Lífið

Bráðfyndið myndband: Pétur Marteins segir frægðina stíga Gumma Ben til höfuðs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það eru ekki aðeins leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu sem hafa öðlast frægð með frammistöðu sinni á EM heldur er Gummi Ben orðin að „lýsaranum frá Íslandi“ sem fór á kostum í marki Arnórs Ingva Traustasonar gegn Austurríki.

Gummi Ben hefur lýst leikjum Íslands fyrir Símann en hann er sem kunnugt er í láni frá 365 á meðan á Evrópumótinu stendur. Pétur Hafliði Marteinsson, sem er einnig í teymi Símans og fyrrverandi landsliðsmaður, segir athyglina á Gumma Ben ótrúlega. Síminn hreinlega stoppi ekki.

„Það hringja fjölmiðlar alls staðar að í heiminum,“ segir Pétur. Þekktir Norrænir blaðamenn séu farnir að biðja um mynd af sér með Gumma. „Hann er orðinn algjört celebrity.“

Sjáðu lýsingu Gumma Ben á marki Arnórs Ingva hér

Mitt hlutverk hérna í Frakklandi hefur stækkað og breikkað, ég er orðinn umboðsmaður Gumma. Það fer allt í gegnum mig og hann veitir engin viðtöl,“ segir Pétur. Hann grínast með að hann viti að undirritaður hafi viljað taka Gumma í viðtal en Pétur ekki leyft það.

Frægðin er að stíga Gumma til höfuðs að sögn Péturs.

„Hann til dæmis ber ekki töskur, þrífóta og camerur. Við Steini camerumaður gerum það,“ sagði Pétur og segja má að þá hafi Gummi Ben stolið senunni, eins og svo oft áður. 

Viðtalið við Pétur, og Gumma, má sjá í spilaranum að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.