Afturendinn og ljósin að framan fá mikinn svip frá Porsche 718 Boxster og Cayman og hið blöðrulaga form bílsins er að mestu horfið og bíllinn allur orðinn mun rennilegri og sportlegri. Undir húddinu leynist 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum, en Panamera verður einnig í boði með 6 strokka vélum. Bíllinn mun svo áfram fást í Plug-In-Hybrid útgáfu.
Porsche Panamera er að vonum enn stórglæsilegur að innan og í aftursætunum, sem hafa fram að þessu verið eins og framsætin, verður umhverfið ekki slorlegt og plássið nægt.


