Guðni mætti í sína kjördeild í Valhúsaskóla ásamt fjölskyldu sinni um klukkustund eftir að kjörstaðir opnuðu. Honum leið ágætlega í dag.
„Við njótum þessara réttinda eins og ég segi, við Íslendingar, að fá að kjósa, vonandi mæta sem flestir á kjörstað. Svo tekur fólk niðurstöðunni hver sem hún verður. Það er andi lýðræðisins. Lýðræðið eigum við að meta framar öðru,“ sagði Guðni eftir að hann kaus. Hann er á leið til Frakklands eftir kosningabaráttuna.

