Nýir tímar kalla á breytt hugarfar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. júní 2016 13:45 Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur vekur athygli. Mynd/Rán Flygenring Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi InnSæis. Að heimsfrumsýna InnSæi í yfir 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland er algerlega frábært. Oftast ná heimildarmyndir ekki einu sinni í bíó erlendis heldur fara meira á kvikmyndahátíðir og í sjónvarp. Efni myndarinnar heillar greinilega erlenda dreifingaraðila þó íslenska orðið InnSæi sé þeim framandi,“ segir Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi, spurð út í heimsfrumsýningu á heimildarmyndinni InnSæi, sem fram fer í Berlín 29. júní. Um er að ræða heimildarmynd þar sem fjallað er um að heimurinn er að breytast hraðar en nokkru sinni fyrr og nýir tímar kalla á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun. InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar. Á ferðalagi leikstjóranna, Kristínar og Hrundar, fylgjast þær með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt með hjálp taugalíffræði og núvitundar að takast á við aukið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Reynsla barnanna sýnir þeim að InnSæi er lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að einbeita okkur, dafna og takast á við nútímasamfélag.Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis.Á frumsýningunni verða panelumræður um viðfangsefni InnSæis og þeim stýrir Lisa Witter, sem er margverðlaunaður frumkvöðull og stofnandi Apolitical. Fyrir utan þær Hrund og Kristínu taka einnig þátt þau Alexandra Marguerite Clémentine Cousteau, náttúruverndarsinni og könnuður hjá National Geographic, og Tim Renner sem situr í menningarmálaráði Berlínarborgar, fyrrverandi forstjóri Sony í Evrópu og rithöfundur. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá þessa panelista með okkur, sem eru framúrskarandi sérfræðingar og frumkvöðlar á vettvangi alþjóðlegra stjórnmála, nýsköpunar, loftslagsbreytinga, lista og menningar. Undir frábærri handleiðslu Lisu Witter munum við kryfja erindi InnSæis við samtímann og líf okkar allra í samtali við áhorfendur,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis. Í myndinni koma fram heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim InnSæis. Á meðal viðmælenda eru listakonan Marina Abramovic, geðlæknirinn og höfundurinn Iain McGilchrist og dr. Daniel Shapiro, sérfræðingur í átakafræðum og samningatækni. „Þessi magnaði hópur fólks hugsaði sig ekki tvisvar um áður en þau samþykktu að vera með í myndinni, – svo brýnt þótti þeim erindi hennar. Þau koma úr mjög ólíkum áttum, bæði hvað varðar sérþekkingu og menningarheima, og þannig opna þau á víðsýnan og ögrandi hátt inn í heim InnSæis. Sem dæmi heyrum við hvað InnSæi tengist alþjóðlegum áskorunum, viðskiptum, dómgreind, ákvarðanatöku, ofbeldi, sköpunarkraftinum, náttúrunni og samkennd,“ segir Hrund um viðmælendurna í InnSæi. Innsaei - the Sea within - Trailer 2015 from Klikk Productions on Vimeo. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi InnSæis. Að heimsfrumsýna InnSæi í yfir 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland er algerlega frábært. Oftast ná heimildarmyndir ekki einu sinni í bíó erlendis heldur fara meira á kvikmyndahátíðir og í sjónvarp. Efni myndarinnar heillar greinilega erlenda dreifingaraðila þó íslenska orðið InnSæi sé þeim framandi,“ segir Kristín Ólafsdóttir, annar leikstjóra og framleiðandi, spurð út í heimsfrumsýningu á heimildarmyndinni InnSæi, sem fram fer í Berlín 29. júní. Um er að ræða heimildarmynd þar sem fjallað er um að heimurinn er að breytast hraðar en nokkru sinni fyrr og nýir tímar kalla á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun. InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar. Á ferðalagi leikstjóranna, Kristínar og Hrundar, fylgjast þær með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt með hjálp taugalíffræði og núvitundar að takast á við aukið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Reynsla barnanna sýnir þeim að InnSæi er lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að einbeita okkur, dafna og takast á við nútímasamfélag.Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis.Á frumsýningunni verða panelumræður um viðfangsefni InnSæis og þeim stýrir Lisa Witter, sem er margverðlaunaður frumkvöðull og stofnandi Apolitical. Fyrir utan þær Hrund og Kristínu taka einnig þátt þau Alexandra Marguerite Clémentine Cousteau, náttúruverndarsinni og könnuður hjá National Geographic, og Tim Renner sem situr í menningarmálaráði Berlínarborgar, fyrrverandi forstjóri Sony í Evrópu og rithöfundur. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá þessa panelista með okkur, sem eru framúrskarandi sérfræðingar og frumkvöðlar á vettvangi alþjóðlegra stjórnmála, nýsköpunar, loftslagsbreytinga, lista og menningar. Undir frábærri handleiðslu Lisu Witter munum við kryfja erindi InnSæis við samtímann og líf okkar allra í samtali við áhorfendur,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis. Í myndinni koma fram heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim InnSæis. Á meðal viðmælenda eru listakonan Marina Abramovic, geðlæknirinn og höfundurinn Iain McGilchrist og dr. Daniel Shapiro, sérfræðingur í átakafræðum og samningatækni. „Þessi magnaði hópur fólks hugsaði sig ekki tvisvar um áður en þau samþykktu að vera með í myndinni, – svo brýnt þótti þeim erindi hennar. Þau koma úr mjög ólíkum áttum, bæði hvað varðar sérþekkingu og menningarheima, og þannig opna þau á víðsýnan og ögrandi hátt inn í heim InnSæis. Sem dæmi heyrum við hvað InnSæi tengist alþjóðlegum áskorunum, viðskiptum, dómgreind, ákvarðanatöku, ofbeldi, sköpunarkraftinum, náttúrunni og samkennd,“ segir Hrund um viðmælendurna í InnSæi. Innsaei - the Sea within - Trailer 2015 from Klikk Productions on Vimeo.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira