Ólafur Ragnar: Stór dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu og sögu lýðveldisins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2016 17:55 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hvernig sem leikur Íslands og Englands fer í kvöld sé hann sigurganga fyrir íslenskan fótbolta. Ekki megi gera þær kröfur til íslenska liðsins að ef þeir sigra ekki í kvöld sé það örlagatap. „Bara það að þessi leikur skuli fram og íslenska þjóðin skuli sameinast með einn hug og eitt hjarta á þessari stundu er mér nægjanlegt. Ef það vinnst svo sigur þá er það auðvitað stórkostleg viðbót en ég held það sé mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að fyllast ekki þeim metnaði að ef við höldum ekki áfram að sigra þá hafi þetta allt verið unnið fyrir gýg,“ segir Ólafur Ragnar, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn fyrir kvöldinu.Stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu „Þetta er einn stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu en líka mjög stór dagur í sögu lýðveldisins því mér finnst þetta ekki bara vera fótboltahátíð og frábær leikur heldur líka ákveðinn vitnisburður um það að okkur hefur tekist sem þjóð að gera okkur gildandi á mjög afdrifaríkan hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort hann hyggist heiðra strákana að mótinu loknu, líkt og handboltastrákana, sem fengu riddarakrossinn eftir Ólympíuleikana í Peking, segist hann ekki geta tilkynnt það fyrir fram.Tvíbent að tilkynna orður fyrir fram „Nú er það þannig með orðurnar það þær eru aldrei tilkynntar fyrir fram. Það væri nú ekki gott að fara að fjalla um það fyrir leik. Má ég minna þig á það að þegar Frakkar urðu heimsmeistarar og forseti Frakklands sæmdi þá alla heiðursorðu þá flugu þeir allir beint til Íslands og spiluðu á Laugardalsvellinum, eins og frægt var, og náðu ekki að sigra okkur Íslendinga. Þannig að það getur verið tvíbent að tilkynna orður fyrir fram.“ Ólafur var jafnframt spurður hvort forsetaembættið geti heiðrað erlenda ríkisborgara, líkt og Lars Lagerback. Hann sagði það vissulega hægt, þrátt fyrir að það sé ekki mjög algengt. „Auðvitað er framlag Lars til íslenskra íþrótta orðið sögulegt. Ekki bara fyrir okkur sem þjóð heldur líka í evrópskum fótbolta.“Sjá einnig:Dorrit: „Ísland er stærsta land í heimi, ekki stórasta“Hugarfar Eiðs Smára veganesti fyrir alla þjóðina Þá sagðist hann ekki eiga sér uppáhalds leikmann, en tók fram að hann bæri mikla virðingu fyrir Eiði Smára Guðjohnsen. „Mér finnst þessi langi ferill Eiðs vera sterk skilaboð að maður sem er búinn að vera svona lengi stór stjarna í evrópskum og íslenskum fótbolta skuli vera þannig gerður að vera bara hér einn af strákunum og til að styðja allt liðið og er í raun og veru alveg sama um hvort hann er inni á vellinum eða situr á varamannabekknum. Það finnst mér hugarfar sem er gott veganesti, ekki bara fyrir liðið sjálft, heldur líka fyrir okkur sem þjóð.“Líkt og greint var frá í dag hittu núverandi forsetahjón, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, verðandi forsetahjón, þau Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í Nice í Frakklandi í dag, en þau ætla öll á leikinn í kvöld. Ólafur sagðist fyrst hafa hitt hann í flugvélinni á leið til Frakkalnds, en að Guðni hafi verið örþreyttur, og því fengið að sofa og hvíla sig fyrir daginn í dag. Þau hafi svo öll hist á á torginu í Nice í dag. Þá sagðist hann þekka Guðna og hans fræðistörf vel, og bindi miklar vonir við störf hans.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hvernig sem leikur Íslands og Englands fer í kvöld sé hann sigurganga fyrir íslenskan fótbolta. Ekki megi gera þær kröfur til íslenska liðsins að ef þeir sigra ekki í kvöld sé það örlagatap. „Bara það að þessi leikur skuli fram og íslenska þjóðin skuli sameinast með einn hug og eitt hjarta á þessari stundu er mér nægjanlegt. Ef það vinnst svo sigur þá er það auðvitað stórkostleg viðbót en ég held það sé mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að fyllast ekki þeim metnaði að ef við höldum ekki áfram að sigra þá hafi þetta allt verið unnið fyrir gýg,“ segir Ólafur Ragnar, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn fyrir kvöldinu.Stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu „Þetta er einn stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu en líka mjög stór dagur í sögu lýðveldisins því mér finnst þetta ekki bara vera fótboltahátíð og frábær leikur heldur líka ákveðinn vitnisburður um það að okkur hefur tekist sem þjóð að gera okkur gildandi á mjög afdrifaríkan hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort hann hyggist heiðra strákana að mótinu loknu, líkt og handboltastrákana, sem fengu riddarakrossinn eftir Ólympíuleikana í Peking, segist hann ekki geta tilkynnt það fyrir fram.Tvíbent að tilkynna orður fyrir fram „Nú er það þannig með orðurnar það þær eru aldrei tilkynntar fyrir fram. Það væri nú ekki gott að fara að fjalla um það fyrir leik. Má ég minna þig á það að þegar Frakkar urðu heimsmeistarar og forseti Frakklands sæmdi þá alla heiðursorðu þá flugu þeir allir beint til Íslands og spiluðu á Laugardalsvellinum, eins og frægt var, og náðu ekki að sigra okkur Íslendinga. Þannig að það getur verið tvíbent að tilkynna orður fyrir fram.“ Ólafur var jafnframt spurður hvort forsetaembættið geti heiðrað erlenda ríkisborgara, líkt og Lars Lagerback. Hann sagði það vissulega hægt, þrátt fyrir að það sé ekki mjög algengt. „Auðvitað er framlag Lars til íslenskra íþrótta orðið sögulegt. Ekki bara fyrir okkur sem þjóð heldur líka í evrópskum fótbolta.“Sjá einnig:Dorrit: „Ísland er stærsta land í heimi, ekki stórasta“Hugarfar Eiðs Smára veganesti fyrir alla þjóðina Þá sagðist hann ekki eiga sér uppáhalds leikmann, en tók fram að hann bæri mikla virðingu fyrir Eiði Smára Guðjohnsen. „Mér finnst þessi langi ferill Eiðs vera sterk skilaboð að maður sem er búinn að vera svona lengi stór stjarna í evrópskum og íslenskum fótbolta skuli vera þannig gerður að vera bara hér einn af strákunum og til að styðja allt liðið og er í raun og veru alveg sama um hvort hann er inni á vellinum eða situr á varamannabekknum. Það finnst mér hugarfar sem er gott veganesti, ekki bara fyrir liðið sjálft, heldur líka fyrir okkur sem þjóð.“Líkt og greint var frá í dag hittu núverandi forsetahjón, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, verðandi forsetahjón, þau Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í Nice í Frakklandi í dag, en þau ætla öll á leikinn í kvöld. Ólafur sagðist fyrst hafa hitt hann í flugvélinni á leið til Frakkalnds, en að Guðni hafi verið örþreyttur, og því fengið að sofa og hvíla sig fyrir daginn í dag. Þau hafi svo öll hist á á torginu í Nice í dag. Þá sagðist hann þekka Guðna og hans fræðistörf vel, og bindi miklar vonir við störf hans.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag. 27. júní 2016 14:31