Heimir: Smá hroki í þeirra uppstillingu Anton Ingi Leifsson skrifar 27. júní 2016 21:55 Heimir og Siggi Dúlla fagna, vísir/getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands, segir að sigur Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM hafi gengishækkað íslenskan fótbolta. „Verði ykkur öllum að góðu. Þetta var fyrir ykkur. Það er ekkert hægt að segja um þetta nema við erum glaðir," sagði Heimir í samtali við Pétur Marteinsson hjá Símanum í leikslok. „Ég sagði fyrir leikinn að ef þú vilt það besta úr lífinu þá verðura að vera tilbúinn þegar tækifærið kemur og þetta tækifæri var risa stórt. Strákarnir voru tilbúnir og ég held að þetta verði einn besti dagur í lífi þeirra og okkar allra." „Þeir eru að gengishækka íslenskan fótbolta gífurlega með þessum sigri og það eiga allir eftir að finna fyrir því. Allir íslenskir leikmenn, öll íslensk félög og allt íþrótta- og fótboltalíf á Íslandi. Þeir eru búnir að gera okkur gríðarlegan greiða þessir strákar." Enska liðið tefldi djarft og margir sóknarmenn voru í uppstillingunni þeirra. Heimir segir að það hafi verið smá hroki í þeirra uppstillingu. „Það var kannski smá hroki í uppstillingunni þeirra. Þeir eru með fjóra til fimm framherja og fáa varnarmenn í byrjunarliðinu og við vissum það ef við yrðum slakir á boltanum þá gætum við refsað þeim." „Þeir héldu áfram að hlaða framherjum inn á völlinn og mér fannst við halda þeim þægilega frá markinu. Ég var ekki eins stressaður í þessum leik eins og á móti Austurríki." Ragnar Sigurðsson átti rosalegan leik í miðri vörn Íslands. Hann skoraði annað mark liðsins og stoppaði svo hverja sóknina á fætur annari. Heimir hrósaði Ragnari í hástert. „Ef að þessi frammistaða verðskuldar ekki að það séu stærstu lið í heimi að skoða þennan dreng þá veit ég ekki hvað. Hann og Kári eru búnir að vera frábærir í þessari keppni, en ég hef sjaldan séð jafn góða frammistöðu hjá miðverði og hef ég séð þá nokkra." Framundan er risaleikur gegn gestgjöfunum í Frakklandi á sunnudaginn í París og Heimir er spenntur fyrir því. „Nú bara kemur annar stór leikur og annað tækifæri. Við höfum tíma til að undirbúa okkur fyrir það tækifæri. Vonandi verðum við tilbúnir í það líka. „Fyrst við gátum þetta þá verða allar hindranir miklu minni í huganum hjá öllum þegar sjálfstraust er komið og vinnusemi og dugnaður sem er í þessum strákum sem er banvæn blanda," sagði Heimir við Pétur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Drullusama hverjir þeir eru Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 21:22 Íslenskt sigurpartý fyrir utan Stade de Nice í kvöld | Myndband Já, þetta gerðist bara í alvörunni. Við sigruðum England. 27. júní 2016 22:30 Ísland komst yfir og Twitter vissi ekki hvað sneri upp né niður Það hefur vart farið framhjá nokkrum Íslendingi að fyrri hálfleikur í fyrsta útsláttarleik strákanna okkar á EM í fótbolta gekk nokkuð vel. 27. júní 2016 19:40 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands, segir að sigur Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM hafi gengishækkað íslenskan fótbolta. „Verði ykkur öllum að góðu. Þetta var fyrir ykkur. Það er ekkert hægt að segja um þetta nema við erum glaðir," sagði Heimir í samtali við Pétur Marteinsson hjá Símanum í leikslok. „Ég sagði fyrir leikinn að ef þú vilt það besta úr lífinu þá verðura að vera tilbúinn þegar tækifærið kemur og þetta tækifæri var risa stórt. Strákarnir voru tilbúnir og ég held að þetta verði einn besti dagur í lífi þeirra og okkar allra." „Þeir eru að gengishækka íslenskan fótbolta gífurlega með þessum sigri og það eiga allir eftir að finna fyrir því. Allir íslenskir leikmenn, öll íslensk félög og allt íþrótta- og fótboltalíf á Íslandi. Þeir eru búnir að gera okkur gríðarlegan greiða þessir strákar." Enska liðið tefldi djarft og margir sóknarmenn voru í uppstillingunni þeirra. Heimir segir að það hafi verið smá hroki í þeirra uppstillingu. „Það var kannski smá hroki í uppstillingunni þeirra. Þeir eru með fjóra til fimm framherja og fáa varnarmenn í byrjunarliðinu og við vissum það ef við yrðum slakir á boltanum þá gætum við refsað þeim." „Þeir héldu áfram að hlaða framherjum inn á völlinn og mér fannst við halda þeim þægilega frá markinu. Ég var ekki eins stressaður í þessum leik eins og á móti Austurríki." Ragnar Sigurðsson átti rosalegan leik í miðri vörn Íslands. Hann skoraði annað mark liðsins og stoppaði svo hverja sóknina á fætur annari. Heimir hrósaði Ragnari í hástert. „Ef að þessi frammistaða verðskuldar ekki að það séu stærstu lið í heimi að skoða þennan dreng þá veit ég ekki hvað. Hann og Kári eru búnir að vera frábærir í þessari keppni, en ég hef sjaldan séð jafn góða frammistöðu hjá miðverði og hef ég séð þá nokkra." Framundan er risaleikur gegn gestgjöfunum í Frakklandi á sunnudaginn í París og Heimir er spenntur fyrir því. „Nú bara kemur annar stór leikur og annað tækifæri. Við höfum tíma til að undirbúa okkur fyrir það tækifæri. Vonandi verðum við tilbúnir í það líka. „Fyrst við gátum þetta þá verða allar hindranir miklu minni í huganum hjá öllum þegar sjálfstraust er komið og vinnusemi og dugnaður sem er í þessum strákum sem er banvæn blanda," sagði Heimir við Pétur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Drullusama hverjir þeir eru Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 21:22 Íslenskt sigurpartý fyrir utan Stade de Nice í kvöld | Myndband Já, þetta gerðist bara í alvörunni. Við sigruðum England. 27. júní 2016 22:30 Ísland komst yfir og Twitter vissi ekki hvað sneri upp né niður Það hefur vart farið framhjá nokkrum Íslendingi að fyrri hálfleikur í fyrsta útsláttarleik strákanna okkar á EM í fótbolta gekk nokkuð vel. 27. júní 2016 19:40 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Ragnar: Drullusama hverjir þeir eru Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. 27. júní 2016 21:22
Íslenskt sigurpartý fyrir utan Stade de Nice í kvöld | Myndband Já, þetta gerðist bara í alvörunni. Við sigruðum England. 27. júní 2016 22:30
Ísland komst yfir og Twitter vissi ekki hvað sneri upp né niður Það hefur vart farið framhjá nokkrum Íslendingi að fyrri hálfleikur í fyrsta útsláttarleik strákanna okkar á EM í fótbolta gekk nokkuð vel. 27. júní 2016 19:40
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45