Innlent

Tap Englands kostaði Íslenskar getraunir formúu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tipparar höfðu meiri trú á Íslandi en Englandi og það borgaði sig.
Tipparar höfðu meiri trú á Íslandi en Englandi og það borgaði sig. vísir/epa
Íslenskar getraunir töldu næsta víst að England myndi standa uppi sem sigurvegari í leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í gær. Stuðlarnir á Ísland voru því talstvert háir og færðu íslenskir tipparar sér það í nyt.

Langflestir veðjuðu á íslenskan sigur og höfðu rétt fyrir sér. Leikurinn er sá kostnaðarsamasti í sögu fyrirtækisins en aldrei hefur eins há upphæð verið greidd út í verðlaunafé fyrir einstakan leik á Lengjunni. Útborgunarhlutfall reyndist vera 368 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×