Lífið

Þetta er ljótasti hundur í heimi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Loksins vann Sweepee Rambo.
Loksins vann Sweepee Rambo. Vísir/AFP
Hundurinn Sweepee Rambo, chihuahua-hundur í eigu Bandaríkjamannsins Jason Wurtz var um helgina valinn ljótasti hundur heimsins. Swepee hefur fylgt eiganda sínum í vinnuna undanfarin 15 ár.

Verðlaunahátíðin Heimsins ljótasti hundur var haldin á laugardaginn í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Keppnin hefur verið haldin árlega undanfarin fimmtíu ár og endaði Sweepee í öðru sæti á síðasta ári. Sautján hundar tóku þátt í keppninni nú í ár en enginn var jafn ljótur og Sweepee sem er þó alveg einstaklega krúttlegur hundur á sinn einstaka hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.