Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Ritstjórn skrifar 20. ágúst 2016 10:30 Stefán Svan hefur haldið utan um Facebook-hópinn Merkjavörur í tvö ár en núna mun hann gera viðskiptavinum kleift að skoða og máta fötin í verslun sinni áður en þau eru keypt. Vísir/Ernir Flestir unnendur merkjavara og notaðra flíka ættu að kannast við Facebook-hópinn Merkjavörur. Hópurinn er gífurlega vinsæll en yfir 17.000 manns eru í honum. Í dag mun Facebook-heimurinn sameinast þeim raunverulega en þá mun stjórnandi síðunnar, Stefán Svan Aðalheiðarson, opna verslun til þess að gera fólki kleypt að sinna fatasölunni betur. Verslunin ber heitið Stefánsbúð en Stefán hafði áður verið að reka hana á netinu. „Þetta kviknaði allt saman út frá merkjavörusíðunni. Fólki finnst gaman að skoða úrvalið og kaupa sér fínar merkjavörur sem endast á góðu verði. Ég ákvað að opna búð af því að það eru margir sem nenna ekki að vera að standa í því að selja á netinu. Núna getur fólk mætt, séð vörurnar með eigin augum og mátað.“ Reglurnar í Merkjavöru-hópnum eru afar strangar en Stefán hefur átt það til að eyða færslum hjá þeim sem fylgja ekki reglum síðunnar. Núna hefur hann hins vegar meiri stjórn á því sem er selt í búðinni. Fólki býðst að senda á þau vörur og hann velur það sem fer í sölu ef það á við. „Núna höfum við meiri stjórn á því hvað er selt. Við verðum mjög ströng. Merkjavaran lifir lengur og við lítum á þetta sem endurnýtingu á fötum. Að koma hlutunum í hendur nýrra eigenda er stór partur af þessu.“Þessi fallegi jakki frá Commes Des Garcon verður í boði í Stefánsbúð.Á meðal þess sem verður í boði í Stefánsbúð verða vörur frá Lanvin, Sonya Rykel, Commes Des Garcon, Vivienne Westwood og margt fleira. „Það er góð blanda af vörum í boði hjá okkur. Fólk getur sent okkur föt og svo veljum við úr og lögum það sem þarf að laga. Við semjum við hvern og einn um hvernig salan fer fram. Við erum í rauninni bara umboðsaðilar.“ Stefán segir að þessi verslun verði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en hugmyndin þekkist víða um heim. „Þetta er í fyrsta skiptið sem fólk getur farið í verslun og keypt sér notaða hágæðavöru sem stenst tímans tönn. Við erum með föt frá áttunda, níunda og tíunda áratugnum og erum með allt til alls hjá okkur fyrir þá sem vilja selja.“ Eins og fyrr segir verður búðin opnuð í dag en hún er til húsa í Miðstræti 12 við Skálholtsstíg. Þeir sem hafa áhuga á að selja merkjavörur í Stefánsbúð geta haft samband í gegnum Facebook-síðu verslunarinnar. Mest lesið Vinsælasti liturinn núna er bleikur Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Karl Lagerfeld fer aftur heim Glamour Pottaklippingin það heitasta næsta sumar? Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Fleiri myndir frá YEEZY Season 5 Glamour Gíraðu þig upp með Nike Rvk Run Club Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour Zayn hannar fyrir Versace Glamour
Flestir unnendur merkjavara og notaðra flíka ættu að kannast við Facebook-hópinn Merkjavörur. Hópurinn er gífurlega vinsæll en yfir 17.000 manns eru í honum. Í dag mun Facebook-heimurinn sameinast þeim raunverulega en þá mun stjórnandi síðunnar, Stefán Svan Aðalheiðarson, opna verslun til þess að gera fólki kleypt að sinna fatasölunni betur. Verslunin ber heitið Stefánsbúð en Stefán hafði áður verið að reka hana á netinu. „Þetta kviknaði allt saman út frá merkjavörusíðunni. Fólki finnst gaman að skoða úrvalið og kaupa sér fínar merkjavörur sem endast á góðu verði. Ég ákvað að opna búð af því að það eru margir sem nenna ekki að vera að standa í því að selja á netinu. Núna getur fólk mætt, séð vörurnar með eigin augum og mátað.“ Reglurnar í Merkjavöru-hópnum eru afar strangar en Stefán hefur átt það til að eyða færslum hjá þeim sem fylgja ekki reglum síðunnar. Núna hefur hann hins vegar meiri stjórn á því sem er selt í búðinni. Fólki býðst að senda á þau vörur og hann velur það sem fer í sölu ef það á við. „Núna höfum við meiri stjórn á því hvað er selt. Við verðum mjög ströng. Merkjavaran lifir lengur og við lítum á þetta sem endurnýtingu á fötum. Að koma hlutunum í hendur nýrra eigenda er stór partur af þessu.“Þessi fallegi jakki frá Commes Des Garcon verður í boði í Stefánsbúð.Á meðal þess sem verður í boði í Stefánsbúð verða vörur frá Lanvin, Sonya Rykel, Commes Des Garcon, Vivienne Westwood og margt fleira. „Það er góð blanda af vörum í boði hjá okkur. Fólk getur sent okkur föt og svo veljum við úr og lögum það sem þarf að laga. Við semjum við hvern og einn um hvernig salan fer fram. Við erum í rauninni bara umboðsaðilar.“ Stefán segir að þessi verslun verði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en hugmyndin þekkist víða um heim. „Þetta er í fyrsta skiptið sem fólk getur farið í verslun og keypt sér notaða hágæðavöru sem stenst tímans tönn. Við erum með föt frá áttunda, níunda og tíunda áratugnum og erum með allt til alls hjá okkur fyrir þá sem vilja selja.“ Eins og fyrr segir verður búðin opnuð í dag en hún er til húsa í Miðstræti 12 við Skálholtsstíg. Þeir sem hafa áhuga á að selja merkjavörur í Stefánsbúð geta haft samband í gegnum Facebook-síðu verslunarinnar.
Mest lesið Vinsælasti liturinn núna er bleikur Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Karl Lagerfeld fer aftur heim Glamour Pottaklippingin það heitasta næsta sumar? Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Fleiri myndir frá YEEZY Season 5 Glamour Gíraðu þig upp með Nike Rvk Run Club Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour Zayn hannar fyrir Versace Glamour