennar skyndilega á svefnherbergisgólfi Avery eftir að lögreglan hafði leitað þar í tvo daga. Finnist leifar af leysiefninu á lyklinum segir Zellner að þá séu komnar næg vísindaleg rök til þess að fá málið opnað á ný. Einnig segist hún vera að rannsaka blóðið sem fannst í bíl fórnarlambsins með tilliti til aldurs sýnissins en í heimildarmyndinni er það gefið í skyn að blóðið hafi komið úr eldra blóðsýni sem var í vörslu lögreglunnar. Það gæti því vel farið svo að máli Steven Avery sé ekki lokið en hann hefur nú verið á bak við lás og slá í um tíu ár.Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr heimildarþáttaröðinni vinsælu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59 Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Fellur undir valdsvið yfirvalda Wisconsin-ríkis. 8. janúar 2016 12:07 Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Sjá meira
Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59
Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Fellur undir valdsvið yfirvalda Wisconsin-ríkis. 8. janúar 2016 12:07
Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53
Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59