Leikurinn fer 2-1 fyrir okkur Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Fjölnir Þorgeirsson segir þrítugsafmælið sitt hafa staðið upp úr. Vísir/GVA „Maður hefur ekki verið ógurlega mikið afmælisbarn, ég er meira afmælisbarn fyrir strákana mína, það er meira stuð,“ segir Fjölnir Þorgeirsson, sem fagnar fjörutíu og fimm ára afmæli sínu í dag. „Afmælisgjöfin er að vera á lífi fjörutíu og fimm ára og vera þakklátur fyrir það.“ Fjölnir ætlar að halda upp á afmælið með því að horfa á leikinn heima ásamt nánustu fjölskyldumeðlimum sínum. „Ég ætla ekki út á leikinn af því að ég er að fara á landsmót hestamanna, annars hefði ég farið. Þetta fer 2-1 fyrir Ísland. Það verður náttúrulega frábært. Við nánasta fjölskyldan borðum svo góðan mat og fögnum sigri Íslands þegar hann er kominn í höfn,“ segir Fjölnir. Fjölnir hefur tröllatrú á strákunum okkar. „Við munum ná 2-0 svo munu þeir fækka um einn. Eiður Smári mun setja eitt mark,“ segir Fjölnir. „Ég missti af leiknum síðast, þannig að ég lifi af þó ég missi af einhverjum leik en þetta er auðvitað frábært afrek, og auðvitað geðveikt ef við náum að komast í átta liða úrslit. Við erum Íslendingar, þess vegna náum við þessum árangri í öllu sem við gerum, af því að við erum með Íslendingablóð, punktur,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur yfir farinn veg segir Fjölnir þrítugsafmæli sitt standa upp úr meðal afmælisdaga. „Þrítugsafmælið mitt var alvöru afmæli, ég ætla ekki að fara nánar út í það, það var alvöru veisla og mega stuð. Ég hugsa að flest allir sem fóru í það muni eftir því,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur til framtíðar segir Fjölnir mottóið sitt vera að vera kominn í aðeins betra form á fimmtugsafmælinu en Ívar Guðmundsson. „Ívar var í flottasta formi sem menn geta verið í og ég ætla að vera með aðeins minni fituprósentu en hann, en það eru nokkur kíló í það,“ segir Fjölnir og hlær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Maður hefur ekki verið ógurlega mikið afmælisbarn, ég er meira afmælisbarn fyrir strákana mína, það er meira stuð,“ segir Fjölnir Þorgeirsson, sem fagnar fjörutíu og fimm ára afmæli sínu í dag. „Afmælisgjöfin er að vera á lífi fjörutíu og fimm ára og vera þakklátur fyrir það.“ Fjölnir ætlar að halda upp á afmælið með því að horfa á leikinn heima ásamt nánustu fjölskyldumeðlimum sínum. „Ég ætla ekki út á leikinn af því að ég er að fara á landsmót hestamanna, annars hefði ég farið. Þetta fer 2-1 fyrir Ísland. Það verður náttúrulega frábært. Við nánasta fjölskyldan borðum svo góðan mat og fögnum sigri Íslands þegar hann er kominn í höfn,“ segir Fjölnir. Fjölnir hefur tröllatrú á strákunum okkar. „Við munum ná 2-0 svo munu þeir fækka um einn. Eiður Smári mun setja eitt mark,“ segir Fjölnir. „Ég missti af leiknum síðast, þannig að ég lifi af þó ég missi af einhverjum leik en þetta er auðvitað frábært afrek, og auðvitað geðveikt ef við náum að komast í átta liða úrslit. Við erum Íslendingar, þess vegna náum við þessum árangri í öllu sem við gerum, af því að við erum með Íslendingablóð, punktur,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur yfir farinn veg segir Fjölnir þrítugsafmæli sitt standa upp úr meðal afmælisdaga. „Þrítugsafmælið mitt var alvöru afmæli, ég ætla ekki að fara nánar út í það, það var alvöru veisla og mega stuð. Ég hugsa að flest allir sem fóru í það muni eftir því,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur til framtíðar segir Fjölnir mottóið sitt vera að vera kominn í aðeins betra form á fimmtugsafmælinu en Ívar Guðmundsson. „Ívar var í flottasta formi sem menn geta verið í og ég ætla að vera með aðeins minni fituprósentu en hann, en það eru nokkur kíló í það,“ segir Fjölnir og hlær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira