KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Þórdís Valsdóttir skrifar 25. júní 2016 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar eftir sigurinn gegn Austurríki. Grafík/Birgitta Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur nú þegar tryggt sér rúmlega 276 milljónir króna af þeim þremur leikjum sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leikið á Evrópumeistaramótinu. Þar að auki fær KSÍ um 206 milljónir fyrir að liðið komst upp úr riðlinum og í sextán liða úrslit með sigrinum á Austurríkismönnum á miðvikudag. Ekki má gleyma því að KSÍ hafði einnig tryggt sér ríflega milljarð króna með þátttöku landsliðsins á mótinu. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“Geir Þorsteinsson.vísir/stefánLjóst er að til mikils er að vinna og ef gott gengi landsliðsins heldur áfram í næstu leikjum þá er töluvert meira fé í pottinum. Sambandið fær um 344 milljónir ef landsliðið kemst í átta liða úrslit og um 550 milljónir ef það kemst í undanúrslit á mótinu. Þá hljóta Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Geir segir að sú ákvörðun hafi verið tekin áður en út var haldið að 300 milljónir króna rynnu til aðildarfélaga KSÍ. „Ráðgert var að megnið af okkar tekjum af mótinu færi til aðildarfélaganna. Nú erum við hins vegar að fá viðbótartekjur og þeim hefur ekki verið ráðstafað að öðru leyti,“ segir Geir og bætir við að því lengra sem landsliðið fari á mótinu, því meiri verði kostnaðurinn sem KSÍ ber. Að sögn Geirs er KSÍ einnig með afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara svo hluti af tekjunum mun fara í það. Hann segir bónusgreiðslur til leikmanna vera trúnaðarmál. „Það er samkomulag á milli KSÍ og leikmannanna,“ segir Geir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu leikmenn sem dæmi í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Hver leikmaður hefur því fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. „Ef við náum svo langt að vinna þessa keppni þá hefur það verulega jákvæð áhrif á fjárhag Knattspyrnusambandsins,“ segir Geir glettinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur nú þegar tryggt sér rúmlega 276 milljónir króna af þeim þremur leikjum sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leikið á Evrópumeistaramótinu. Þar að auki fær KSÍ um 206 milljónir fyrir að liðið komst upp úr riðlinum og í sextán liða úrslit með sigrinum á Austurríkismönnum á miðvikudag. Ekki má gleyma því að KSÍ hafði einnig tryggt sér ríflega milljarð króna með þátttöku landsliðsins á mótinu. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“Geir Þorsteinsson.vísir/stefánLjóst er að til mikils er að vinna og ef gott gengi landsliðsins heldur áfram í næstu leikjum þá er töluvert meira fé í pottinum. Sambandið fær um 344 milljónir ef landsliðið kemst í átta liða úrslit og um 550 milljónir ef það kemst í undanúrslit á mótinu. Þá hljóta Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Geir segir að sú ákvörðun hafi verið tekin áður en út var haldið að 300 milljónir króna rynnu til aðildarfélaga KSÍ. „Ráðgert var að megnið af okkar tekjum af mótinu færi til aðildarfélaganna. Nú erum við hins vegar að fá viðbótartekjur og þeim hefur ekki verið ráðstafað að öðru leyti,“ segir Geir og bætir við að því lengra sem landsliðið fari á mótinu, því meiri verði kostnaðurinn sem KSÍ ber. Að sögn Geirs er KSÍ einnig með afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara svo hluti af tekjunum mun fara í það. Hann segir bónusgreiðslur til leikmanna vera trúnaðarmál. „Það er samkomulag á milli KSÍ og leikmannanna,“ segir Geir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu leikmenn sem dæmi í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Hver leikmaður hefur því fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. „Ef við náum svo langt að vinna þessa keppni þá hefur það verulega jákvæð áhrif á fjárhag Knattspyrnusambandsins,“ segir Geir glettinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47
Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00