Ríkið afsalar sér fimm hundruð milljónum Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. júní 2016 07:00 Hjá ríkissáttasemjara eru bakaðar vöfflur þegar samningar nást. Hér gæða forystumenn sjómanna, Árni Bjarnason formaður Farmanna og fiskimannasambandsins og Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamambandsins, sér á veitingunum. Vísir/Stefán Sjómenn og útgerðarmenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í gær. Nýr samningur gildir til ársloka 2018. Á samningstímanum á að ráðast í heildarendurskoðun á samningum sjómanna. Viðræðurnar hafa staðið nær stanslaust með einu hléi frá því í fyrrahaust, en sjómenn hafa verið án samnings frá ársbyrjun 2011. Samningurinn er framlenging á gildandi samningi með þeim breytingum að kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. júní um 23 prósent og verður 288 þúsund krónur. „Í samningslok 31. desember 2018 verður kauptryggingin 310 þúsund krónur. Aðrir kaupliðir hækka um 17,1 prósent á samningstímanum,“ segir á vef sjómanna. Þá fylgir nýjum kjarasamningi bókun um vilyrði fjármálaráðuneytisins fyrir því að hluti fæðispeninga sjómanna verði skattfrjáls. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir þá leið ekki hafa verið útfærða að fullu, en fyrir liggi að ríkið afsali sér þar um hálfum milljarði af skatttekjum sem í staðinn komi í vasa sjómanna. „Þetta er auka inni í samningnum sem ekki hefur verið áður,“ segir hann. Meðal þess sem sjómönnum þyki mest virði í nýjum samningi segir Valmundur vera bókun um að farið verði í könnun á hvíldartíma sjómanna og mönnun flotans. „Samgöngustofa hefur forgöngu um könnunina, en hún er gerð til að reyna að ná utan um þetta mikla hagsmunamál sjómanna, um mönnun fiskiskipa, því okkur þykir allt of fáir á sumum tegundum fiskiskipa.“ Þá skipti máli ákvæði um að ráðist verði í endurgerð kjarasamninga sjómanna undir forystu ríkissáttasemjara á meðan á samningstímanum standi. „Þá vinnu er búið að tímasetja og verður samninganefnd frá öllum aðilum sem fer yfir samninginn og við ætlum að reyna að endurskrifa hann, því að í grunninn til er hann orðinn 25-30 ára gamall.“ Valmundur segir fullan vilja hjá öllum til að ráðast í þetta verkefni og ekki ástæða til annars en að ætla að það gangi eftir, þótt nokkurn tíma hafi tekið að koma á samningi nú. „Við skilum ákveðnum verkefnum á tíma hjá ríkissáttasemjara, sem heldur utan um verkið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Sjómenn og útgerðarmenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í gær. Nýr samningur gildir til ársloka 2018. Á samningstímanum á að ráðast í heildarendurskoðun á samningum sjómanna. Viðræðurnar hafa staðið nær stanslaust með einu hléi frá því í fyrrahaust, en sjómenn hafa verið án samnings frá ársbyrjun 2011. Samningurinn er framlenging á gildandi samningi með þeim breytingum að kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. júní um 23 prósent og verður 288 þúsund krónur. „Í samningslok 31. desember 2018 verður kauptryggingin 310 þúsund krónur. Aðrir kaupliðir hækka um 17,1 prósent á samningstímanum,“ segir á vef sjómanna. Þá fylgir nýjum kjarasamningi bókun um vilyrði fjármálaráðuneytisins fyrir því að hluti fæðispeninga sjómanna verði skattfrjáls. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir þá leið ekki hafa verið útfærða að fullu, en fyrir liggi að ríkið afsali sér þar um hálfum milljarði af skatttekjum sem í staðinn komi í vasa sjómanna. „Þetta er auka inni í samningnum sem ekki hefur verið áður,“ segir hann. Meðal þess sem sjómönnum þyki mest virði í nýjum samningi segir Valmundur vera bókun um að farið verði í könnun á hvíldartíma sjómanna og mönnun flotans. „Samgöngustofa hefur forgöngu um könnunina, en hún er gerð til að reyna að ná utan um þetta mikla hagsmunamál sjómanna, um mönnun fiskiskipa, því okkur þykir allt of fáir á sumum tegundum fiskiskipa.“ Þá skipti máli ákvæði um að ráðist verði í endurgerð kjarasamninga sjómanna undir forystu ríkissáttasemjara á meðan á samningstímanum standi. „Þá vinnu er búið að tímasetja og verður samninganefnd frá öllum aðilum sem fer yfir samninginn og við ætlum að reyna að endurskrifa hann, því að í grunninn til er hann orðinn 25-30 ára gamall.“ Valmundur segir fullan vilja hjá öllum til að ráðast í þetta verkefni og ekki ástæða til annars en að ætla að það gangi eftir, þótt nokkurn tíma hafi tekið að koma á samningi nú. „Við skilum ákveðnum verkefnum á tíma hjá ríkissáttasemjara, sem heldur utan um verkið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní
Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira