Innlent

Sjómenn og SFS loks búin að semja

Atli Ísleifsson skrifar
Sjómenn hafa verið samningslausir frá ársbyrjun 2011
Sjómenn hafa verið samningslausir frá ársbyrjun 2011 vísir/JSE
Nýr kjarasamningur Sjómannasambands íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var undirritaður fyrr í dag, en sjómenn hafa verið samningslausir frá ársbyrjun 2011.

Á Facebook-síðu SSÍ segir að kjarasamningurinn sé framlenging af núgildandi samningi með þeim breytingum að kauptrygging hækki frá 1. júní um 23 prósent og verði 288 þúsund krónur. Í samningslok í árslok 2018 verði kauptryggingin 310 þúsund krónur en aðrir kaupliðir hækka um 17,1 prósent á samningstímanum.

Fram kemur að vilji sé hjá fjármálaráðherra að hluti fæðispeninga sjómanna verði skattfrjálsir og svo er bókun sem fylgi samningnum um athugun á mönnun fiskiskipa og hvíldartíma íslenskra sjómanna sem Jón Bernódusson hjá Samgöngustofu mun hafa forgöngu um.

„Einnig er bókun um endurritun samningsins alls fyrir lok samningstímans. Ríkissáttasemjari mun stýra þeirri vinnu ef samningurinn verður samþykktur,“ segir í færslunni samningurinn verður kynntur næstu vikur úti í félögunum.

Atkvæðagreiðsla mun hefjast í næstu eða þarnæstu viku og mun ljúka þann 8. ágúst.


Tengdar fréttir

Sjómenn bíða svars um skattaívilnun

Útgerðarmenn og sjómenn hafa í megindráttum komið sér saman um nýjan kjarasamning. Beðið er svara frá ríkinu um mögulega aðkomu að samningi með skattaívilnun til handa sjómönnum. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×