Lífið

Júlíspá Siggu Kling - Hrútur: Þráhyggjan er bara blekking

Sigga Kling skrifar
Elsku sterki samúðarfulli Hrúturinn minn. Þú þarft alltaf að vera svo upptekinn og skipuleggja tímann þinn svo vel, til þess að finnast að þú hafir gert eitthvað rétt.

Þú fyllist kvíða, oftast yfir litlu hlutunum í lífinu. Þú ert búinn að standa þig vel og allt á eftir að reddast á hárréttum tíma; það er það eina sem þú getur ekki stjórnað, tímasetningin á uppskerunni.

Þú ert að taka ákvörðun sem á eftir að hafa í för með sér skemmtilega áhættu. Þér mun finnast það spennandi. Þú elskar að hafa spennuna með þér enda hefur líf þitt verið mjög litríkt. Það á bara eftir að verða ennþá meira spennandi. Og það er aðallega útaf því að þú stendur alltaf jafn harðan upp ef þú ert sleginn niður. Það er leiðin til sigurs.

Það kemur fyrir að þú getur fyllst þráhyggju, þú festir hugann við eitthvað eitt, og það stjórnar þér algjörlega. Það gæti verið að þér fyndist þú hafa fitnað, líka að þér fyndist þú ástfanginn af einhverjum sem þú ert ekki. Svoleiðis hindranir geta gert þér lífið leitt, Hrútur. En þráhyggjan er bara blekking og þú þarft að passa upp á að vera ekki að gefa henni að borða eða veita henni of mikla athygli. Spurðu nánustu vini þína um hvað þeim finnist þú eiga að gera. Það er ekki gott að vera sterkasta tréð í skóginum og eiga þar af leiðandi erfitt með að halla sér að einhverjum öðrum. Það er alveg magnaður stuðningur sem þú færð í kringum þig, og fólk á eftir að vilja bera þig á höndum sér. En þú átt það til að vilja gera allt sjálfur. Það er það sem verður ríkjandi næstu mánuði.Þú munt elta það sem þú elskar alla leið á heimsenda. Svo þegar þú færð það sem þú elskar, mundu þá að njóta þess. Og muna af hverju þú elskar. Þú ert svo ástríðufullur og elskar af lífi og sál en hefur lent í erfiðum atburðum tengdum ástinni svo þú trúir oft ekki að þetta geti verið satt.

Ekki æsa þig yfir einhverri bölvaðri vitleysu og hafðu taumhald á reiðinni. Fólk tekur bókstaflega eftir öllu sem þú ert að segja. Þú munt ná árangri í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu því viss um að þér finnist gaman að því sem þú ætlar þér að gera.

Lífið er yndislegt.

Frægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla.

Tengdar fréttir

Júlíspá Siggu Kling - Ljónið: Þú verður að nenna ástinni

Elsku Ljónið mitt. Aldrei hefur nokkurn tíma verið sagt að það sé sérlega auðvelt að vera Ljón, en ég er alveg viss um að þótt þú fengir tilboð um að skipta um merki, þá myndir þú ekki gera það. Þið Ljónin eruð náttúrulega öll konungborin.

Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Hamingjan bankar á dyrnar

Elsku fallegi seiðandi Fiskurinn minn. Hversu dásamlegt á þetta sumar eftir að verða? Það eina sem getur að einhverju leyti truflað þig eða snúið þig niður er annað fólk sem þú ert að stressa þig á, en hefur enga ástæðu til.

Júlíspá Siggu Kling - Tvíburinn: Þitt besta sumar í lengri tíma

Elsku Tvíburinn minn. Ekki hefur verið lognmollunni fyrir að fara í kringum þig. Fólk reynir hvað það getur að hafa stjórn á þér en þú átt bara ekki að leyfa því það. Það getur enginn breytt líðan þinni nema þú gefir samþykki. Passaðu þig á þessu.

Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberinn: Slúður er rödd andskotans

Hjartans Vatnsberi. Þú ert að fara inn í merkilegan tíma. Þú ert að fara inn í tíma heiðarleika. Þú ert að fara inn í tíma þar sem að sannleikurinn skiptir ofsalega miklu máli, þú átt eftir að heyra hver sannleikurinn er í hlutum sem þig óraði ekki fyrir.

Júlíspá Siggu Kling komin á Vísi!

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils njóta gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir júnímánuð má sjá hér fyrir neðan.

Júlíspá Siggu Kling - Krabbinn: Greddan ræður ríkjum

Elsku Krabbinn minn. Það er svo rosalega mikill Venus í kringum þig í sumar. Þú elskar og verður elskaður. Þú verður svo spenntur fyrir svo dæmalaust mörgu að þú veist varla hvert þú átt að stefna. Það er samt allt í lagi.

Júlíspá Siggu Kling - Vog: Hættu þessu tuði

Elsku hjartans Vogin mín. Ekki hafa samviskubit yfir neinu, ekkert bit er sárara einmitt en það. Þú pælir svo mikið í að þú eigir nú að vera búin með þetta, og þú þurfir að klára hitt og vera til staðar þarna, að þú getir fengið svo mikið samviskubit af þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.