María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Ritstjórn skrifar 24. júní 2016 09:30 Maria Grazia var annar helmingur hönnunarteymis Valentino. Myndir/Getty Maria Grazia Chiuri, einn helmingurinn af hönnunarteymi Valentino, hefur verið ráðin nýr yfirhönnuður tískurisans Dior. Þetta er í fyrsta skiptið í 70 ára sögu fyrirtækisins sem að kona gegnir því hlutverki. Þegar Raf Simons yfirgaf Dior á síðasta ári ríkti mikil óvissa um hver mundi taka við af honum. Nú þegar þónokkrir mánuðir hafa liðið hefur loksins nýr yfirhönnuður verið tilkynntur. Það virðist vera erfitt fyrir stóru evrópsku tískuhúsin að halda í yfirhönnuðina sína í meira en þrjú ár en myndast hefur sú hefð í tískuheiminum að yfirhönnuðirnir yfirgefi stöður sínar eftir þann tíma. Talið er að þetta muni hafa mikil áhrif á Valentino tískuhúsið en hún hefur starfað þar frá 2007 ásamt Pierpaolo Piccioli. Þau voru bæði valin af Valentino sjálfum þegar hann ákvað að hætta sem yfirhönnuður síns eigin vörumerkis. Mest lesið Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Emma Watson valin kona ársins Glamour Skyrtur fara aldrei úr tísku Glamour Uxatindar, vöruhönnun og húsgögn Glamour Jakkar í yfirstærð voru vinsælasta trendið í París Glamour Kendall Jenner með bleikt hár í Vogue Glamour Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour Kanye West sést í fyrsta skiptið frá innlögninni Glamour Emmy Rossum krefst launahækkunar fyrir Shameless Glamour
Maria Grazia Chiuri, einn helmingurinn af hönnunarteymi Valentino, hefur verið ráðin nýr yfirhönnuður tískurisans Dior. Þetta er í fyrsta skiptið í 70 ára sögu fyrirtækisins sem að kona gegnir því hlutverki. Þegar Raf Simons yfirgaf Dior á síðasta ári ríkti mikil óvissa um hver mundi taka við af honum. Nú þegar þónokkrir mánuðir hafa liðið hefur loksins nýr yfirhönnuður verið tilkynntur. Það virðist vera erfitt fyrir stóru evrópsku tískuhúsin að halda í yfirhönnuðina sína í meira en þrjú ár en myndast hefur sú hefð í tískuheiminum að yfirhönnuðirnir yfirgefi stöður sínar eftir þann tíma. Talið er að þetta muni hafa mikil áhrif á Valentino tískuhúsið en hún hefur starfað þar frá 2007 ásamt Pierpaolo Piccioli. Þau voru bæði valin af Valentino sjálfum þegar hann ákvað að hætta sem yfirhönnuður síns eigin vörumerkis.
Mest lesið Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Emma Watson valin kona ársins Glamour Skyrtur fara aldrei úr tísku Glamour Uxatindar, vöruhönnun og húsgögn Glamour Jakkar í yfirstærð voru vinsælasta trendið í París Glamour Kendall Jenner með bleikt hár í Vogue Glamour Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour Kanye West sést í fyrsta skiptið frá innlögninni Glamour Emmy Rossum krefst launahækkunar fyrir Shameless Glamour