Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 23:05 Kolbeinn fagnar markinu. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. „Þetta er nátturlega draumi líkast. Ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum til baka í þessum leik," sagði Kolbeinn við Vísi í leikslok. „Bara strax eftir að við skoruðum jöfnum við og að vera komnir yfir eftir tuttugu mínútur gegn Englendingum er stórkostlegt." „Við vorum bara betri aðilinn. Þeir áttu engin svör við varnarleiknum og við áttum sjálfir dauðafæri í þessum leik. Við hefðum getað bætt við í endann." Úr stúkunni virtist Englendingar vera búnir að gefast upp eftir rúmlega sextíu mínútur, en líkamstjáning þeirra var ekki góð. Var það upplifun strákana á vellinum líka? „Algjörlega. Þeir áttu engin svör, en í síðari hálfleik voru þeir bara búnir að tapa þessu. Það er fáránlegt að vera komnir í átta liða úrslitin og hvernig við erum að gera það er stórkostlegt." „Stuðningurinn sem við höfum fengið frá allri þjóðinni er frábær og það er nátturlega bara að gefa okkur heilmikið. Við erum að spila fyrir þjóðina með hjartanu og ég held að þjóðin sjái það." „Hún er með okkur í þessu og það er frábært að geta glatt fólkið heima með þessum sigrum. Nú er bara að fara til París og vinna Frakkana." Kolbeinn valdi heldur betur réttan tímapunkt til að skora fyrsta mark sitt í mótinu, en einnig var þetta fyrsta skot hans á markið í mótinu og það fór inn. „Heldur betur. Þetta var frábært fyrir mig að skora þarna, en ég hélt að hann myndi verja þetta. Hann var aðeins seinn niður og mómentið þegar hann var inni var ólýsanlegt." Íslenska liðið eyddi stundarfjórðung með íslenska liðinu eftir leikinn, en Kolbeinn segir að samstaðan milli stuðningsmanna og liðsins sé æðisleg. „Í stúkunni eru vinir og fjölskylda og að geta upplifað þetta með fólkinu er æðislegt. Þetta verður bara gaman á sunnudaginn. Við förum inn í leikinn á sunnuadginn til að vinna hann," sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. „Þetta er nátturlega draumi líkast. Ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum til baka í þessum leik," sagði Kolbeinn við Vísi í leikslok. „Bara strax eftir að við skoruðum jöfnum við og að vera komnir yfir eftir tuttugu mínútur gegn Englendingum er stórkostlegt." „Við vorum bara betri aðilinn. Þeir áttu engin svör við varnarleiknum og við áttum sjálfir dauðafæri í þessum leik. Við hefðum getað bætt við í endann." Úr stúkunni virtist Englendingar vera búnir að gefast upp eftir rúmlega sextíu mínútur, en líkamstjáning þeirra var ekki góð. Var það upplifun strákana á vellinum líka? „Algjörlega. Þeir áttu engin svör, en í síðari hálfleik voru þeir bara búnir að tapa þessu. Það er fáránlegt að vera komnir í átta liða úrslitin og hvernig við erum að gera það er stórkostlegt." „Stuðningurinn sem við höfum fengið frá allri þjóðinni er frábær og það er nátturlega bara að gefa okkur heilmikið. Við erum að spila fyrir þjóðina með hjartanu og ég held að þjóðin sjái það." „Hún er með okkur í þessu og það er frábært að geta glatt fólkið heima með þessum sigrum. Nú er bara að fara til París og vinna Frakkana." Kolbeinn valdi heldur betur réttan tímapunkt til að skora fyrsta mark sitt í mótinu, en einnig var þetta fyrsta skot hans á markið í mótinu og það fór inn. „Heldur betur. Þetta var frábært fyrir mig að skora þarna, en ég hélt að hann myndi verja þetta. Hann var aðeins seinn niður og mómentið þegar hann var inni var ólýsanlegt." Íslenska liðið eyddi stundarfjórðung með íslenska liðinu eftir leikinn, en Kolbeinn segir að samstaðan milli stuðningsmanna og liðsins sé æðisleg. „Í stúkunni eru vinir og fjölskylda og að geta upplifað þetta með fólkinu er æðislegt. Þetta verður bara gaman á sunnudaginn. Við förum inn í leikinn á sunnuadginn til að vinna hann," sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45