Lætur málverk lifna við í London Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2016 09:15 "Við vorum svo heppnar að skólinn var tilbúinn að lána okkur kjóla, svo keyptum við efni til að breyta þeim og ég litaði hvíta blúndu upp úr kaffi til að gera hana kremaða,“ lýsir Hera. Sýningin er í raun leikhúsverk þar sem blandað er saman listformum, myndlist, leiklist og tónlist. Ég veit ekki til þess að þannig hafi verið unnið áður. Málverk sem hún er spunnin út frá er þekkt fyrir það að þeldökk stúlka, Dido Belle, situr fyrir á því sem jafningi hvítrar frænku sinnar. Það þótti afar sérstakt árið 1779, þegar það var málað.“ Þannig lýsir Hera Fjord, leikkona og leikstjóri, verkinu Dido Belle sem hún og Sonya Creme, vinkona hennar, ætla að sýna á listahátíð í London á morgun, 26. júní. „Við sýnum á klukkutíma fresti frá klukkan 12 til 17 í Hampstead Heath sem er stærsti garður borgarinnar. Þar var málverkið málað og því má líta á garðinn sem heimavöll þessa verks.“ Hún segir þær Sonyu hafa skrifað handritið en fengið aðrar leikkonur til að leika. „Við hugsum verkið út frá aðstæðunum sem stúlkurnar á málverkinu eru í rétt áður en málverkið er málað. Upprunalega málverkið var málað 1779 og þótti mjög sérstakt af því að þeldökk stúlka sat fyrir á því.Móðir Dido Belle var ambátt í Vestur-Indíum en faðirinn, sir John Lindsay, breskur liðsforingi í flotanum. Hann tók dótturina með sér til Englands og kom henni í fóstur hjá frænda sínum, William Murray jarli, og konu hans, Elizabeth, sem bjuggu á veglegu setri, Kenwood House, sem er nú opið gestum og gangandi til skoðunar. Þar ólst Dido Belle upp sem frjáls og réttborin með frænku sinni Elizabeth. Hera er úr Hafnarfirði og Fljótshlíð og útskrifaðist úr leiklistar- og leikstjórnarnámi frá Kogan Academy of Dramatic Arts í London fyrir ári. Hún hefur starfað úti síðan bæði fyrir aðra og eigið leikhúsfyrirtæki, This&That Productions. Næsta verkefni hennar er að taka upp leikna heimildarmynd um heimilislausa stúlku á götum Lundúna sem hún fylgir gegnum daginn. „Það eru rosalega margir heimilislausir í London enda er leiga hér mjög há,“ segir hún. En hvernig gengur henni sjálfri að komast af?„Það gengur með því að hafa allar klær úti. Ég lifi svo sem ekki hátt. En er svo heppin að hafa fengið að kenna leiklist í gamla skólanum mínum og lesa inn á hljóðbækur á Íslandi, svo passa ég börn stundum og fæ af og til borgað fyrir leiklistarverkefni.“ Hera hefur leikið í stuttmyndum og leikhúsum í London og líka gripið í barnapössun en mesta áherslan er á eigin leikverk. Fréttablaðið/EyþórBýst hún við að sýna sjónleikinn um málverkið hér heima? „Hann getur í raun verið settur upp hvar sem er. Okkur langar samt meira að gera næsta verk eftir íslensku málverki,“ segir Hera sem einnig er með á prjónunum einleik um líf langalangömmu sinnar, Kristínar Dahlstedt veitingakonu. „Kristín var Dýrfirðingur sem opnaði eigin veitingastað í Reykjavík 1906. Hún rak marga staði, bjó með mörgum mönnum, eignaðist börn. Hörkukona sem lét ekkert hindra sig. Ég stefni að því að sýna leikritið á Act Alone hátíðinni næsta sumar, á heimaslóðum hennar fyrir vestan og vonandi fæ ég eitthvert svið í Reykjavík fyrir hana líka.“ Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Sýningin er í raun leikhúsverk þar sem blandað er saman listformum, myndlist, leiklist og tónlist. Ég veit ekki til þess að þannig hafi verið unnið áður. Málverk sem hún er spunnin út frá er þekkt fyrir það að þeldökk stúlka, Dido Belle, situr fyrir á því sem jafningi hvítrar frænku sinnar. Það þótti afar sérstakt árið 1779, þegar það var málað.“ Þannig lýsir Hera Fjord, leikkona og leikstjóri, verkinu Dido Belle sem hún og Sonya Creme, vinkona hennar, ætla að sýna á listahátíð í London á morgun, 26. júní. „Við sýnum á klukkutíma fresti frá klukkan 12 til 17 í Hampstead Heath sem er stærsti garður borgarinnar. Þar var málverkið málað og því má líta á garðinn sem heimavöll þessa verks.“ Hún segir þær Sonyu hafa skrifað handritið en fengið aðrar leikkonur til að leika. „Við hugsum verkið út frá aðstæðunum sem stúlkurnar á málverkinu eru í rétt áður en málverkið er málað. Upprunalega málverkið var málað 1779 og þótti mjög sérstakt af því að þeldökk stúlka sat fyrir á því.Móðir Dido Belle var ambátt í Vestur-Indíum en faðirinn, sir John Lindsay, breskur liðsforingi í flotanum. Hann tók dótturina með sér til Englands og kom henni í fóstur hjá frænda sínum, William Murray jarli, og konu hans, Elizabeth, sem bjuggu á veglegu setri, Kenwood House, sem er nú opið gestum og gangandi til skoðunar. Þar ólst Dido Belle upp sem frjáls og réttborin með frænku sinni Elizabeth. Hera er úr Hafnarfirði og Fljótshlíð og útskrifaðist úr leiklistar- og leikstjórnarnámi frá Kogan Academy of Dramatic Arts í London fyrir ári. Hún hefur starfað úti síðan bæði fyrir aðra og eigið leikhúsfyrirtæki, This&That Productions. Næsta verkefni hennar er að taka upp leikna heimildarmynd um heimilislausa stúlku á götum Lundúna sem hún fylgir gegnum daginn. „Það eru rosalega margir heimilislausir í London enda er leiga hér mjög há,“ segir hún. En hvernig gengur henni sjálfri að komast af?„Það gengur með því að hafa allar klær úti. Ég lifi svo sem ekki hátt. En er svo heppin að hafa fengið að kenna leiklist í gamla skólanum mínum og lesa inn á hljóðbækur á Íslandi, svo passa ég börn stundum og fæ af og til borgað fyrir leiklistarverkefni.“ Hera hefur leikið í stuttmyndum og leikhúsum í London og líka gripið í barnapössun en mesta áherslan er á eigin leikverk. Fréttablaðið/EyþórBýst hún við að sýna sjónleikinn um málverkið hér heima? „Hann getur í raun verið settur upp hvar sem er. Okkur langar samt meira að gera næsta verk eftir íslensku málverki,“ segir Hera sem einnig er með á prjónunum einleik um líf langalangömmu sinnar, Kristínar Dahlstedt veitingakonu. „Kristín var Dýrfirðingur sem opnaði eigin veitingastað í Reykjavík 1906. Hún rak marga staði, bjó með mörgum mönnum, eignaðist börn. Hörkukona sem lét ekkert hindra sig. Ég stefni að því að sýna leikritið á Act Alone hátíðinni næsta sumar, á heimaslóðum hennar fyrir vestan og vonandi fæ ég eitthvert svið í Reykjavík fyrir hana líka.“
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira