Lífið

Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Hrósaðu en ekki hrekkja

Sigga Kling skrifar
E lsku fallega Meyjan mín.  Í sumar er mikilvægt að þú trítir þig eins og þú myndir tríta uppáhaldsmanneskjuna þína í öllum heiminum. Það er svo mikið af asnalegri öfund í kringum þig. En öfundin er oft förunautur frægðarinnar og velgengninnar svo vertu bara kampakát með þetta. Annars er best fyrir þig að vita að þú getur verið eins hamingjusöm og þú ákveður að vera. Það er mjög mikilvægt núna að þú takir þér svolítið frí yfir sumartímann og njótir þín.

Þú skalt fara með friði og fyrirgefa, og kyngdu stoltinu þínu, að minnsta kosti stundum. Stolt er sko alls ekkert fitandi.

Sú hindrun sem líklegust er til að vera á vegi þínum í sumar, elsku Meyja, ert þú sjálf. Um leið og þú hefur öðlast trú á þér, þá veist þú hvernig þú átt að lifa lífinu. Ef vel er að gáð, þá þarftu ekki að sjá eftir neinu sem gerst hefur síðustu mánuði. Ekki skemma neitt með þinni víðfrægu fljótfærni eða skemmtilegu hvatvísi. Þú gerir svo marga hamingjusama. Haltu því áfram og hrósaðu fólki miklu frekar en að hrekkja það.



Það er ástin sem að skiptir öllu máli í lífinu, og það er mikið af henni í kringum þig. Ástin er upphaf alls og endir alls, og það má alveg taka áhættu þar. Þú hefur engu að tapa en allt að vinna.

Þú finnur fyrir hugrekki til að breyta til í lífinu. Hugrekki er nefnilega einn sá merkilegasti kraftur sem þú getur fengið. Þannig færðu völd og sterka ábyrgð. Og ef það er það sem þú vilt, þá skaltu bara stökkva í djúpu laugina. Núna er rétti tíminn. Gerðu strax það sem að þú ert búin að ákveða, ekki fresta neinu. Því þú munt missa mátt þinn og orkuna ef þú frestar því sem þú getur gert í dag.

Lífið er yndislegt.



Frægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.

Tengdar fréttir

Júlíspá Siggu Kling - Ljónið: Þú verður að nenna ástinni

Elsku Ljónið mitt. Aldrei hefur nokkurn tíma verið sagt að það sé sérlega auðvelt að vera Ljón, en ég er alveg viss um að þótt þú fengir tilboð um að skipta um merki, þá myndir þú ekki gera það. Þið Ljónin eruð náttúrulega öll konungborin.

Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Hamingjan bankar á dyrnar

Elsku fallegi seiðandi Fiskurinn minn. Hversu dásamlegt á þetta sumar eftir að verða? Það eina sem getur að einhverju leyti truflað þig eða snúið þig niður er annað fólk sem þú ert að stressa þig á, en hefur enga ástæðu til.

Júlíspá Siggu Kling - Tvíburinn: Þitt besta sumar í lengri tíma

Elsku Tvíburinn minn. Ekki hefur verið lognmollunni fyrir að fara í kringum þig. Fólk reynir hvað það getur að hafa stjórn á þér en þú átt bara ekki að leyfa því það. Það getur enginn breytt líðan þinni nema þú gefir samþykki. Passaðu þig á þessu.

Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberinn: Slúður er rödd andskotans

Hjartans Vatnsberi. Þú ert að fara inn í merkilegan tíma. Þú ert að fara inn í tíma heiðarleika. Þú ert að fara inn í tíma þar sem að sannleikurinn skiptir ofsalega miklu máli, þú átt eftir að heyra hver sannleikurinn er í hlutum sem þig óraði ekki fyrir.

Júlíspá Siggu Kling komin á Vísi!

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils njóta gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir júnímánuð má sjá hér fyrir neðan.

Júlíspá Siggu Kling - Krabbinn: Greddan ræður ríkjum

Elsku Krabbinn minn. Það er svo rosalega mikill Venus í kringum þig í sumar. Þú elskar og verður elskaður. Þú verður svo spenntur fyrir svo dæmalaust mörgu að þú veist varla hvert þú átt að stefna. Það er samt allt í lagi.

Júlíspá Siggu Kling - Vog: Hættu þessu tuði

Elsku hjartans Vogin mín. Ekki hafa samviskubit yfir neinu, ekkert bit er sárara einmitt en það. Þú pælir svo mikið í að þú eigir nú að vera búin með þetta, og þú þurfir að klára hitt og vera til staðar þarna, að þú getir fengið svo mikið samviskubit af þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.