Lífið

Júlíspá Siggu Kling - Bogmaður: Passaðu þig á hreinskilninni

Sigga Kling skrifar
Elsku hjartans Bogmaðurinn minn.  Boginn þinn er strekktur til hins ýtrasta og á því augnabliki þarft þú að vera alveg pollrólegur svo að örin hitti það mark sem þú miðar á.

Undanfarið hafa verið alls kyns flækjur í kringum þig og þær hafa aldeilis pirrað þig. Láttu ekki þennan pirring breyta ákvarðanatökunni þinni, sýndu ÞOLINMÆÐI, segðu „ég er þolinmóður“, það mun leysa flækjurnar í kringum þig, sú hugsun og staðreynd að þú þarft að vera þolinmóður. Þú býrð yfir svo ótrúlegum hæfileikum til að byggja allt upp í kringum þig, og afla þeirra tengsla sem þig vantar. Og ef þú skoðar vel og horfir til baka þá hefurðu yfirleitt ekki valið þér auðveldustu leiðina í lífinu. Þú elskar áskoranir, og með þolinmæði vinna þær með þér. Það er nefnilega þannig að erfiðar brautir efla þig. Og þá fæðist þessi dásamlegi ævintýramaður. Þú færð svo mikla spennu og adrenalínkikk út úr svo mörgu, alveg eins og bardagamaður sem vinnur bardagann.

En auðveld leið sýnir þér ekki neitt hvort eð er. Það er betra fyrir þig að halda í þetta ástarsambandið þitt og gefa því þolinmæði og líka ef þú ert að kynnast einhverjum. Leyfðu þessu svolítið bara að vaxa, án þess að hafa áhrif á það. Einfaldleikinn mun efla orku þína og koma á friði, en það er ansi mikil viðkvæmni í kringum þig. Og þig langar bara til að vera svo dásamlega hreinskilinn, en ég segi: „Ef þú hefur ekkert gott að segja, þá skaltu bara þegja.“



Þú færð skilaboð og miklar fréttir, sem munu einfalda lífið þitt og gefa þér kraft. Það eru mikil tækifæri í kringum þig, en það er eins og þú sjáir það ekki. Þetta er samt bara rétt fyrir framan nefið á þér. Horfðu vel og leystu vandamálið. Ef þú undirbýrð þig vel fyrir það sem er að gerast þá muntu vinna sigurinn.



Knús.

Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.

Tengdar fréttir

Júlíspá Siggu Kling - Ljónið: Þú verður að nenna ástinni

Elsku Ljónið mitt. Aldrei hefur nokkurn tíma verið sagt að það sé sérlega auðvelt að vera Ljón, en ég er alveg viss um að þótt þú fengir tilboð um að skipta um merki, þá myndir þú ekki gera það. Þið Ljónin eruð náttúrulega öll konungborin.

Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Hamingjan bankar á dyrnar

Elsku fallegi seiðandi Fiskurinn minn. Hversu dásamlegt á þetta sumar eftir að verða? Það eina sem getur að einhverju leyti truflað þig eða snúið þig niður er annað fólk sem þú ert að stressa þig á, en hefur enga ástæðu til.

Júlíspá Siggu Kling - Tvíburinn: Þitt besta sumar í lengri tíma

Elsku Tvíburinn minn. Ekki hefur verið lognmollunni fyrir að fara í kringum þig. Fólk reynir hvað það getur að hafa stjórn á þér en þú átt bara ekki að leyfa því það. Það getur enginn breytt líðan þinni nema þú gefir samþykki. Passaðu þig á þessu.

Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberinn: Slúður er rödd andskotans

Hjartans Vatnsberi. Þú ert að fara inn í merkilegan tíma. Þú ert að fara inn í tíma heiðarleika. Þú ert að fara inn í tíma þar sem að sannleikurinn skiptir ofsalega miklu máli, þú átt eftir að heyra hver sannleikurinn er í hlutum sem þig óraði ekki fyrir.

Júlíspá Siggu Kling komin á Vísi!

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils njóta gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir júnímánuð má sjá hér fyrir neðan.

Júlíspá Siggu Kling - Krabbinn: Greddan ræður ríkjum

Elsku Krabbinn minn. Það er svo rosalega mikill Venus í kringum þig í sumar. Þú elskar og verður elskaður. Þú verður svo spenntur fyrir svo dæmalaust mörgu að þú veist varla hvert þú átt að stefna. Það er samt allt í lagi.

Júlíspá Siggu Kling - Vog: Hættu þessu tuði

Elsku hjartans Vogin mín. Ekki hafa samviskubit yfir neinu, ekkert bit er sárara einmitt en það. Þú pælir svo mikið í að þú eigir nú að vera búin með þetta, og þú þurfir að klára hitt og vera til staðar þarna, að þú getir fengið svo mikið samviskubit af þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.