Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2016 14:37 Strákarnir taka fagnið með stuðningsmönnunum eftir leikinn í gær. vísir Víkingadrunur stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli á Evrópumótinu sem núna fer fram í Frakklandi. Margir hafa velt fyrir sér uppruna þessa söngs sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. „Þetta kemur þannig til að árið 2014 spilaði Stjarnan á móti Motherwell frá Skotlandi í Evrópukeppninni. Við vorum nokkrir úr Silfurskeiðinni sem fórum til Skotlands og þar sáum við þetta með berum augum og urðum alveg dolfallnir. Þeir voru með bestu trommur sem við höfðum séð og hluti stuðningsmannanna sungu þetta lag endalaust. Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Heiðar Sigurþórsson einn af forsprökkum Silfurskeiðarinnar. Drunurnar eru í raun klapp í takt við trommuslátt og eru intro að stuðningsmannalagi Stjörnunnar „Frá Stjörnunni ég aldrei vík, sú tilfinning er engu lík.“ Eftir ferðina til Skotlands tók einn meðlimur Silfurskeiðarinnar, Elías Karl Guðmundsson, sig til og gerði íslenskan texta við lagið sem stuðningsmenn Motherwell höfðu sungið og útkoman varð stuðningsmannalag Garðbæinga.Hér fyrir neðan má heyra lagið.„Tólfustrákarnir fengu þetta svo lánað sem er bara mjög skemmtilegt. Þeir tóku reyndar ekki lagið heldur bara introið, klappið,“ segir Andri og bætir við að það sé alþekkt að söngvar og fögn stuðningsmanna íþróttaliða ferðist um heiminn og á milli liða. Þannig hafi hann ekki hugmynd um það hvort þetta fagn sé upphaflega komið til Motherwell frá einhverjum öðrum stuðningsmönnum. Víkingadrunurnar hafa vakið mikla athygli, eins og reyndar flest það sem tengist á einhvern hátt íslenska landsliðinu enda er árangur þeirra á EM stórbrotinn. Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslit mótsins þar sem þeir munu mæta gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France, í París á sunnudag.Hér fyrir neðan má sjá mannfjöldann á Arnarhóli taka fagnið eftir leikinn í gær.Hér fyrir neðan má svo heyra söng áhangenda Motherwell.Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍsland https://t.co/dDYhDYAfyB— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54 Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Sjá meira
Víkingadrunur stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli á Evrópumótinu sem núna fer fram í Frakklandi. Margir hafa velt fyrir sér uppruna þessa söngs sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. „Þetta kemur þannig til að árið 2014 spilaði Stjarnan á móti Motherwell frá Skotlandi í Evrópukeppninni. Við vorum nokkrir úr Silfurskeiðinni sem fórum til Skotlands og þar sáum við þetta með berum augum og urðum alveg dolfallnir. Þeir voru með bestu trommur sem við höfðum séð og hluti stuðningsmannanna sungu þetta lag endalaust. Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Heiðar Sigurþórsson einn af forsprökkum Silfurskeiðarinnar. Drunurnar eru í raun klapp í takt við trommuslátt og eru intro að stuðningsmannalagi Stjörnunnar „Frá Stjörnunni ég aldrei vík, sú tilfinning er engu lík.“ Eftir ferðina til Skotlands tók einn meðlimur Silfurskeiðarinnar, Elías Karl Guðmundsson, sig til og gerði íslenskan texta við lagið sem stuðningsmenn Motherwell höfðu sungið og útkoman varð stuðningsmannalag Garðbæinga.Hér fyrir neðan má heyra lagið.„Tólfustrákarnir fengu þetta svo lánað sem er bara mjög skemmtilegt. Þeir tóku reyndar ekki lagið heldur bara introið, klappið,“ segir Andri og bætir við að það sé alþekkt að söngvar og fögn stuðningsmanna íþróttaliða ferðist um heiminn og á milli liða. Þannig hafi hann ekki hugmynd um það hvort þetta fagn sé upphaflega komið til Motherwell frá einhverjum öðrum stuðningsmönnum. Víkingadrunurnar hafa vakið mikla athygli, eins og reyndar flest það sem tengist á einhvern hátt íslenska landsliðinu enda er árangur þeirra á EM stórbrotinn. Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslit mótsins þar sem þeir munu mæta gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France, í París á sunnudag.Hér fyrir neðan má sjá mannfjöldann á Arnarhóli taka fagnið eftir leikinn í gær.Hér fyrir neðan má svo heyra söng áhangenda Motherwell.Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍsland https://t.co/dDYhDYAfyB— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54 Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Sjá meira
Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54
Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15