Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2016 20:45 Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. Lundastofninn hefur einnig stækkað. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr Flatey á Skjálfanda en þar var rætt við Flateyinginn Guðmund Aðalbjörn Hólmgeirsson. Það er brátt hálf öld frá því fastri búsetu lauk í Flatey á Skjálfanda. Brottfluttir Flateyingar og afkomendur halda þó vel við gömlu húsunum og dvelja þar langdvölum á sumrin.Úr Flatey á Skjálfanda. Kirkjan gnæfir yfir en neðst er íshúsið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þarna er einnig fuglaparadís og kríugerið fangar athygli okkar. „Þetta er svona með meiri fjölda af kríum sem ég hef séð í eyjunni undanfarin ár,” segir Alli Hólmgeirs, eins og Húsvíkingar kalla hann. Og hefur hann þó samanburðinn, eftir að hafa búið í Flatey fyrstu tuttugu ár ævi sínnar og síðan dvalið þar meira og minna á sumrin undanfarin fimmtíu ár. Hann segir alltaf hafa verið sveiflur í kríustofninum. „Reyndar alltaf verið mikil kría hérna en þó mjög mismunandi eftir því hvernig árar. Núna er gríðarlegur fjöldi."Flatey á Skjálfanda er undan Flateyjardal. Eyjan fór í eyði árið 1967.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Lundanum fer líka fjölgandi hér. Þannig að þeir virðast eiga auðvelt með að sækja æti í kringum eyjuna. Það leynir sér ekki.” Guðmundur sér athyglisverða breytingu á lundastofninum, hann geri sér nú lundaholur á mun fleiri stöðum í eynni en áður þegar þar var föst búseta manna. -Skynjið þið það á lífríkinu hér í Skjálfanda að það er meiri fæða þar? „Það virðist vera. Hvalirnir náttúrlega segja líka sína sögu í því. Það er óvenju mikill fjöldi af þeim. Steypireyður og hnúfubakur og fleira. Þeir virðast sækja æti bæði inn að sandi og svo út með fjöllunum líka, norður flóann. Þannig að þetta virðist vera mjög líflegt,” segir Flateyingurinn Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson.Lundinn hefur breitt úr sér í Flatey eftir að byggð manna lagðist af.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. Lundastofninn hefur einnig stækkað. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr Flatey á Skjálfanda en þar var rætt við Flateyinginn Guðmund Aðalbjörn Hólmgeirsson. Það er brátt hálf öld frá því fastri búsetu lauk í Flatey á Skjálfanda. Brottfluttir Flateyingar og afkomendur halda þó vel við gömlu húsunum og dvelja þar langdvölum á sumrin.Úr Flatey á Skjálfanda. Kirkjan gnæfir yfir en neðst er íshúsið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þarna er einnig fuglaparadís og kríugerið fangar athygli okkar. „Þetta er svona með meiri fjölda af kríum sem ég hef séð í eyjunni undanfarin ár,” segir Alli Hólmgeirs, eins og Húsvíkingar kalla hann. Og hefur hann þó samanburðinn, eftir að hafa búið í Flatey fyrstu tuttugu ár ævi sínnar og síðan dvalið þar meira og minna á sumrin undanfarin fimmtíu ár. Hann segir alltaf hafa verið sveiflur í kríustofninum. „Reyndar alltaf verið mikil kría hérna en þó mjög mismunandi eftir því hvernig árar. Núna er gríðarlegur fjöldi."Flatey á Skjálfanda er undan Flateyjardal. Eyjan fór í eyði árið 1967.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Lundanum fer líka fjölgandi hér. Þannig að þeir virðast eiga auðvelt með að sækja æti í kringum eyjuna. Það leynir sér ekki.” Guðmundur sér athyglisverða breytingu á lundastofninum, hann geri sér nú lundaholur á mun fleiri stöðum í eynni en áður þegar þar var föst búseta manna. -Skynjið þið það á lífríkinu hér í Skjálfanda að það er meiri fæða þar? „Það virðist vera. Hvalirnir náttúrlega segja líka sína sögu í því. Það er óvenju mikill fjöldi af þeim. Steypireyður og hnúfubakur og fleira. Þeir virðast sækja æti bæði inn að sandi og svo út með fjöllunum líka, norður flóann. Þannig að þetta virðist vera mjög líflegt,” segir Flateyingurinn Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson.Lundinn hefur breitt úr sér í Flatey eftir að byggð manna lagðist af.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15