Breskir bílaframleiðendur fara fram á tollaleysi Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2016 16:14 Land Rover á hálum ís! Í kjölfar þess að Bretar hafa nú kosið um að yfirgefa Evrópusambandið hafa breskir bílaframleiðendur biðlað til Evrópusambandsins að áfram ríki tollaleysi við útflutning bíla frá Bretlandi til Evrópusambandslanda. Breskir bílasmiðir höfðu varað þjóðina við því að ganga úr sambandinu þar sem á bíla framleidda í Bretlandi myndi leggjast 10% tollur við flutning þeirra til Evrópusambandslanda og að það myndi hafa mikil áhrif á sölu bíla þeirra. Auk þess leggst 4% tollur á íhluti sem breskir bílasmiðir flytja inn frá Evrópusambandslöndum. Ef ekki semst um afnám þessara tolla er viðbúið að verð bíla sem framleiddir eru í Bretlandi hækki umtalsvert og eftirspurnin eftir þeim minnki að sama skapi. BMW hefur af þessu verulegar áhyggjur vegna Mini merkisins sem er í þeirra eigu en Mini bílar eru framleiddir í Bretlandi og seljast vel á meginlandinu. Sömuleiðis eru áhyggjur General Motors ekki minni fyrir hönd Vauxhall og Opel bíla sem framleiddir eru í Bretlandi. Sama á við Ford sem framleiðir mikið af bílum sínum í Bretlandi og selur um alla Evrópu. Áhrif brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu hafa sýnt sig á hlutabréfmörkuðum og hafa t.d. hlutabréf í Tata Motors, eiganda Jaguar Land Rover, fallið um 12% í dag. Um 20% af framleiðslu Jaguar Land Rover selst í Evrópusamandslöndum. Nissan, Toyota og Honda eru öll með verksmiðjur í Bretlandi og flytja mikið af bílum sínum til meginlandsins og þar á bæ heyrast þær fréttir að frekari fjárfestingar í Bretlandi verði settar á ís, a.m.k. á meðan ekki semst um tollaleysi á bíla framleidda í Bretlandi. Toyota framleiddi 190.000 bíla í Bretlandi í fyrra og seldi 75% þeirra til annarra Evrópusambandslanda, en aðeins 10% þeirra í Bretlandi. Nissan framleiðir þó miklu fleiri bíla en Toyota í Bretlandi, eða 475.000 bíla í fyrra og megnið af þeim fór til annarra Evrópusambandslanda. Honda framleiddi 140.000 í Bretlandi í fyrra og helmingur þeirra fór til sölu í öðrum Evrópusambandslöndum. Helmingur af allri bílaframleiðslu í Bretlandi, sem nemur 1,6 milljónum bíla á ári er í eigu þýskra fyrirtækja og því er þeim í mun að viðhalda tollaleysinu. Í ár er nú spáð 4,5% samdrætti í sölu bíla í Bretlandi í stað 3% vexti áður en að úrsögninni úr Evrópusambandinu kom, aðallega sökum efnahagslegrar óvissu. Ennfremur er spáð 10% samdrætti á næsta ári. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent
Í kjölfar þess að Bretar hafa nú kosið um að yfirgefa Evrópusambandið hafa breskir bílaframleiðendur biðlað til Evrópusambandsins að áfram ríki tollaleysi við útflutning bíla frá Bretlandi til Evrópusambandslanda. Breskir bílasmiðir höfðu varað þjóðina við því að ganga úr sambandinu þar sem á bíla framleidda í Bretlandi myndi leggjast 10% tollur við flutning þeirra til Evrópusambandslanda og að það myndi hafa mikil áhrif á sölu bíla þeirra. Auk þess leggst 4% tollur á íhluti sem breskir bílasmiðir flytja inn frá Evrópusambandslöndum. Ef ekki semst um afnám þessara tolla er viðbúið að verð bíla sem framleiddir eru í Bretlandi hækki umtalsvert og eftirspurnin eftir þeim minnki að sama skapi. BMW hefur af þessu verulegar áhyggjur vegna Mini merkisins sem er í þeirra eigu en Mini bílar eru framleiddir í Bretlandi og seljast vel á meginlandinu. Sömuleiðis eru áhyggjur General Motors ekki minni fyrir hönd Vauxhall og Opel bíla sem framleiddir eru í Bretlandi. Sama á við Ford sem framleiðir mikið af bílum sínum í Bretlandi og selur um alla Evrópu. Áhrif brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu hafa sýnt sig á hlutabréfmörkuðum og hafa t.d. hlutabréf í Tata Motors, eiganda Jaguar Land Rover, fallið um 12% í dag. Um 20% af framleiðslu Jaguar Land Rover selst í Evrópusamandslöndum. Nissan, Toyota og Honda eru öll með verksmiðjur í Bretlandi og flytja mikið af bílum sínum til meginlandsins og þar á bæ heyrast þær fréttir að frekari fjárfestingar í Bretlandi verði settar á ís, a.m.k. á meðan ekki semst um tollaleysi á bíla framleidda í Bretlandi. Toyota framleiddi 190.000 bíla í Bretlandi í fyrra og seldi 75% þeirra til annarra Evrópusambandslanda, en aðeins 10% þeirra í Bretlandi. Nissan framleiðir þó miklu fleiri bíla en Toyota í Bretlandi, eða 475.000 bíla í fyrra og megnið af þeim fór til annarra Evrópusambandslanda. Honda framleiddi 140.000 í Bretlandi í fyrra og helmingur þeirra fór til sölu í öðrum Evrópusambandslöndum. Helmingur af allri bílaframleiðslu í Bretlandi, sem nemur 1,6 milljónum bíla á ári er í eigu þýskra fyrirtækja og því er þeim í mun að viðhalda tollaleysinu. Í ár er nú spáð 4,5% samdrætti í sölu bíla í Bretlandi í stað 3% vexti áður en að úrsögninni úr Evrópusambandinu kom, aðallega sökum efnahagslegrar óvissu. Ennfremur er spáð 10% samdrætti á næsta ári.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent