Baltasar um áhrif Brexit á íslenska kvikmyndagerð: „Okkur í hag að það sé mikið að gera í Bretlandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. júní 2016 14:21 Fjöldi kvikmyndaverkefna hafa ratað hingað til lands vegna uppgangs í Bretlandi sem er nú í óvissu vegna Brexit. Baltasar Kormákur segir kollega sína í Bretlandi miður sín vegna niðurstöðunnar. Vísir/AFP „Ég held að það sé ekkert okkur í hag að þeim gangi illa,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur um ákvörðun bresku þjóðarinnar um að segja sig úr Evrópusambandinu. Breska þjóðin kaus um veru í sambandinu síðastliðinn fimmtudag en þessi ákvörðun gæti haft slæm áhrif á breskan kvikmyndaiðnað sem Íslendingar hafa notið góðs af. Bandarísk kvikmyndaver hafa mikið horft til Bretlands þegar kemur að upptökum á stórmyndum og hafa nýjustu Star Wars-myndirnar, sú sjöunda í röðinni og Rogue One, verið teknar upp þar ásamt Prometheus og Marvel-myndum á borð við Captain America: Civil War, Captain America: Winter Soldierog Thor: The Dark World, svo dæmi séu tekin.Eitt af nokkrum atriðum úr Stjörnustríðsmyndinni Rogue One sem tekin tekin var að hluta upp á Íslandi.Vísir/Disney„Hjálpar að það gangi vel í Bretlandi“ „Það er líklegra að einhverjar tökur komi til Íslands ef verið er að vinna myndina í Bretlandi heldur en í Ameríku, það hjálpar að það gangi vel í Bretlandi að mínum dómi,“ segir Baltasar. Breska ríkið endurgreiðir 25 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem verður til við kvikmyndagerð þar í landi og hefur það verið eitt helsta aðdráttaraflið fyrir Hollywood. Greint er frá því í Hollywood Reporter að það sé ein af ástæðunum fyrir því að Disney ákvað að taka Star Wars-myndirnar þar og einnig Marvel-myndir. Hollywood Reporter segir að nú sé talað um hvort þessi endurgreiðsla geti átt sér stað eftir að Bretar völdu að yfirgefa Evrópusambandið. „Það veltur allt á samningum sem Bretland gerir við Evrópusambandið við útgöngu,“ segir í grein Hollywood Reporter.Kollegarnir miður sín Umfjöllun fjölmiðla ytra um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandið á kvikmyndagerð þar í landi er þó flest á þann veg að mikil óvissa sé í raun um það og tekur Baltasar undir það. „Ég hef heyrt í kollegum mínum úti sem eru alveg miður sín yfir þessu. Það er mikið sjokk fyrir aðila sem eru í „international-bransanum“ sem ég er að vinna með sem eru að framleiða þessar stóru myndir í Bretlandi. Það er okkur í hag að það sé mikið að gera í Bretlandi,“ segir Baltasar.Aðallega leiðinlegt fyrir ungt fólk Hann segist ekki vera áhyggjufullur um horfurnar en finnst þetta aðallega leiðinlegt gagnvart ungu fólki því þetta sé mikið afturhvarf til þess ástands sem ríkti í Bretlandi fyrir þrjátíu árum „Þegar maður þurfti að fá atvinnuleyfi í Bretlandi og þetta var allt lokað og Bretland var bara glatað á þeim tíma. Nú kemur maður til London og þetta er skemmtilegasta borg í heimi því hún er opin og það er mikið af fólki alls staðar frá þarna og þetta er suðupottur menningar,“ segir Baltasar en íbúar London kusu einmitt að vera áfram en ungt og menntað fólk valdi fremur að vera áfram í Evrópusambandinu í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu.Baltasar segir London vera skemmtilegustu borg í heimi en Brexit sé afturhvarf um 30 ár til þess tíma þegar Bretland var lokað og „glatað á þeim tíma“.Vísir/AFP„Ég trúi ekki að þeir hafi farið í gegnum þetta og ég trúi að það verði bakkað með þetta. Ég held að öll skynsemi segi fólki að þetta hafi verið mistök. Og mér heyrist á mönnum að þeir séu að átta sig á því að þetta hafi verið mistök,“ segir Baltasar en bætir við að kvikmyndabransinn sé eins og allur annar bransi, sama hver niðurstaðan er aðlagar