Að velja sér forseta Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 23. júní 2016 13:16 Það eru til margar leiðir til að velja sér forseta, og þegar öllu er á botninn hvolft þá velur fólk sér sennilega forseta eftir því hvaða dyggðir það telur göfugastar. Sumir leggja til dæmis mikið upp úr jafnrétti, sem er vissulega verðugt málefni, eða þá varðveislu. Aðrir líta á hörku sem tákn um styrk og velja sér þá frekar frambjóðanda sem sýnir meiri harðneskju og þor. Fyrir mitt leyti væri ég helst til að sjá alla þessa eiginleika í frambjóðanda, en sá fullkomni kokteill eiginleika er þó ekki nóg. Það dugar, en fyrir ísland í dag er það ekki nóg. Við erum að koma upp úr kreppuárum, ég held að enginn geti neitað því að af mörgum erfiðleikum sem hafa hrjáð íslenskt samfélag frá hruni, er sennilega víðtækasta meinið alvarlegt og almenn vantraust. Vantraust á stjórnvöld, valdastofnanir, og bara stjórnskipun yfir höfuð. Vandinn er að þetta hefur áhrif allstaðar. Á trú fólks upp til hópa og sem einstaklinga, til að treysta á framfylgt mikilvægra mála. Á traust fólks til leiðtoga sinna, eða í stuttu máli, trú fólks á að landið sé bara hreinlega ekki alltaf að fara til fjandans vegna þess að allir eru spilltir og valdasjúkir. Hljómar kunnulega ekki satt? Það sem er því langmikilvægast fyrir Ísland, íslenkst þjóðfélag og ef ekki bara almenna vellíðan okkar íslendinga í landinu okkar, er sátt. Þá sérstaklega sátt um forsetann. Einstakt tækifæri gefst á yfirvofandi forsetakosningum til að stuðla að aukinni sátt í samfélaginu. Kannanir sýna að mögulegt er að næsti forseti verði kjörinn með meirihluta atkvæða, sem er hreint út sagt gífurlega mikilvægt. Slík staða mundi leggja grunn að aukinni sátt um stjórnskipanina og valdastofnanir. En það er ekki síður mikilvægt vegna þess að sá frambjóðandi sem hefur möguleika á meirihlutastuðningi, Guðni Th. Jóhannesson hefur í þokkabót þennan fullkomna kokteil eiginleika. Hann er vissulega röggsamur og réttsýnn, heiðarlegur, og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Það sem höfðar til margra er að hann er eins óháður og hægt er að vera nú á dögum. Mér er persónulega sama hverjum menn eru pólitískt tengdir eða ótengdir, en það sem ég ber mesta virðingu fyrir er hvernig menn bregðast við mótlæti. Sumir fara í mikla vörn og jafnvel leita hefnda, bæði tvennt mjög mannlegt og oftast gert í þeim tilgangi upplifa sig hafa stjórn á öðrum. Aðrir hrökklast undan eða bara gefast upp. Alla þessa kosningabaráttu hef ég fylgst með Guðna taka meðbyr sínum með einlægu þakklæti og efli. Í mótbyrnum var hann hins vegar aldrei dónalegur, hann var alltaf yfirvegaður, hann sýndi hugrekki þegar að honum var þjarmað og svaraði alltaf skýrt og sannarlega. Hann fór ekki í óeðlilega vörn. Hann leitaði ekki hefnda heldur frekar sáttar. Hans kosningabarátta snérist ekki um að kasta rýrð á andstæðinginn heldur frekar að sameina íslendinga í framtíðarstefnu. Það er góð leiðtogahæfni. Það skapar sátt og leiðir fram stöðugleika. Það er merki um þroska og göfuglyndi. Ennfremur er maðurinn doktor í sagnfræði, og það er alltaf gott að kunna heimssöguna vel þegar maður leiðir þjóð til framtíðar. Óróleiki hefur einkennt íslenskt samfélag undanfarin áratug og en það tekur tíma að vinna úr slíkum áföllum og þá umrót sem þau skapa sem elur á úlfúð og tortryggni. Slíkt er bara alls ekki hollt samfélaginu til lengdar. Guðni er góður leiðtogi en mikilvægast af öllu er að Guðni getur raunverulega hlotið meirihluta atkvæða í komandi kosningum og því stuðlað að alvöru sátt í samfélaginu. Sátt sem við þörfnumst svo sárlega. Guðni getur fylgt íslensku þjóðinni fram á veg til aukinnar sáttar og stöðugleika og þess vegna er mikilvægt að hann hljóti meirihluta atkvæða í komandi forsetakosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru til margar leiðir til að velja sér forseta, og þegar öllu er á botninn hvolft þá velur fólk sér sennilega forseta eftir því hvaða dyggðir það telur göfugastar. Sumir leggja til dæmis mikið upp úr jafnrétti, sem er vissulega verðugt málefni, eða þá varðveislu. Aðrir líta á hörku sem tákn um styrk og velja sér þá frekar frambjóðanda sem sýnir meiri harðneskju og þor. Fyrir mitt leyti væri ég helst til að sjá alla þessa eiginleika í frambjóðanda, en sá fullkomni kokteill eiginleika er þó ekki nóg. Það dugar, en fyrir ísland í dag er það ekki nóg. Við erum að koma upp úr kreppuárum, ég held að enginn geti neitað því að af mörgum erfiðleikum sem hafa hrjáð íslenskt samfélag frá hruni, er sennilega víðtækasta meinið alvarlegt og almenn vantraust. Vantraust á stjórnvöld, valdastofnanir, og bara stjórnskipun yfir höfuð. Vandinn er að þetta hefur áhrif allstaðar. Á trú fólks upp til hópa og sem einstaklinga, til að treysta á framfylgt mikilvægra mála. Á traust fólks til leiðtoga sinna, eða í stuttu máli, trú fólks á að landið sé bara hreinlega ekki alltaf að fara til fjandans vegna þess að allir eru spilltir og valdasjúkir. Hljómar kunnulega ekki satt? Það sem er því langmikilvægast fyrir Ísland, íslenkst þjóðfélag og ef ekki bara almenna vellíðan okkar íslendinga í landinu okkar, er sátt. Þá sérstaklega sátt um forsetann. Einstakt tækifæri gefst á yfirvofandi forsetakosningum til að stuðla að aukinni sátt í samfélaginu. Kannanir sýna að mögulegt er að næsti forseti verði kjörinn með meirihluta atkvæða, sem er hreint út sagt gífurlega mikilvægt. Slík staða mundi leggja grunn að aukinni sátt um stjórnskipanina og valdastofnanir. En það er ekki síður mikilvægt vegna þess að sá frambjóðandi sem hefur möguleika á meirihlutastuðningi, Guðni Th. Jóhannesson hefur í þokkabót þennan fullkomna kokteil eiginleika. Hann er vissulega röggsamur og réttsýnn, heiðarlegur, og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Það sem höfðar til margra er að hann er eins óháður og hægt er að vera nú á dögum. Mér er persónulega sama hverjum menn eru pólitískt tengdir eða ótengdir, en það sem ég ber mesta virðingu fyrir er hvernig menn bregðast við mótlæti. Sumir fara í mikla vörn og jafnvel leita hefnda, bæði tvennt mjög mannlegt og oftast gert í þeim tilgangi upplifa sig hafa stjórn á öðrum. Aðrir hrökklast undan eða bara gefast upp. Alla þessa kosningabaráttu hef ég fylgst með Guðna taka meðbyr sínum með einlægu þakklæti og efli. Í mótbyrnum var hann hins vegar aldrei dónalegur, hann var alltaf yfirvegaður, hann sýndi hugrekki þegar að honum var þjarmað og svaraði alltaf skýrt og sannarlega. Hann fór ekki í óeðlilega vörn. Hann leitaði ekki hefnda heldur frekar sáttar. Hans kosningabarátta snérist ekki um að kasta rýrð á andstæðinginn heldur frekar að sameina íslendinga í framtíðarstefnu. Það er góð leiðtogahæfni. Það skapar sátt og leiðir fram stöðugleika. Það er merki um þroska og göfuglyndi. Ennfremur er maðurinn doktor í sagnfræði, og það er alltaf gott að kunna heimssöguna vel þegar maður leiðir þjóð til framtíðar. Óróleiki hefur einkennt íslenskt samfélag undanfarin áratug og en það tekur tíma að vinna úr slíkum áföllum og þá umrót sem þau skapa sem elur á úlfúð og tortryggni. Slíkt er bara alls ekki hollt samfélaginu til lengdar. Guðni er góður leiðtogi en mikilvægast af öllu er að Guðni getur raunverulega hlotið meirihluta atkvæða í komandi kosningum og því stuðlað að alvöru sátt í samfélaginu. Sátt sem við þörfnumst svo sárlega. Guðni getur fylgt íslensku þjóðinni fram á veg til aukinnar sáttar og stöðugleika og þess vegna er mikilvægt að hann hljóti meirihluta atkvæða í komandi forsetakosningum.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar