Júlíspá Siggu Kling - Tvíburinn: Þitt besta sumar í lengri tíma Sigga Kling skrifar 24. júní 2016 14:30 Elsku Tvíburinn minn. Ekki hefur verið lognmollunni fyrir að fara í kringum þig. Fólk reynir hvað það getur að hafa stjórn á þér en þú átt bara ekki að leyfa því það. Það getur enginn breytt líðan þinni nema þú gefir samþykki. Passaðu þig á þessu. Eins og staðan er núna þarftu pínulítið að setja þig í smjaðursgírinn ef þú ætlar að fá fólk á þitt band. Og af hverju ættirðu svo sem að vilja það? Jú, því það lætur þér líða miklu betur. Sýndu auðmýkt, þó svo þú hafir kannski rétt fyrir þér. Þú ert nefnilega að fara inn í tímabil þar sem þú sérð plön þín og ákvarðanir ganga upp. Ef þér líður illa og ekkert er einhvern veginn að gerast, þá er það vegna þess að þú ert ekki búinn að taka ákvörðun. Þú ert svo gasalega eftirtektarverður persónuleiki að þrátt fyrir að hlutirnir séu kannski ósköp venjulegir í kringum þig, þá skerðu þig sérstaklega úr. Það er á tandurhreinu. Ekki halda aftur af skoðunum þínum. Láttu þær í ljós, á hógværan hátt þó. Það er nánast eins og þú fáir verðlaun fyrir alla þessa einlægni. Þessi verðlaun eru svo aldeilis alls konar. Þau geta verið betri líðan, betra álit annarra á þér og svo framvegis. Til hamingju, þú ert búinn að fara í gegnum mesta álagið sem á þér skellur á þessu ári. Nú fyllist hjarta þitt af friði og ró. Veistu af hverju þetta er að gerast? Vegna þess að þú breytir hugsunum þínum og þannig sigrarðu erfiðleikana. Fyrir Tvíbura á lausu er mikil blessun að þú skulir hafa svona fjölbreyttan smekk í ástarmálum. Þú ættir samt að hafa hugfast að það er sniðugra fyrir þig að finna þér ástvin sem lætur þér líða vel og lætur þig finna ró, frekar en að leika við einhverja sem skapa stress, spennu og höfnunartilfinningu. Þú heldur dálítið oft að þú sért ástfanginn, en svo reynist það ekki hið rétta. Ekki hafa áhyggjur, þú munt vita þegar sanna ástin kemur. Núna ertu einmitt undir sérstökum álögum, því þú getur fundið ástina á ólíklegustu stöðum. Þetta verður besta sumar sem þú hefur upplifað lengi og ævintýrin verða á hverju strái. Þú þarft ekkert að bíða eftir að hamingjan banki á dyrnar, þú bara stendur upp og bankar upp á hjá hamingjunni! Það er svo mikill kraftur í þér að stundum virðistu ætla að springa. Það er eins og heilu tonni hafi verið velt af bakinu á þér. Þú finnur mikið fyrir þessu þegar líður á sumarið. Hlakkaðu bara til. Svo er það mórallinn. Ekki vera með móral yfir einhverju sem enginn er að pæla í. Það tekur því ekki. Svoleiðis er bara að fara að eyðileggja daginn fyrir þér. Og dagurinn í dag er sá eini sem þú átt. Sköpunargáfan þín á eftir að blómstra þegar þú notar hana til að aðlaga þig nýjum aðstæðum. Þú átt jafnvel eftir að skoða hvernig þú hagnast mest fjárhagslega, en ég vil samt skila til þín, að ef þú ert hamingjusamur í því sem þú ert að gera, þá koma peningarnir til þín. Umfaðmaðu hamingjuna og þá kemur öll heppnin hlaupandi á eftir. Þér leiðast ekki ferðalög, er það? Í þessu ævintýraríka sumri felast sko margir nýir möguleikar. Hafðu þó hugfast að það er ekki lengsta ferðin sem verður best, heldur sú óvæntasta. Þú munt græða svo mikið og eyða svo miklu. Krafturinn er ofboðslegur, og lífið þýtur fram hjá. Þú ert í bíómynd sem sýnd er hratt. En hún er stútfull af öllum regnbogans litum, þakkaðu vel fyrir það. Að vinna, að elska og að hlakka til eru einkunnarorð þín í sumar. Lífið er svo gott. Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland. Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Júlíspá Siggu Kling - Ljónið: Þú verður að nenna ástinni Elsku Ljónið mitt. Aldrei hefur nokkurn tíma verið sagt að það sé sérlega auðvelt að vera Ljón, en ég er alveg viss um að þótt þú fengir tilboð um að skipta um merki, þá myndir þú ekki gera það. Þið Ljónin eruð náttúrulega öll konungborin. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Steingeit: Þetta reddast Elsku sterka Steingeit. Þú hefur svo mikla skoðun á því að allir eigi að vera jafnir og þú þolir alls ekki óréttlæti. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Hrútur: Þráhyggjan er bara blekking Elsku sterki samúðarfulli Hrúturinn minn. Þú þarft alltaf að vera svo upptekinn og skipuleggja tímann þinn svo vel, til þess að finnast að þú hafir gert eitthvað rétt. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Hamingjan bankar á dyrnar Elsku fallegi seiðandi Fiskurinn minn. Hversu dásamlegt á þetta sumar eftir að verða? Það eina sem getur að einhverju leyti truflað þig eða snúið þig niður er annað fólk sem þú ert að stressa þig á, en hefur enga ástæðu til. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberinn: Slúður er rödd andskotans Hjartans Vatnsberi. Þú ert að fara inn í merkilegan tíma. Þú ert að fara inn í tíma heiðarleika. Þú ert að fara inn í tíma þar sem að sannleikurinn skiptir ofsalega miklu máli, þú átt eftir að heyra hver sannleikurinn er í hlutum sem þig óraði ekki fyrir. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Hrósaðu en ekki hrekkja Elsku fallega Meyjan mín. Í sumar er mikilvægt að þú trítir þig eins og þú myndir tríta uppáhaldsmanneskjuna þína í öllum heiminum. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Bogmaður: Passaðu þig á hreinskilninni Elsku hjartans Bogmaðurinn minn. Boginn þinn er strekktur til hins ýtrasta og á því augnabliki þarft þú að vera alveg pollrólegur svo að örin hitti það mark sem þú miðar á. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Sporðdrekinn: Opnaðu hjartað þitt Elsku hjartans tilfinningaríki Sporðdrekinn minn. Þú býrð yfir meiri styrk og krafti en flest öll hin merkin. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling komin á Vísi! Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils njóta gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir júnímánuð má sjá hér fyrir neðan. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Krabbinn: Greddan ræður ríkjum Elsku Krabbinn minn. Það er svo rosalega mikill Venus í kringum þig í sumar. Þú elskar og verður elskaður. Þú verður svo spenntur fyrir svo dæmalaust mörgu að þú veist varla hvert þú átt að stefna. Það er samt allt í lagi. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Vog: Hættu þessu tuði Elsku hjartans Vogin mín. Ekki hafa samviskubit yfir neinu, ekkert bit er sárara einmitt en það. Þú pælir svo mikið í að þú eigir nú að vera búin með þetta, og þú þurfir að klára hitt og vera til staðar þarna, að þú getir fengið svo mikið samviskubit af þessu. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Naut: Vinátta er merkilegri en ást Elsku hjartans Nautið mitt. Mikið afskaplega fara öll leiðindi í taugarnar á þér. Þú þarft sko ekki að hafa skoðun á öllu og það er allt í lagi að draga sig í hlé stöku sinnum. 