Lífið

Ísland komst yfir og Twitter vissi ekki hvað sneri upp né niður

Bjarki Ármannsson skrifar
Það var ansi gaman þegar Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi í 2-1.
Það var ansi gaman þegar Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi í 2-1. Vísir/EPA
Það hefur vart farið framhjá nokkrum Íslendingi að fyrri hálfleikur í fyrsta útsláttarleik strákanna okkar á EM í fótbolta gekk nokkuð vel.

Eftir að Wayne Rooney kom Englendingum yfir úr vítaspyrnu mjög snemma leiks, svöruðu okkar menn strax fyrir sig með mörkum frá miðverðinum Ragnari Sigurðssyni og markavélinni Kolbeini Sigþórssyni.

Twitter-samfélagið vissi ekki sitt rjúkandi ráð þegar Kolli kom Íslandi yfir og má sjá nokkur vel valin tíst hér að neðan sem fanga þessa ótrúlegu EM-stemningu sem virðist engan endi ætla að taka.

Lesendur Vísis eru áfram hvattir til að tjá sig um leikinn með myllumerkinu #emIsland.

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.