Norski olíusjóðurinn kærir Volkswagen vegna dísilvélasvindlsins Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 15:48 Í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg. Stærsti einstaki sjóður í heimi, norski olíusjóðurinn á 1,02% í Volkswagen bílasamstæðunni. Þegar upp komst um dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust lækkuðu hlutabréf í Volkwagen umtalsvert og tapaði olíusjóðurinn mikið á þeirri lækkun. Nú hafa forsvarsmenn olíusjóðsins kært Volkswagen vegna svindlsins, rétt eins og margur annar hluthafinn í Volkswagen. Þó svo norski olíusjóðurinn eigi 1,02% í Volkswagen hefur hann ekki rétt á stjórnarsetu í Volkswagen og hefur gagnrýnt það fyrirkomulag að Porsche og Piech fjölskyldurnar, sem eiga 31,5% í Volkswagen, skuli ráða 50,7% atkvæða í stjórn fyrirtækisins. Höfðu forsvarsmenn sjóðsins skrifað Volkswagen bréf vegna áhyggja af þessu fyrirkomulagi og það löngu fyrir uppgötvun dísilvélasvindlsins. Svo virðist sem þær áhyggjur hafi verið réttmætar og ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir þennan stóra skandal hjá Volkswagen með annarri stjórnarskipan en hefur verið við líði þar síðustu ár. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent
Stærsti einstaki sjóður í heimi, norski olíusjóðurinn á 1,02% í Volkswagen bílasamstæðunni. Þegar upp komst um dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust lækkuðu hlutabréf í Volkwagen umtalsvert og tapaði olíusjóðurinn mikið á þeirri lækkun. Nú hafa forsvarsmenn olíusjóðsins kært Volkswagen vegna svindlsins, rétt eins og margur annar hluthafinn í Volkswagen. Þó svo norski olíusjóðurinn eigi 1,02% í Volkswagen hefur hann ekki rétt á stjórnarsetu í Volkswagen og hefur gagnrýnt það fyrirkomulag að Porsche og Piech fjölskyldurnar, sem eiga 31,5% í Volkswagen, skuli ráða 50,7% atkvæða í stjórn fyrirtækisins. Höfðu forsvarsmenn sjóðsins skrifað Volkswagen bréf vegna áhyggja af þessu fyrirkomulagi og það löngu fyrir uppgötvun dísilvélasvindlsins. Svo virðist sem þær áhyggjur hafi verið réttmætar og ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir þennan stóra skandal hjá Volkswagen með annarri stjórnarskipan en hefur verið við líði þar síðustu ár.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent