Ég er expressionisti, vinn hratt og nota liti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2016 09:15 "Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar. Þá fá þær öðruvísi líf en í stúdíóinu,“ segir Sævar Karl sem hér er í vinnustofu sinni. Vísir/Anton Brink „Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar í öðru umhverfi en í stúdíóinu. Það verður öðru vísi líf í þeim. Nú fæ ég að vera í Norræna húsinu sem er að byrja með nýtt þema. Svakalega flott fólk sem stendur að því,“ segir Sævar Karl Ólason, sem hefur verið viðloðandi myndlist lengi og stýrði sýningarsal í tengslum við verslun sína í Bankastrætinu frá 1989 til 2007. En hvenær fór hann sjálfur að munda penslana? „Mér var boðið að vera nemandi í Listaháskóla Íslands inni í Laugarnesi í tvö ár. Það var gaman. En ég kláraði ekki, var með svo mikinn rekstur og hann fór niður á við. Svo var ég í Myndlistarskólanum í Reykjavík og það var gaman líka eftir að mér tókst að teikna klemmu almennilega. Frá því Sævar Karl lagði reksturinn á hilluna kveðst hann ekki hafa gert annað en að stúdera myndlist, mála og sýna. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem sýndi í Feneyjum í fyrravor þegar tvíæringurinn var þar. „Svo hef ég sýnt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, og Danmörku,“ segir hann. „Ég er samt ekki orðinn heimfrægur, ég er ekki að lýsa því.“ Undanfarin ár hefur Sævar Karl búið ýmist í München eða Reykjavík og verið með vinnustofur á báðum stöðum. En hvernig lýsir hann eigin list? „Ég er expressionisti og vinn hratt og nota liti, olíu, akrýl og blek. Að mála er vinna og æfing og ég reyni bara að gera sem mest. Myndirnar mínar eru mjög stórar og ég er maður litanna.“ Fín sýning verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, 29. júní klukkan 17. Þar verða nokkur málverk sem listamaðurinn sýndi á Feneyjatvíæringnum 2015, önnur eru máluð á þessu ári. Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ife Tolentino gítarleikari sjá um tónlistarflutning á opnuninni, Sævar Karl segir nokkur orð og Norræna húsið býður upp á veitingar. Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar í öðru umhverfi en í stúdíóinu. Það verður öðru vísi líf í þeim. Nú fæ ég að vera í Norræna húsinu sem er að byrja með nýtt þema. Svakalega flott fólk sem stendur að því,“ segir Sævar Karl Ólason, sem hefur verið viðloðandi myndlist lengi og stýrði sýningarsal í tengslum við verslun sína í Bankastrætinu frá 1989 til 2007. En hvenær fór hann sjálfur að munda penslana? „Mér var boðið að vera nemandi í Listaháskóla Íslands inni í Laugarnesi í tvö ár. Það var gaman. En ég kláraði ekki, var með svo mikinn rekstur og hann fór niður á við. Svo var ég í Myndlistarskólanum í Reykjavík og það var gaman líka eftir að mér tókst að teikna klemmu almennilega. Frá því Sævar Karl lagði reksturinn á hilluna kveðst hann ekki hafa gert annað en að stúdera myndlist, mála og sýna. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem sýndi í Feneyjum í fyrravor þegar tvíæringurinn var þar. „Svo hef ég sýnt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, og Danmörku,“ segir hann. „Ég er samt ekki orðinn heimfrægur, ég er ekki að lýsa því.“ Undanfarin ár hefur Sævar Karl búið ýmist í München eða Reykjavík og verið með vinnustofur á báðum stöðum. En hvernig lýsir hann eigin list? „Ég er expressionisti og vinn hratt og nota liti, olíu, akrýl og blek. Að mála er vinna og æfing og ég reyni bara að gera sem mest. Myndirnar mínar eru mjög stórar og ég er maður litanna.“ Fín sýning verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, 29. júní klukkan 17. Þar verða nokkur málverk sem listamaðurinn sýndi á Feneyjatvíæringnum 2015, önnur eru máluð á þessu ári. Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ife Tolentino gítarleikari sjá um tónlistarflutning á opnuninni, Sævar Karl segir nokkur orð og Norræna húsið býður upp á veitingar.
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira