Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2016 20:45 Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. Lundastofninn hefur einnig stækkað. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr Flatey á Skjálfanda en þar var rætt við Flateyinginn Guðmund Aðalbjörn Hólmgeirsson. Það er brátt hálf öld frá því fastri búsetu lauk í Flatey á Skjálfanda. Brottfluttir Flateyingar og afkomendur halda þó vel við gömlu húsunum og dvelja þar langdvölum á sumrin.Úr Flatey á Skjálfanda. Kirkjan gnæfir yfir en neðst er íshúsið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þarna er einnig fuglaparadís og kríugerið fangar athygli okkar. „Þetta er svona með meiri fjölda af kríum sem ég hef séð í eyjunni undanfarin ár,” segir Alli Hólmgeirs, eins og Húsvíkingar kalla hann. Og hefur hann þó samanburðinn, eftir að hafa búið í Flatey fyrstu tuttugu ár ævi sínnar og síðan dvalið þar meira og minna á sumrin undanfarin fimmtíu ár. Hann segir alltaf hafa verið sveiflur í kríustofninum. „Reyndar alltaf verið mikil kría hérna en þó mjög mismunandi eftir því hvernig árar. Núna er gríðarlegur fjöldi."Flatey á Skjálfanda er undan Flateyjardal. Eyjan fór í eyði árið 1967.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Lundanum fer líka fjölgandi hér. Þannig að þeir virðast eiga auðvelt með að sækja æti í kringum eyjuna. Það leynir sér ekki.” Guðmundur sér athyglisverða breytingu á lundastofninum, hann geri sér nú lundaholur á mun fleiri stöðum í eynni en áður þegar þar var föst búseta manna. -Skynjið þið það á lífríkinu hér í Skjálfanda að það er meiri fæða þar? „Það virðist vera. Hvalirnir náttúrlega segja líka sína sögu í því. Það er óvenju mikill fjöldi af þeim. Steypireyður og hnúfubakur og fleira. Þeir virðast sækja æti bæði inn að sandi og svo út með fjöllunum líka, norður flóann. Þannig að þetta virðist vera mjög líflegt,” segir Flateyingurinn Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson.Lundinn hefur breitt úr sér í Flatey eftir að byggð manna lagðist af.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. Lundastofninn hefur einnig stækkað. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr Flatey á Skjálfanda en þar var rætt við Flateyinginn Guðmund Aðalbjörn Hólmgeirsson. Það er brátt hálf öld frá því fastri búsetu lauk í Flatey á Skjálfanda. Brottfluttir Flateyingar og afkomendur halda þó vel við gömlu húsunum og dvelja þar langdvölum á sumrin.Úr Flatey á Skjálfanda. Kirkjan gnæfir yfir en neðst er íshúsið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þarna er einnig fuglaparadís og kríugerið fangar athygli okkar. „Þetta er svona með meiri fjölda af kríum sem ég hef séð í eyjunni undanfarin ár,” segir Alli Hólmgeirs, eins og Húsvíkingar kalla hann. Og hefur hann þó samanburðinn, eftir að hafa búið í Flatey fyrstu tuttugu ár ævi sínnar og síðan dvalið þar meira og minna á sumrin undanfarin fimmtíu ár. Hann segir alltaf hafa verið sveiflur í kríustofninum. „Reyndar alltaf verið mikil kría hérna en þó mjög mismunandi eftir því hvernig árar. Núna er gríðarlegur fjöldi."Flatey á Skjálfanda er undan Flateyjardal. Eyjan fór í eyði árið 1967.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Lundanum fer líka fjölgandi hér. Þannig að þeir virðast eiga auðvelt með að sækja æti í kringum eyjuna. Það leynir sér ekki.” Guðmundur sér athyglisverða breytingu á lundastofninum, hann geri sér nú lundaholur á mun fleiri stöðum í eynni en áður þegar þar var föst búseta manna. -Skynjið þið það á lífríkinu hér í Skjálfanda að það er meiri fæða þar? „Það virðist vera. Hvalirnir náttúrlega segja líka sína sögu í því. Það er óvenju mikill fjöldi af þeim. Steypireyður og hnúfubakur og fleira. Þeir virðast sækja æti bæði inn að sandi og svo út með fjöllunum líka, norður flóann. Þannig að þetta virðist vera mjög líflegt,” segir Flateyingurinn Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson.Lundinn hefur breitt úr sér í Flatey eftir að byggð manna lagðist af.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15