24. júní 2016 14:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn. Ekki hefur verið lognmollunni fyrir að fara í kringum þig. Fólk reynir hvað það getur að hafa stjórn á þér en þú átt bara ekki að leyfa því það. Það getur enginn breytt líðan þinni nema þú gefir samþykki. Passaðu þig á þessu. Eins og staðan er núna þarftu pínulítið að setja þig í smjaðursgírinn ef þú ætlar að fá fólk á þitt band. Og af hverju ættirðu svo sem að vilja það? Jú, því það lætur þér líða miklu betur. Sýndu auðmýkt, þó svo þú hafir kannski rétt fyrir þér. Þú ert nefnilega að fara inn í tímabil þar sem þú sérð plön þín og ákvarðanir ganga upp. Ef þér líður illa og ekkert er einhvern veginn að gerast, þá er það vegna þess að þú ert ekki búinn að taka ákvörðun. Þú ert svo gasalega eftirtektarverður persónuleiki að þrátt fyrir að hlutirnir séu kannski ósköp venjulegir í kringum þig, þá skerðu þig sérstaklega úr. Það er á tandurhreinu. Ekki halda aftur af skoðunum þínum. Láttu þær í ljós, á hógværan hátt þó. Það er nánast eins og þú fáir verðlaun fyrir alla þessa einlægni. Þessi verðlaun eru svo aldeilis alls konar. Þau geta verið betri líðan, betra álit annarra á þér og svo framvegis. Til hamingju, þú ert búinn að fara í gegnum mesta álagið sem á þér skellur á þessu ári. Nú fyllist hjarta þitt af friði og ró. Veistu af hverju þetta er að gerast? Vegna þess að þú breytir hugsunum þínum og þannig sigrarðu erfiðleikana. Fyrir Tvíbura á lausu er mikil blessun að þú skulir hafa svona fjölbreyttan smekk í ástarmálum. Þú ættir samt að hafa hugfast að það er sniðugra fyrir þig að finna þér ástvin sem lætur þér líða vel og lætur þig finna ró, frekar en að leika við einhverja sem skapa stress, spennu og höfnunartilfinningu. Þú heldur dálítið oft að þú sért ástfanginn, en svo reynist það ekki hið rétta. Ekki hafa áhyggjur, þú munt vita þegar sanna ástin kemur. Núna ertu einmitt undir sérstökum álögum, því þú getur fundið ástina á ólíklegustu stöðum. Þetta verður besta sumar sem þú hefur upplifað lengi og ævintýrin verða á hverju strái. Þú þarft ekkert að bíða eftir að hamingjan banki á dyrnar, þú bara stendur upp og bankar upp á hjá hamingjunni! Það er svo mikill kraftur í þér að stundum virðistu ætla að springa. Það er eins og heilu tonni hafi verið velt af bakinu á þér. Þú finnur mikið fyrir þessu þegar líður á sumarið. Hlakkaðu bara til. Svo er það mórallinn. Ekki vera með móral yfir einhverju sem enginn er að pæla í. Það tekur því ekki. Svoleiðis er bara að fara að eyðileggja daginn fyrir þér. Og dagurinn í dag er sá eini sem þú átt. Sköpunargáfan þín á eftir að blómstra þegar þú notar hana til að aðlaga þig nýjum aðstæðum. Þú átt jafnvel eftir að skoða hvernig þú hagnast mest fjárhagslega, en ég vil samt skila til þín, að ef þú ert hamingjusamur í því sem þú ert að gera, þá koma peningarnir til þín. Umfaðmaðu hamingjuna og þá kemur öll heppnin hlaupandi á eftir. Þér leiðast ekki ferðalög, er það? Í þessu ævintýraríka sumri felast sko margir nýir möguleikar. Hafðu þó hugfast að það er ekki lengsta ferðin sem verður best, heldur sú óvæntasta. Þú munt græða svo mikið og eyða svo miklu. Krafturinn er ofboðslegur, og lífið þýtur fram hjá. Þú ert í bíómynd sem sýnd er hratt. En hún er stútfull af öllum regnbogans litum, þakkaðu vel fyrir það. Að vinna, að elska og að hlakka til eru einkunnarorð þín í sumar. Lífið er svo gott. Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland.
Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Júlíspá Siggu Kling - Ljónið: Þú verður að nenna ástinni Elsku Ljónið mitt. Aldrei hefur nokkurn tíma verið sagt að það sé sérlega auðvelt að vera Ljón, en ég er alveg viss um að þótt þú fengir tilboð um að skipta um merki, þá myndir þú ekki gera það. Þið Ljónin eruð náttúrulega öll konungborin. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Steingeit: Þetta reddast Elsku sterka Steingeit. Þú hefur svo mikla skoðun á því að allir eigi að vera jafnir og þú þolir alls ekki óréttlæti. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Hrútur: Þráhyggjan er bara blekking Elsku sterki samúðarfulli Hrúturinn minn. Þú þarft alltaf að vera svo upptekinn og skipuleggja tímann þinn svo vel, til þess að finnast að þú hafir gert eitthvað rétt. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Hamingjan bankar á dyrnar Elsku fallegi seiðandi Fiskurinn minn. Hversu dásamlegt á þetta sumar eftir að verða? Það eina sem getur að einhverju leyti truflað þig eða snúið þig niður er annað fólk sem þú ert að stressa þig á, en hefur enga ástæðu til. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberinn: Slúður er rödd andskotans Hjartans Vatnsberi. Þú ert að fara inn í merkilegan tíma. Þú ert að fara inn í tíma heiðarleika. Þú ert að fara inn í tíma þar sem að sannleikurinn skiptir ofsalega miklu máli, þú átt eftir að heyra hver sannleikurinn er í hlutum sem þig óraði ekki fyrir. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Hrósaðu en ekki hrekkja Elsku fallega Meyjan mín. Í sumar er mikilvægt að þú trítir þig eins og þú myndir tríta uppáhaldsmanneskjuna þína í öllum heiminum. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Bogmaður: Passaðu þig á hreinskilninni Elsku hjartans Bogmaðurinn minn. Boginn þinn er strekktur til hins ýtrasta og á því augnabliki þarft þú að vera alveg pollrólegur svo að örin hitti það mark sem þú miðar á. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Sporðdrekinn: Opnaðu hjartað þitt Elsku hjartans tilfinningaríki Sporðdrekinn minn. Þú býrð yfir meiri styrk og krafti en flest öll hin merkin. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling komin á Vísi! Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils njóta gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir júnímánuð má sjá hér fyrir neðan. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Krabbinn: Greddan ræður ríkjum Elsku Krabbinn minn. Það er svo rosalega mikill Venus í kringum þig í sumar. Þú elskar og verður elskaður. Þú verður svo spenntur fyrir svo dæmalaust mörgu að þú veist varla hvert þú átt að stefna. Það er samt allt í lagi. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Vog: Hættu þessu tuði Elsku hjartans Vogin mín. Ekki hafa samviskubit yfir neinu, ekkert bit er sárara einmitt en það. Þú pælir svo mikið í að þú eigir nú að vera búin með þetta, og þú þurfir að klára hitt og vera til staðar þarna, að þú getir fengið svo mikið samviskubit af þessu. 24. júní 2016 14:30 Júlíspá Siggu Kling - Naut: Vinátta er merkilegri en ást Elsku hjartans Nautið mitt. Mikið afskaplega fara öll leiðindi í taugarnar á þér. Þú þarft sko ekki að hafa skoðun á öllu og það er allt í lagi að draga sig í hlé stöku sinnum. 24. júní 2016 14:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Júlíspá Siggu Kling - Ljónið: Þú verður að nenna ástinni Elsku Ljónið mitt. Aldrei hefur nokkurn tíma verið sagt að það sé sérlega auðvelt að vera Ljón, en ég er alveg viss um að þótt þú fengir tilboð um að skipta um merki, þá myndir þú ekki gera það. Þið Ljónin eruð náttúrulega öll konungborin. 24. júní 2016 14:30
Júlíspá Siggu Kling - Steingeit: Þetta reddast Elsku sterka Steingeit. Þú hefur svo mikla skoðun á því að allir eigi að vera jafnir og þú þolir alls ekki óréttlæti. 24. júní 2016 14:30
Júlíspá Siggu Kling - Hrútur: Þráhyggjan er bara blekking Elsku sterki samúðarfulli Hrúturinn minn. Þú þarft alltaf að vera svo upptekinn og skipuleggja tímann þinn svo vel, til þess að finnast að þú hafir gert eitthvað rétt. 24. júní 2016 14:30
Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Hamingjan bankar á dyrnar Elsku fallegi seiðandi Fiskurinn minn. Hversu dásamlegt á þetta sumar eftir að verða? Það eina sem getur að einhverju leyti truflað þig eða snúið þig niður er annað fólk sem þú ert að stressa þig á, en hefur enga ástæðu til. 24. júní 2016 14:30
Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberinn: Slúður er rödd andskotans Hjartans Vatnsberi. Þú ert að fara inn í merkilegan tíma. Þú ert að fara inn í tíma heiðarleika. Þú ert að fara inn í tíma þar sem að sannleikurinn skiptir ofsalega miklu máli, þú átt eftir að heyra hver sannleikurinn er í hlutum sem þig óraði ekki fyrir. 24. júní 2016 14:30
Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Hrósaðu en ekki hrekkja Elsku fallega Meyjan mín. Í sumar er mikilvægt að þú trítir þig eins og þú myndir tríta uppáhaldsmanneskjuna þína í öllum heiminum. 24. júní 2016 14:30
Júlíspá Siggu Kling - Bogmaður: Passaðu þig á hreinskilninni Elsku hjartans Bogmaðurinn minn. Boginn þinn er strekktur til hins ýtrasta og á því augnabliki þarft þú að vera alveg pollrólegur svo að örin hitti það mark sem þú miðar á. 24. júní 2016 14:30
Júlíspá Siggu Kling - Sporðdrekinn: Opnaðu hjartað þitt Elsku hjartans tilfinningaríki Sporðdrekinn minn. Þú býrð yfir meiri styrk og krafti en flest öll hin merkin. 24. júní 2016 14:30
Júlíspá Siggu Kling komin á Vísi! Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils njóta gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir júnímánuð má sjá hér fyrir neðan. 24. júní 2016 14:30
Júlíspá Siggu Kling - Krabbinn: Greddan ræður ríkjum Elsku Krabbinn minn. Það er svo rosalega mikill Venus í kringum þig í sumar. Þú elskar og verður elskaður. Þú verður svo spenntur fyrir svo dæmalaust mörgu að þú veist varla hvert þú átt að stefna. Það er samt allt í lagi. 24. júní 2016 14:30
Júlíspá Siggu Kling - Vog: Hættu þessu tuði Elsku hjartans Vogin mín. Ekki hafa samviskubit yfir neinu, ekkert bit er sárara einmitt en það. Þú pælir svo mikið í að þú eigir nú að vera búin með þetta, og þú þurfir að klára hitt og vera til staðar þarna, að þú getir fengið svo mikið samviskubit af þessu. 24. júní 2016 14:30
Júlíspá Siggu Kling - Naut: Vinátta er merkilegri en ást Elsku hjartans Nautið mitt. Mikið afskaplega fara öll leiðindi í taugarnar á þér. Þú þarft sko ekki að hafa skoðun á öllu og það er allt í lagi að draga sig í hlé stöku sinnum. 24. júní 2016 14:30