Forsetar og frúr saman í Nice Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2016 13:24 Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff á Nice í dag. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands og Eliza Reid kona hans eru mætt til Nice í Frakklandi ásamt elsta syni sínum þar sem þau munu fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og eiginkona Dorrit Moussaieff verða einnig á leiknum og hittust núverandi og tilvonandi forsetahjón í Nice í dag. Vísir náði tali af Guðna eftir myndatökuna og sagði hann að mjög vel hefði farið á með þeim Ólafi. „Fyrir mig sem er að stökkva inn í alveg nýjan heim er mikils virði að geta þegið ráð af eins reyndum manni og Ólafi Ragnari,“ segir Guðni en aðspurður segist hann þó ekki hafa fengið nein ráð í dag, þeir hafi bara verið að spjalla saman. Blaðamaður kveðst hafa heyrt af því að margir Íslendingar í Nice hafa viljað fá af sér „selfie“ með Guðna í dag. Hann er ekki með nákvæma tölu á hversu mörgum „selfies“ hann er á en segir það ánægju og heiður að verða við því ef einhver biður um mynd af sér með honum. „Þetta er bara hluti af þeirri breytingu sem felst í því að hætta að vera sagnfræðingur og háskólakennari og verða forseti. Ég man ekki til þess að einhver hafi beðið um „selfie“ með mér á göngunum í háskólanum þegar ég var að kenna þar,“ segir Guðni léttur. Hann segir mjög gaman að vera kominn til Nice. „Fyrst og fremst er gaman að finna gleðina, einlægninga og stoltið. Íþróttir eru ágætur vettvangur til að sýna ættjarðarást og hér líður öllum vel. Það þarf síðan ekki að taka það fram að framkoma Íslendinga er til fyrirmyndar.“ Guðni og Eliza verða í almennum sætum á leiknum í kvöld ásamt syni sínum en Ólafur og Dorrit í heiðursstúkunni. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands og Eliza Reid kona hans eru mætt til Nice í Frakklandi ásamt elsta syni sínum þar sem þau munu fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og eiginkona Dorrit Moussaieff verða einnig á leiknum og hittust núverandi og tilvonandi forsetahjón í Nice í dag. Vísir náði tali af Guðna eftir myndatökuna og sagði hann að mjög vel hefði farið á með þeim Ólafi. „Fyrir mig sem er að stökkva inn í alveg nýjan heim er mikils virði að geta þegið ráð af eins reyndum manni og Ólafi Ragnari,“ segir Guðni en aðspurður segist hann þó ekki hafa fengið nein ráð í dag, þeir hafi bara verið að spjalla saman. Blaðamaður kveðst hafa heyrt af því að margir Íslendingar í Nice hafa viljað fá af sér „selfie“ með Guðna í dag. Hann er ekki með nákvæma tölu á hversu mörgum „selfies“ hann er á en segir það ánægju og heiður að verða við því ef einhver biður um mynd af sér með honum. „Þetta er bara hluti af þeirri breytingu sem felst í því að hætta að vera sagnfræðingur og háskólakennari og verða forseti. Ég man ekki til þess að einhver hafi beðið um „selfie“ með mér á göngunum í háskólanum þegar ég var að kenna þar,“ segir Guðni léttur. Hann segir mjög gaman að vera kominn til Nice. „Fyrst og fremst er gaman að finna gleðina, einlægninga og stoltið. Íþróttir eru ágætur vettvangur til að sýna ættjarðarást og hér líður öllum vel. Það þarf síðan ekki að taka það fram að framkoma Íslendinga er til fyrirmyndar.“ Guðni og Eliza verða í almennum sætum á leiknum í kvöld ásamt syni sínum en Ólafur og Dorrit í heiðursstúkunni.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45