hann sig að umhverfinu.Breskir kvikmyndagerðamenn hvöttu þjóðina til að vera áfram Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í síðustu viku hvöttu breskir kvikmyndagerðarmenn bresku þjóðina til að vera áfram í Evrópusambandinu, þar á meðal Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, sem framleiða James Bond-myndirnar, Iain Canning framleiðandi The King´s Speech, Matthew Vaugn, leikstjóri X-Men: First Class, Kingsman: The Secret Service, Stardust og Kick-Ass, og Elizabeth Karlsen framleiðandi Carol. Í maí síðastliðnum skrifuðu 250 aðilar undir ástarbréf til bresku þjóðarinnar, þeirra á meðal leikararnir Patrick Stewart, Benedict Cumberbatch, Chiwetel Ejiofor, Keira Knightley, Jude Law og leikstjórinn Steve McQueen, þar sem hún var hvatt til að kjósa áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þá hafði fyrrverandi þáttastjórnandi Top Gear, Jeremy Clarkson, þetta að segja um málið: „Það er stórfurðulegt að við James May (einn af þáttastjórnendum Top Gear) erum einungis sammála um þrennt: Hvernig er besta að smyrja samloku, gamli Subaru Legacy Outback er góður bíll og Bretlandi eigi að vera áfram í Evrópusambandinu.“Michael Caine og John Cleese ekki hrifnir af ESB Á hinum endanum eru leikararnir Michael Caine og John Clesse sem töluðu fyrir því að Bretland ætti að fara úr Evrópusambandinu. Caine sagði landið vera betur sett ef því er ekki stjórnað af þúsund andlitslausra embættismanna og sagði Cleese slíkt fyrirkomulag draga úr pólitískri ábyrgð. Brexit Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Greiningaraðilar mjög svartsýnir: Brexit mun valda kreppu Greiningaraðilar spá enn verri áhrifum af Brexit en fyrir kosningar. 27. júní 2016 13:28 Þjóðverjar útiloka óformlegar viðræður um Brexit Leiðtogar stærstu aðildarríkja ESB munu funda í Berlín síðar í dag. 27. júní 2016 12:21 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Ég held að það sé ekkert okkur í hag að þeim gangi illa,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur um ákvörðun bresku þjóðarinnar um að segja sig úr Evrópusambandinu. Breska þjóðin kaus um veru í sambandinu síðastliðinn fimmtudag en þessi ákvörðun gæti haft slæm áhrif á breskan kvikmyndaiðnað sem Íslendingar hafa notið góðs af. Bandarísk kvikmyndaver hafa mikið horft til Bretlands þegar kemur að upptökum á stórmyndum og hafa nýjustu Star Wars-myndirnar, sú sjöunda í röðinni og Rogue One, verið teknar upp þar ásamt Prometheus og Marvel-myndum á borð við Captain America: Civil War, Captain America: Winter Soldierog Thor: The Dark World, svo dæmi séu tekin.Eitt af nokkrum atriðum úr Stjörnustríðsmyndinni Rogue One sem tekin tekin var að hluta upp á Íslandi.Vísir/Disney„Hjálpar að það gangi vel í Bretlandi“ „Það er líklegra að einhverjar tökur komi til Íslands ef verið er að vinna myndina í Bretlandi heldur en í Ameríku, það hjálpar að það gangi vel í Bretlandi að mínum dómi,“ segir Baltasar. Breska ríkið endurgreiðir 25 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem verður til við kvikmyndagerð þar í landi og hefur það verið eitt helsta aðdráttaraflið fyrir Hollywood. Greint er frá því í Hollywood Reporter að það sé ein af ástæðunum fyrir því að Disney ákvað að taka Star Wars-myndirnar þar og einnig Marvel-myndir. Hollywood Reporter segir að nú sé talað um hvort þessi endurgreiðsla geti átt sér stað eftir að Bretar völdu að yfirgefa Evrópusambandið. „Það veltur allt á samningum sem Bretland gerir við Evrópusambandið við útgöngu,“ segir í grein Hollywood Reporter.Kollegarnir miður sín Umfjöllun fjölmiðla ytra um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandið á kvikmyndagerð þar í landi er þó flest á þann veg að mikil óvissa sé í raun um það og tekur Baltasar undir það. „Ég hef heyrt í kollegum mínum úti sem eru alveg miður sín yfir þessu. Það er mikið sjokk fyrir aðila sem eru í „international-bransanum“ sem ég er að vinna með sem eru að framleiða þessar stóru myndir í Bretlandi. Það er okkur í hag að það sé mikið að gera í Bretlandi,“ segir Baltasar.Aðallega leiðinlegt fyrir ungt fólk Hann segist ekki vera áhyggjufullur um horfurnar en finnst þetta aðallega leiðinlegt gagnvart ungu fólki því þetta sé mikið afturhvarf til þess ástands sem ríkti í Bretlandi fyrir þrjátíu árum „Þegar maður þurfti að fá atvinnuleyfi í Bretlandi og þetta var allt lokað og Bretland var bara glatað á þeim tíma. Nú kemur maður til London og þetta er skemmtilegasta borg í heimi því hún er opin og það er mikið af fólki alls staðar frá þarna og þetta er suðupottur menningar,“ segir Baltasar en íbúar London kusu einmitt að vera áfram en ungt og menntað fólk valdi fremur að vera áfram í Evrópusambandinu í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu.Baltasar segir London vera skemmtilegustu borg í heimi en Brexit sé afturhvarf um 30 ár til þess tíma þegar Bretland var lokað og „glatað á þeim tíma“.Vísir/AFP„Ég trúi ekki að þeir hafi farið í gegnum þetta og ég trúi að það verði bakkað með þetta. Ég held að öll skynsemi segi fólki að þetta hafi verið mistök. Og mér heyrist á mönnum að þeir séu að átta sig á því að þetta hafi verið mistök,“ segir Baltasar en bætir við að kvikmyndabransinn sé eins og allur annar bransi, sama hver niðurstaðan er aðlagar hann sig að umhverfinu.Breskir kvikmyndagerðamenn hvöttu þjóðina til að vera áfram Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í síðustu viku hvöttu breskir kvikmyndagerðarmenn bresku þjóðina til að vera áfram í Evrópusambandinu, þar á meðal Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, sem framleiða James Bond-myndirnar, Iain Canning framleiðandi The King´s Speech, Matthew Vaugn, leikstjóri X-Men: First Class, Kingsman: The Secret Service, Stardust og Kick-Ass, og Elizabeth Karlsen framleiðandi Carol. Í maí síðastliðnum skrifuðu 250 aðilar undir ástarbréf til bresku þjóðarinnar, þeirra á meðal leikararnir Patrick Stewart, Benedict Cumberbatch, Chiwetel Ejiofor, Keira Knightley, Jude Law og leikstjórinn Steve McQueen, þar sem hún var hvatt til að kjósa áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þá hafði fyrrverandi þáttastjórnandi Top Gear, Jeremy Clarkson, þetta að segja um málið: „Það er stórfurðulegt að við James May (einn af þáttastjórnendum Top Gear) erum einungis sammála um þrennt: Hvernig er besta að smyrja samloku, gamli Subaru Legacy Outback er góður bíll og Bretlandi eigi að vera áfram í Evrópusambandinu.“Michael Caine og John Cleese ekki hrifnir af ESB Á hinum endanum eru leikararnir Michael Caine og John Clesse sem töluðu fyrir því að Bretland ætti að fara úr Evrópusambandinu. Caine sagði landið vera betur sett ef því er ekki stjórnað af þúsund andlitslausra embættismanna og sagði Cleese slíkt fyrirkomulag draga úr pólitískri ábyrgð.
Brexit Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Greiningaraðilar mjög svartsýnir: Brexit mun valda kreppu Greiningaraðilar spá enn verri áhrifum af Brexit en fyrir kosningar. 27. júní 2016 13:28 Þjóðverjar útiloka óformlegar viðræður um Brexit Leiðtogar stærstu aðildarríkja ESB munu funda í Berlín síðar í dag. 27. júní 2016 12:21 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25
Greiningaraðilar mjög svartsýnir: Brexit mun valda kreppu Greiningaraðilar spá enn verri áhrifum af Brexit en fyrir kosningar. 27. júní 2016 13:28
Þjóðverjar útiloka óformlegar viðræður um Brexit Leiðtogar stærstu aðildarríkja ESB munu funda í Berlín síðar í dag. 27. júní 2016 12:21